Android gagnrýni

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af appel »

nonesenze skrifaði:apple eru einföld tæki fyrir einfalt fólk og henta því mjög vel fyrir suma.

versta við apple að mínu mati er samt að þeir eiga eftir að patenta hvernig þú opnar hurðir á endanum
Mér finnst þetta alltaf jafn heimskuleg setning, "einfalt tæki fyrir einfalt fólk".

Þeir hjá Apple er greinilega búnir að útpæla alla hluti. Fullkomnun snýst ekki um hvað þú getur bætt við, heldur hvað þú getur fjarlægt. Þetta kemur algjörlega fram í samanburðinum á android og ios tækjum. Android er stútfullur af tilgangslausu user interface rugli, á meðan iOS er eins auðveldur í notkun og hurðahúnn.

Fullkomnun snýst um einföldun. Réttara væri að segja "Fullkomið tæki fyrir fullkomið fólk".

Android veit ekki hvað það vill vera. Ég get framkallað svona 50 mismunandi viðmót í þessu Sony Xperia dóti án þess að fara í eitt forrit. Maður verður alveg lost í þessu. Þetta er ekki einsog hurðahúnn í notkun, þetta er miklu frekar einsog geimstjórnarmiðstöð. "Ófullkomið tæki fyrir ófullkomið fólk" dettur mér í hug.

Kannski er þetta persónulegur preference, eða kannski sjá sumir þessa hluti betur. Fagurfræðin er skrýtin þannig.
*-*

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af hkr »

appel skrifaði:
nonesenze skrifaði:apple eru einföld tæki fyrir einfalt fólk og henta því mjög vel fyrir suma.

versta við apple að mínu mati er samt að þeir eiga eftir að patenta hvernig þú opnar hurðir á endanum
Mér finnst þetta alltaf jafn heimskuleg setning, "einfalt tæki fyrir einfalt fólk".

Þeir hjá Apple er greinilega búnir að útpæla alla hluti. Fullkomnun snýst ekki um hvað þú getur bætt við, heldur hvað þú getur fjarlægt. Þetta kemur algjörlega fram í samanburðinum á android og ios tækjum. Android er stútfullur af tilgangslausu user interface rugli, á meðan iOS er eins auðveldur í notkun og hurðahúnn.

Fullkomnun snýst um einföldun. Réttara væri að segja "Fullkomið tæki fyrir fullkomið fólk".

Android veit ekki hvað það vill vera. Ég get framkallað svona 50 mismunandi viðmót í þessu Sony Xperia dóti án þess að fara í eitt forrit. Maður verður alveg lost í þessu. Þetta er ekki einsog hurðahúnn í notkun, þetta er miklu frekar einsog geimstjórnarmiðstöð. "Ófullkomið tæki fyrir ófullkomið fólk" dettur mér í hug.

Kannski er þetta persónulegur preference, eða kannski sjá sumir þessa hluti betur. Fagurfræðin er skrýtin þannig.
Einfalt fólk vill einfalda hluti? :happy
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af AntiTrust »

Ég skil þetta minímalíska approach algjörlega, og það heillar mig persónulega mikið. Bara ekki alveg nóg, en seinna meir, þegar hugurinn er upptekinn við e-ð allt annað en fikt í basic tækjum eins og símum og þ.h. kýs maður örugglega á endanum e-ð sem er eins einfalt og það er fallegt.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af KermitTheFrog »

appel skrifaði:Fullkomnun snýst um einföldun. Réttara væri að segja "Fullkomið tæki fyrir fullkomið fólk".
Fullkomnun í þínum skilningi er greinilega ekki sú sama og í mínum skilningi. Ég vil geta stillt og breytt eftir minni hentisemi.

Það er ekki hægt að segja "Android er betra" eða "iOS er betra". Það er persónulegt preference. Hvað hentar best.

Apple leggja mikið upp úr því að hafa kerfið sitt stílhreint, einfalt og easy-to-use. Það er alveg ástæða fyrir því að þessar vörur eru jafn vinsælar og þær eru. Þær eru premium, vel hannaðar og, enn og aftur, easy-to-use. Það höfðar til lang flestra sem eru að skoða sér síma/spjaldtölvu/fartölvu eða hvað sem það er. Einfalt og virkar.

Apple framleiða gæðatæki, það verður ekki tekið frá þeim og það hef ég alltaf sagt. En kerfin þeirra höfða ekki til mín sem notanda. En það er allt í lagi.
Last edited by KermitTheFrog on Mið 13. Nóv 2013 23:32, edited 1 time in total.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af Xovius »

Svo er það algjörlega ósanngjarnt að segja "Android vita ekkert hvað þeir vilja". Android kemur þessu ekkert við, það er hver framleiðandi sem notar Android. Svo segirðu "Ég get framkallað svona 50 mismunandi viðmót í þessu Sony Xperia dóti án þess að fara í eitt forrit." eins og það að hafa val sé stór galli :S

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af nonesenze »

já sæll, apple admin abuser!!!!!!!
settu postinn minn aftur inn!
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af nonesenze »

KermitTheFrog skrifaði:
appel skrifaði:
nonesenze skrifaði:Fullkomnun snýst um einföldun. Réttara væri að segja "Fullkomið tæki fyrir fullkomið fólk".
Fullkomnun í þínum skilningi er greinilega ekki sú sama og í mínum skilningi. Ég vil geta stillt og breytt eftir minni hentisemi.

Það er ekki hægt að segja "Android er betra" eða "iOS er betra". Það er persónulegt preference. Hvað hentar best.

Apple leggja mikið upp úr því að hafa kerfið sitt stílhreint, einfalt og easy-to-use. Það er alveg ástæða fyrir því að þessar vörur eru jafn vinsælar og þær eru. Þær eru premium, vel hannaðar og, enn og aftur, easy-to-use. Það höfðar til lang flestra sem eru að skoða sér síma/spjaldtölvu/fartölvu eða hvað sem það er. Einfalt og virkar.

Apple framleiða gæðatæki, það verður ekki tekið frá þeim og það hef ég alltaf sagt. En kerfin þeirra höfða ekki til mín sem notanda. En það er allt í lagi.


hvar skrifaði ÉG þetta?
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af audiophile »

Apple er drasl. Bara mín persónulega skoðun.

:face
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af rapport »

Kermit með quote fail... sýnist mér...

En þetta er borðliggjandi...

Android hríga af tækjum er mismunandi því að Android er að þróast.

Apple tæki í hrúgu eru nær öll eins því að þau eru ekki að þróast.


Hvað heldur þú svo að muni lifa lengur?
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af appel »

Hverjir hérna hafa virkilega borið saman öll þessi tæki side-by-side og eytt í það mörgum mánuðum? Það er eitt að hafa prófað öll þessi tæki, svo er annað að bera þau saman hlið við hlið og reyna sjá sama hlutinn í þeim báðum, hvort sem það er mynd eða forrit.

Allavega, ég er búinn að segja allt sem ég ætlaði að segja. Annaðhvort eru menn bara ósammála, skilja mig, eða eru sammála mér. Það er ekkert rétt í þessu.
*-*

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af nonesenze »

hvert fór pósturinn minn, eru engar reglur fyrir admina hérna?
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af upg8 »

4 af hverjum 5 snjallsímum keyra Android :-"
http://blogs.strategyanalytics.com/WSS/ ... -2013.aspx

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af KermitTheFrog »

nonesenze skrifaði:hvar skrifaði ÉG þetta?
Smá klúður, búinn að laga.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af Pandemic »

Ég á Android síma og er að smíða hugbúnað fyrir Android síma og ég er alveg 100% sammála þér hvað varðar hugbúnaðarþróun á Android. Ég er að skrifa vefsíður sem þurfa að virka á Android og þar á meðal fyrir stock android browserinn og það liggur við að hann sé verri en Internet Explorer 6 þegar kemur að standards compliancy, það eru allskonar issues hér og þar sem poppa upp á meðan allt virðist virka frekar smooth þegar kemur að IOS.
Hinsvegar get ég ekki verið sammála þér með að öll þessi tæki séu drasl, sjáum t.d Nexus símana, HTC one og LG G2 sem eru allt frábærir símar. Skjárinn á t.d LG G2 skilur Iphone 5S skjáinn eftir í rykinu.

Annað sem ég er sammála þér með er þessi endalausa óþolandi þörf símaframleiðenda að setja eitthvað helvítis rusl UI addon ofan á Android UI, vanilla Android er einfaldlega fullkomnun og allt aukalega ætti bara að koma sem forrit sem hægt er að henda út.

Úr einu í annað. Ég fór svona að velta þessu fyrir mér eins og með fartölvurnar. Ég skoðaði fartölvur í langan tíma núna í sumar og komst einfaldlega að því að það er akkurat ekki einn einasti tilgangur í því að kaupa sér Windows fartölvu í dag. Allar vélarnar sem er eitthvað varið í eru farnar að kosta 210 þúsund hvort sem er og þegar þú getur valið um betri specca,betra build quality, betra support og auðveldari kaup VS plast, lélegt build quality, lélegt support þá eru kostir þess að kaupa Apple fartölvu í dag augljósir.

Apple er greinilega að gera margt rétt í dag og aðrir framleiðendur virðast vera með buxurnar niðrum sig.
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af MatroX »

guð minn góður appel þú ert stjórnandi og actaðu þannig, hvert fór pósturinn sem hann skrifaði?

en ég ætla vera sammála þér nonesenze, apple settur allar sínar vörur upp fyrir einfalt fólk, fólk sem vill hafa allt eins og það var þegar það keypti hlutin 10 árum seinna,
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af appel »

Pandemic skrifaði:Ég á Android síma og er að smíða hugbúnað fyrir Android síma og ég er alveg 100% sammála þér hvað varðar hugbúnaðarþróun á Android. Ég er að skrifa vefsíður sem þurfa að virka á Android og þar á meðal fyrir stock android browserinn og það liggur við að hann sé verri en Internet Explorer 6 þegar kemur að standards compliancy, það eru allskonar issues hér og þar sem poppa upp á meðan allt virðist virka frekar smooth þegar kemur að IOS.
Hinsvegar get ég ekki verið sammála þér með að öll þessi tæki séu drasl, sjáum t.d Nexus símana, HTC one og LG G2 sem eru allt frábærir símar. Skjárinn á t.d LG G2 skilur Iphone 5S skjáinn eftir í rykinu.

Annað sem ég er sammála þér með er þessi endalausa óþolandi þörf símaframleiðenda að setja eitthvað helvítis rusl UI addon ofan á Android UI, vanilla Android er einfaldlega fullkomnun og allt aukalega ætti bara að koma sem forrit sem hægt er að henda út.

Úr einu í annað. Ég fór svona að velta þessu fyrir mér eins og með fartölvurnar. Ég skoðaði fartölvur í langan tíma núna í sumar og komst einfaldlega að því að það er akkurat ekki einn einasti tilgangur í því að kaupa sér Windows fartölvu í dag. Allar vélarnar sem er eitthvað varið í eru farnar að kosta 210 þúsund hvort sem er og þegar þú getur valið um betri specca,betra build quality, betra support og auðveldari kaup VS plast, lélegt build quality, lélegt support þá eru kostir þess að kaupa Apple fartölvu í dag augljósir.

Apple er greinilega að gera margt rétt í dag og aðrir framleiðendur virðast vera með buxurnar niðrum sig.
Ég sá ansi flott vídjó af kauða að nota Surface (pro 2) sem fartölvu, og tengdi m.a. í sjónvarp og desktop skjá, væntanlega með einhverskonar docking station. Þessi Surface virðist vera nægilega öflugur sem desktop vél. Man ekki hvar ég sá þetta. Hver veit nema það sé framtíðin í PC. :) Ég held að Windows gæti stækkað markaðshlutdeild sína mikið á næstunni, þ.e. ef þeir reyna að gera gæðatæki.

En hvað skjáina varðar, þá tek ég eftir einu í skjáunum á nýjum android-tækjum og það er hve dimmir þeir eru. Það er ekki það að svarti liturinn er svartur, heldur að dökkir litur eru svartir. Bjartir litir verða líka hvítir, kúrvan er bara einsog S. Ég hef ekki skoðað LG G2, kíki kannski á hann á morgun. Svo eru litirnir bjagaðir á Sony Xperia Tablet Z, grár litur fær dökkbláan ljóma! Kannski gallað eintak.

Munurinn á Apple og þessum framleiðendum er sá að Apple myndi aldrei láta frá sér tæki sem birtir ranga liti, Steve Jobs myndi snúa sér við í gröfinni. En kannski er þessi munur of lítill til að skipta máli fyrir massann, og þessvegna er android með svona stóra markaðshlutdeild :\

En mér finnst skrítið að verðmunur á þessum tækjum sé ekki meiri en hann er. Þau android tæki sem eru sett til höfuðs Apple, og kosta svipað, standast engan veginn alvöru samanburð.


Versta er að Google skuli ekki hafa meiri tök á android kerfinu en þetta. Það er rosalega fragmentað milli allra þessa tækjaframleiðenda.
*-*
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af appel »

MatroX skrifaði:guð minn góður appel þú ert stjórnandi og actaðu þannig, hvert fór pósturinn sem hann skrifaði?
Ég hef engum pósti eytt eða breytt. Hann hefur líklegast gert einhver mistök án þess að átta sig á því. Um að gera að pósta bara aftur.
*-*
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af upg8 »

Apple notar IPS LCD skjái en flestir samkeppnisaðilar nota AMOLED skjái. AMOLED eru almennt með betra contrast, meðal annars vegna þess að þeir geta slökkt á hverjum pixel fyrir sig, það hefur þann kost að vera orkusparandi samanborið við bakljós á LCD sem ná yfirleitt yfir allan skjáinn.

Litirnir eru orðnir mjög góðir á AMOLED en þar hefur LCD naumlega yfirhöndina.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af audiophile »

upg8 skrifaði:Apple notar IPS LCD skjái en flestir samkeppnisaðilar nota AMOLED skjái. AMOLED eru almennt með betra contrast, meðal annars vegna þess að þeir geta slökkt á hverjum pixel fyrir sig, það hefur þann kost að vera orkusparandi samanborið við bakljós á LCD sem ná yfirleitt yfir allan skjáinn.

Litirnir eru orðnir mjög góðir á AMOLED en þar hefur LCD naumlega yfirhöndina.
Það er reyndar aðallega Samsung sem nota AMOLED, hinir flestir nota LCD. En Samsung er stærsta samkeppni Apple þannig að þú hefur líka rétt fyrir þér.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af Hrotti »

djöfull lýst mér vel á þennann þráð, loksins eru einhverjir að bera þetta saman og ég er viss um að sanngjörn og hlutlaus niðurstaða fæst fljótlega.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af Swooper »

Ég var að pæla í einu með þennan þráð... nú er hægt að segja að þetta spjallborð sé fyrst og fremst Android spjallborð. Jú, það koma inn á milli spurningar um iOS og einstaka meðlimur er hrifnari af því en Android, en svona að megninu til þá er fólkið sem hangir hérna Android fólk frekar en iOS.

Er í lagi að stjórnandi á slíku spjallborði stofni þráð sem virðist ekki ætlaður til neins annars en að hrauna yfir Android? Hvað gekk þessum stjórnanda til með þessum þræði? Ég get ekki betur séð en að það hafi frá upphafi verið augljóst að þetta myndi ekki leiða til neins annars en algjörlega óþarfa rifrilda. Ég nenni ekki að finna reglurnar fyrir Vaktina, en á flestum ef ekki öllum spjallborðum sem ég hef stundað í gegnum árin hafa verið regluklausur um að það sé stranglega bannað að stofna til "flame wars"... og ég held að á flestum af þeim myndi þessi þráður vera skýrt brot.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af Stutturdreki »

Nei nei, þetta er fínn þráður og góð pæling. Fólk á bara mis erfitt með að halda sig frá dv-kommentakerfis-gírnum.

Svo er þetta líka alveg rétt hjá honum.

Apple framleiðir Apple vörurnar, hannaði Apple stýrikerfið og setur Apple reglurnar. Apple er mjög þægilegur kassi til að gera allt það sem það var hannað til að gera. Apple er (eða amk. var) heldur ekki að keppast við að hafa framleiðsluna sína sem ódýrasta.

Android er hinsvegar bara stýrikerfi. Það er hannað til að keyra á allskonar. Það er bíður upp á allskonar breytingar. Það eru margir að framleiða marga mismunandi hluti sem android keyrir á og eru í samkeppni sín á milli um lægsta verð til neytanda. Því fylgja allskonar vandamál en það hefur hinsvegar allskonar kosti.

Þetta sýnst bara um, eins og svo oft áður, að taka upplýsta ákvörðun og velja sér verkfæri við hæfi.

sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af sigurdur »

mundivalur skrifaði:Mín android spjaldtölva kostaði bara 30þ. :)

OS: Android 4.2.2
CPU: AllWinner A31 Quad Core
GPU: Power VR SGX544MP2 8 Core 1MB L2 Cache
RAM 2GB,DDR3
Storage 16GB
Shell Material Aluminum shell
Screen: Capacitive Touchscreen, 2048*1536 High-resolution Screen
Size: 9.7 inch
Resolution: 2048*1536 IPS
Screen PPI:264
Gravity Sensor: Yes
Visible Angle: 179°
Display: Retina IPS
Hvaða tegund er þetta og hvar fékkstu hana?
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af gRIMwORLD »

Tek undir með að þessi þráður er ekkert annað en flame gegn Android þar sem þráðarhöfundur telur upp atriðið við Android sem honum finnst vera böggandi en í flestum tilvikum er hægt að skipta og breyta.
  • Viðmót - Háð útgáfu stýrikerfis og Launcher, í flestum tilvikum hægt að uppfæra og breyta.
  • Lyklaborð - Apple, settu upp sama lyklaborðið á öllum tækjunum og málið er dautt.
  • Softkey takkar - Rootaðu tækin og settu upp stýrikerfi með betra viðmóti
  • Launchers - Stock launchers frá framleiðendum eru stundum verri en allt. Mæli með Apex, Nova ofl.
  • Extra customization
- Með rootaðan síma geturu m.a. breytt dpi stillingum á skjánum, notað fleiri gestures, breytt cpu/gpu stillingum ofl og stillt tækið eftir þínu höfði.

Ólíkt Apple tækjum þá er er Android með "Sky´s the limit" takmörkun á breytingum á stýrikerfinu og viðmóti. forum.xda-developers.com er gott dæmi um það.

Skoðið bara listann yfir fjölda tækja sem gefinn hafa verið út með Android vs fjölda tækja sem Apple hafa gefið út. Sýnið mér svo Android síma sem kostar 179.900 nýr og sjáum hvort build quality sé á par eða betra en iPhone.
Meira að segja "ódýri" iPhone síminn er dýr í samanburði við venjulegan/high end Android síma.

Apple: þú ert "Apple" fanboy to the core og hendir fram þræði sem heitir "Android gagnrýni". Þetta var engin gagnrýni hjá þér heldur þröngsýn athugasemd á þínum annmörkun til að hugsa út fyrir boxið með Android tækin þín.

p.s. ég er Android FTW og þó mér finnist Apple tækin flott og kúl þá get ég ekki hugsað mér að festa mig í Apple hagkerfinu með öllum þeim takmörkunum sem því fylgir.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Android gagnrýni

Póstur af dori »

Það er samt alveg góður punktur að þó svo að þessir hlutir séu breytanlegir þá er stock útgáfan það sem appel þarf að skoða þegar hann er að prófa vöruna sem þeir eru að þróa á þessum tækjum.

Þú getur ekki boðið upp á einhverja vöru og sagt að notandinn þurfi að hafa option X, Y og K uppsett annars lúkki þetta illa eða virki ekki rétt.
Svara