Í vandræðum með FX5600TD Drivers

Svara

Höfundur
Ofurlæðan
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 17. Ágú 2004 21:07
Staða: Ótengdur

Í vandræðum með FX5600TD Drivers

Póstur af Ofurlæðan »

Jæja, þá er ég búin að fá mér skjákort...er aðallega að spila Ghost Recon og GTA 3 og var með Geforce MX 32 mb sem var nú alveg merkilega gott en ekki nóg samt.

Nú er ég komin með frá Abit, Siluro GeForce 5600TD 256mb og virkar það þrælvel. Nema eftir ca. 5-10 mín. í leikjunum þá frýs allt í ca. 30 sek. og eftir það eru skemmdir í skjánum...svona línur og truflanir. Get samt spilað leikinn, bara erfiðara.

Er búin að prófa sjálfan Nvidia driverinn, driverinn frá Abit og svo Forceware nýjasta fyrir þetta kort í þessarri röð. Það breytir engu, þarf ég kannski að uninstalla driver til að setja nýjan inn?

Kannast einhver við þetta vandamál :?:

Ofurlæðan
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Myndi halda að þetta væri kælinginn.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Farðu í "Display Properties"->"Advanced" og "Troubleshoot"-flipan og prófaðu að slökkva á "Hardware Acceleration" (dregur það alveg til vinstri) og 'af-haka' "Enable write combining". Ef það virkar geturðu prófað að hækka "Hardware Acceleration" um eitt skref í einu og prófa hvort það virkar.

Svo má prófa að lækka DirectX og OpenGL performance eða breyta um refresh rate.

Hugsanlega er þetta kælingin, hugsanlega er þetta einhver orkuskortur, eða kannski bara gallað kort og þá er málið að skila því fyrst það er nýtt.

Höfundur
Ofurlæðan
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 17. Ágú 2004 21:07
Staða: Ótengdur

Póstur af Ofurlæðan »

Takk kærlega fyrir hjálpina, kortið er að öllum líkindum bilað, settum það í aðra tölvu og það gerist nákvæmlega sami hluturinn, settum meira að segja aukaviftu í vélina til að kæla betur.

Er komin með annað kort, ATI Radeon 7200 64mb sem ég átti en það er umræða í öðrum þræði :)
Svara