Gerði þráð fyrir einhverjum vikum þar sem VRM hitastigið á kortinu var of hátt og lét tölvuna frjósa, eftir að hafa skipt um kælikrem á VRM kubbunum þá lagaðist það og hefur verið fín síðan.
Fyrir sirka tveim vikum þá fraus vélin aftur svo ég ákveða að fylgjast með skjákortinu meðan ég geri burn-in prufu, kemur þá ekki í ljós að GPU Core#3 temp er uppúr öllu valdi.
GPU-Z gefur mér upp þrjá GPU core tölur og fór core#3 uppí tæpar 98°c áður en ég lokaði Furmark.
Ég tek kælinguna af kortinu og skipti um kælikrem á kjarnanum, sé ekkert athugavert við kælikremið enda er vélin búinn að keyra án vandræða í sirka 2 ár, sem er sá tími sem þessi kæling hefur verið á því.
með nýju kremi set ég kortið í vélina og ræsi, voilla ! öll þrjú core temps eru eins og vandamálið því líklega úr sögunni, keyri bæði Furmark og Alt-TAB reglulega úr leikjum til að fylgjast með hitastiginu, allar tölurnar eru jafnar, bæði í idle og undir load.
Svona hefur hún gengið án vandræða í tvær vikur, síðan ég skipti um kremið, nú fraus vélin hinsvegar rétt áðan meðan ég var í leik og viti menn...GPU core#3 temp komið uppúr öllu valdi aftur
Er þetta skjákort að gefa upp öndina eða býr eitthvað annað undir?
ps. kortið er ekkert yfirklukkað að neinu viti, bara smá bump í CCC, ekkert rosalegt svo það er ekki vesenið.

