CS 1.6, frábær leikur, frábær möpp, frábært og mjög competitive samfélag á sínum tíma.
Varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég installaði honum aftur um daginn og fann engan virkan íslenskan server.
Plushy skrifaði:Perfect Dark 64 var líka mjööööög góður
annars stend ég fastur við mitt sem er Tribes: Vengeance. Besti FPS leikur allra tíma fyrr og síðar
Er Tribes leikur sem þú mælir með fyrir lön?
Þessi leikur er byggður á unreal engine. Þetta var einn einn hraðasti og skemmtilegasti "FPS" leikur sem ég hef spilað. Ef þú hélst inni space þá fékkstu svona skíði undir fæturnar sem létu þig renna. Ef þú fórst niður brekku byrjaðiru að renna hraðar og hraðar, ef gast haldið þeim hraða með því að nota jetpackið þitt (hægri músarhnappurinn) til að fara hærra og þar með hraðar þegar þú lendir næst. Síðan voru til margar gerðir af byssum eins og t.d. Grappler sem gat fest sig við terrain, byggingar og breytt stefnunni á kallinum þínum eða látið hann fara hraðar ef þú gerðir það rétt. Þetta gerði fyrir mjög fast paced FPS þar sem bardagarnir áttu sér stað á miklum hraða í loftinu og þú fékkst sérstök "style points" fyrir að hitta óvininn með ýmsum byssum. Aðalbyssan hét Spinfusor og skaut disc sem fór beint áfram, mjög fullnægjandi að hitta einhvern langt í burtu á miklum hraða í miðju lofti.
Það voru mismunandi body armors sem þú gast valið sem gerðu kallinn þinn annaðhvort léttari eða þyngri. Light armorið gerði þér kleyft að nota sniper sem notaði energy úr jetpackinu þínu til að gera damage. Meira energy eftir = meira damage, meira damage fyrir headshots líka. Medium armor gerði þig ekki eins hraðan og light en þó góðan hraða, og þú gast þá notað "Buckler" weaponið sem "deflectaði" skotum eins og Spinfusor discum, sniper skotum. Það var líka hægt að skjóta honum og stjórna hvert bucklerinn fer eins og boomerang þannig að bæði defensive og offensive weapon. Heavy armor gerði þig að lokum mjög hægan en fékkst aftur á móti mun meira líf og energy í jetpackið. Þótt þú sért í þungu body armor þá þýddi það líka að ef þú ferð niður brekku áttu eftir að fara hraðar og hraðar vegna þyngdarinnar þannig að þeir allra bestu fóru hraða en þeir léttustu ef þeir kunnu á kallinn sinn. Heavy armor fékk líka Mortar sem gerði hæsta damageið í liðinu og gat drepið flesta Light armor gaurana í 1 hitti, samt erfitt að hitta á miklum hraða vegna þess hversu hægt það fer.
Capture the Flag var aðal game mode-ið en annars var hægt að fara í Fuel þar sem þú safnaðir resources og reyndir að koma því til baka í base-ið þitt til að fá stig. Aðrir spilarar gátu reynt að drepa þig á leiðinni til baka eða á fuel stationinu sjálfu til að stela því af þér og fara með í sitt base. Arena var basic arena mode þar sem það eru rounds og átt að drepa óvinaliðið. CTF var mest spilaða game mode-ið þar sem fólk skipti liðinu sínu í mismunandi stöður. Ef að það voru 8 manns í hinu liðinu þá voru kannski 1-2 Cappers sem voru með light armor að reyna ná enemy flag, síðan var Heavy Offense sem reyndi að eyðileggja varnirnar hjá óvinaliðinu og drepa defenderana þeirra. Defenderar í þínu liði voru annaðhvort heavy, medium eða light og þá með Sniper til að reyna ná óvina light armor cappers áður en þeir náðu á flaggið, eða drepa þá með Mortar þegar þeir komu of nálægt. Að lokum voru einhverjir medium og light armors sem "Chase-uðu" enemy flag carrierinn ef hann náði flagginu og reyna að ná því til baka svo að þinn capper geti cappað.
Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf talað um allt í þátíð er útaf því að þessi leikur er því miður dauður núna. Fyrirtækið hætti að supporta leikinn en hann var með nógu sterkt fan-base sem gerðu sína eigin custom servera og hostuðu fyrir aðra players. Þegar ég spilaði árið 2009-2010 þá voru oft mörg hundruð manns online í einu og mikið úrval af serverum. Síðan var keppt annaðhvort í mixed matches eða í Leagues um helgar um hvaða lið var best í leiknum. Það var svo annað fyrirtæki sem heitir Hi-Rez sem keypti réttindinn að leiknum og gáfu svo út leikinn "Tribes: Ascend" sem er framhald af Tribes: Vengeance og byggir á nánast sömu hlutum.
Mæli með því að horfa á þetta myndband til að sjá hvernig mismunandi body armors, weapons og fleiri hlutir voru notaðir í leiknum, þarna eru m.a. bestu spilurum leiksins komnir saman í eiginlegt "Montage". Ég er ekki í myndbandinu fyrir utan þegar ég er drepinn af þeim
Tribes: Ascend er nýji leikurinn og ég hef spilað hann slatta. Það er komið unlock system fyrir weapons í leiknum sem eru mun fleiri og fjölbreyttari en áður, góð grafík og svona. Get hiklaust mælt með þeim leik í LAN ef ykkur langar að spila frían FPS Leik. Hi-Rez er sama fyrirtæki og gerði SMITE leikinn (1st person MOBA) ef þið þekkið hann. Verður kannski erfitt fyrst að venjast svona leik en verður bara skemmtilegra fyrir vikið þegar þið lærið á hann
Hérna er svo myndbönd úr nýja leiknum. Eitthvað montage og svo gameplay trailer frá fyrirtækinu sjálfu.
Hægt að ná í leikinn, skrá sig hérna: http://www.hirezstudios.com/tribesascend/home" onclick="window.open(this.href);return false; - síðan eru þeir búnir að gefa leikinn út á steam eftir að hann kláraði Beta og kostar hann 39.9$ og færð þá alla classa, weapons og upgrades í staðinn fyrir að unlocka það one by one. Skiptir svosem ekki miklu máli þar sem þú lærir meira á leikinn með því að spila og unlocka dót
og svo adda mér í leiknum: Roflcopterr (hét Roflcopter í T:V og í T:A Beta en það var name cleanse og ég náði því ekki aftur)
1) CS 1.5 og 1.6 Maður eyddi alltof miklum tíma í þessu. Steam segir 853 hours played æææjj :/ haha
2) COD MW 2 af hörku en aðeins minna í MW3. Cod geðveikin er að deyja út núna rólega held ég eins og cs gerði
3) BF 3 og var að prófa númer 4 hann er magnaður !
Annars aðrir mjög góðir. Mass Effect 2 - 3, Metro 1 - 2, Nýji Tomb Raider, Far Cry 3