ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Er með til sölu rúmlega árs gamla Asus Zenbook Prime UX31A 13" ultrabook. Tölvan er keypt í lok ágúst 2012 hjá Tölvutek og er í ábyrgð þar.
Þetta er massíf græja. Búin að standa sig algerlega síðasta ár. Örþunn tölva með i5 örgjörva, baklýstu lyklaborði og gullfallegum 1080p S-IPS skjá.
- Intel Core i5 3317U Ivy Bridge CPU með 4xHT @1.7GHz (2.6GHz turbo)
- 4GB DDR3 1600MHz RAM
- 128GB SSD diskur
- Intel HD4000 skjástýring
- 13.3" 1920x1080 S-IPS Full HD skjár
- Baklýst lyklaborð (US layout)
- Aðeins 1.3 kg
- Windows 8 Pro leyfi kemur með vélinni (Windows 8.1 uppsett).
Á græjunni eru tvö USB 3, SD slot, micro-HDMI, mini-VGA og headphone/mic combo.
Með fylgja upprunalegar umbúðir, flott Asus sleeve undir töskuna, hleðslutæki, mini-VGA í VGA millistykki og USB 3 í gigabit LAN millistykki (í Asus pjötlu sem fylgdi með). Tölvan hefur alltaf verið í sleeve og sér því nær ekkert á henni. Hendi inn myndum seinna í kvöld.
Er soddan kálfur í þessu, en mig langar að vita hvað þetta "bump" merkir á svona vefsíðu, nennir einhver að skýra það fyrir mér einnig hvernig menn nota "upp" hef nefnilega séð menn nota upp þegar þeir eru að auglýsa eftir einhverju
Uralnanok skrifaði:Er soddan kálfur í þessu, en mig langar að vita hvað þetta "bump" merkir á svona vefsíðu, nennir einhver að skýra það fyrir mér einnig hvernig menn nota "upp" hef nefnilega séð menn nota upp þegar þeir eru að auglýsa eftir einhverju
Afsakið off-topic en þetta virkar bara þannig að í hvert skipti sem að einhver skilur eftir ummæli á þræði þá fer hann efst á listann á forsíðunni, fólk er í rauninni að passa að þráðurinn komist á framfæri í stað þess að færast neðar og neðar svo að fólk þurfi ekki að leita að honum.