Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
4beez
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 18:01
Staða: Ótengdur

Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af 4beez »

Daginn vaktarar.

Langar að forvitnast um hvort það sé til einhver aðili sem getur lesið af 3.5 og 5.25 tommu diskettum, og eða öðrum gömlum miðlum eins og segulböndum? Væri þá fyrir fyritæki en ekki mig sjálfan. Spá í hvort ég þurfi að koma mér upp svona búnaði sjálfur, erum með nokkra kassa af svona dóti hérna.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af Stutturdreki »

Það er orðið mjög langt síðan ég sá 5.25" drif einhverstaðar, kannski einhver safnari sem á svoleiðis til.

Annars myndi ég ekki vera neitt sérstaklega bjartsýnn á að þessir miðlar séu í lagi en þá, amk. disketturnar.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af upg8 »

Við kjöraðstæður áttu floppy diskar að endast í 50ár í rafsegulvörðum hylkjum og við rétt hita og rakastig en gögn hafa verið að glatast á skemmri tíma en 20 árum við kjöraðstæður. Annars er 3-5 ára ending algeng við eðlilega notkun en það er svo margt sem getur spilað inní, eina leiðin til að vera viss er að prófa.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af Stutturdreki »

Það eru komin alveg þónokkur ár síðan ég prófaði síðast að tengja drifið sem ég átti (3.5") og þá reyndist meirihluti diskanna sem ég átti ónýtir eða gögnin á þeim voru skemmd. Diskar sem ég safnaði svona 1990-2000 eða svo.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af upg8 »

Hér er ágætis samantekt á því sem þú getur gert, meðal annars hvað þú getur gert ef diskarnir virðast ólæsilegir
http://www.nypl.org/blog/2012/07/23/dig ... al-history

Stutturdreki er möguleiki að diskarnir sem þú geymdir hafi verið nálægt hátölurum eða eitthverju sem gefur frá sér segulmengun? Fengið að standa í glugga og sól skinið á þá?

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af Stutturdreki »

upg8 skrifaði:Stutturdreki er möguleiki að diskarnir sem þú geymdir hafi verið nálægt hátölurum eða eitthverju sem gefur frá sér segulmengun? Fengið að standa í glugga og sól skinið á þá?
Nei, ólíklegt. Voru í kassa niðri í geymslu í fleirri ár. En auðvitað ekki í einhverju lofttæmdu blýboxi við kjörhitastig.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af tdog »

Ég á slatta af floppydiskum sem geyma forrit á gamla Macintosh, þeir eru allir um 20 ára og ennþá í fullu fjöri.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
4beez
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 18:01
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af 4beez »

Stutturdreki skrifaði:Það er orðið mjög langt síðan ég sá 5.25" drif einhverstaðar, kannski einhver safnari sem á svoleiðis til.

Annars myndi ég ekki vera neitt sérstaklega bjartsýnn á að þessir miðlar séu í lagi en þá, amk. disketturnar.
Nei það er auðvitað möguleiki að þetta sé skemmt, svo er líka spurning með hvort að maður hafi aðgang að forritum sem geta lesið úr gögnum.
upg8 skrifaði:Hér er ágætis samantekt á því sem þú getur gert, meðal annars hvað þú getur gert ef diskarnir virðast ólæsilegir
http://www.nypl.org/blog/2012/07/23/dig ... al-history
Takk fyrir þessa ábendingu, skoða þetta ef ég enda með að redda þessu sjálfur.
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af Stuffz »

máski ebay
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Aflestur af diskettum og öðrum gömlum miðlum

Póstur af Gislinn »

Ég keypti 5.25" floppy drif hér á vaktinni í sumar. :happy

Annars þá er ég með fjögur tape drif, 5.25" floppy og 3.5" floppy í vinnunni sem er í 100% working condition (ég gerði upp tape-drifinn sjálfur þar sem þau voru hætt að virka), því miður er ekkert af þessu til sölu. Eina sem vantar til að geta lesið allt sem mig vantar að lesa er DAT stöð til að lesa 4mm DAT-tape (60 m) (ef einhver á svoleiðis græju þá er ég til í að skoða kaup á græjunni fyrir sanngjarnt verð).

Hver konar tape þarftu að geta lesið? Hvað er þetta mikið magn?
common sense is not so common.
Svara