Sælir Vaktarar.
Eru einhverjir snillingar hérna sem vita hvort að það sé hægt að laga "temp_video" file.
Ég var að taka upp video með Samsung Galaxy Note 2 og þegar ég ýtti á "stop record" þá fraus síminn og hann restartaði sér og núna sé ég bara "temp_video" í staðin fyrir myndbandið sem ég tók upp.
Ég prufaði að setja fælinn yfir á tölvuna og sjá hvort að VLC eða einhvað forrit gæti nú lesið þennan file, en ekkert virðist virka.
Þessi fæll er um 1.2gb og um 10 min langt
Endilega ef einhverjir hafa einhverjar lausnir á þessu þá væri það meira en vel þegið
Kv. Sigurður