Lokun.is
Lokun.is
Jæja, núna er ég kominn með nóg af Vodafone og sjálfkrafa hækkunum á niðurhalsmagni, erum 3 á heimili og notum netið mjög mikið, erum að pæla að fara í 250gb leiðina hjá þeim, en fór svo að pæla í lokun.is.
Ég var í Betunni hjá þeim og það var frekar vonlaust þá, stundum og stundum ekki sem innanlands tenging virkaði, og stundum alls enginn tenginn. Er einhver hérna að nota þetta daglega? Hvernig er þetta að reynast fólki ?
Eru þeir sem hafa notað þetta að verða varir við hraðabreytingar á tengingu á álagstímum. Í betunni fór t.d hraðinn stundum niður í 4-7MB/s úr 50MB/s
Ég var í Betunni hjá þeim og það var frekar vonlaust þá, stundum og stundum ekki sem innanlands tenging virkaði, og stundum alls enginn tenginn. Er einhver hérna að nota þetta daglega? Hvernig er þetta að reynast fólki ?
Eru þeir sem hafa notað þetta að verða varir við hraðabreytingar á tengingu á álagstímum. Í betunni fór t.d hraðinn stundum niður í 4-7MB/s úr 50MB/s
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Re: Lokun.is
Ég notaði lokun (beta) í smá stund en fanns VPN hjá Netsamskiptum virka betur, betri tenging, lokun.is átti til með að detta út hjá mér.
http://www.netsamskipti.is/hysingar/vpn-tengingar/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.netsamskipti.is/hysingar/vpn-tengingar/" onclick="window.open(this.href);return false;
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Ég hef bara prófað HideMyAss ProVPN sem eru með punkt sem er innanlands og það virkar allavega mjög vel http://hidemyass.com" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Lokun.is
x2, mjög þæginlegt að hafa líka möguleika á að hafa þjóna um allan heim, sérstaklega USA.depill skrifaði:Ég hef bara prófað HideMyAss ProVPN sem eru með punkt sem er innanlands og það virkar allavega mjög vel http://hidemyass.com" onclick="window.open(this.href);return false;
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 279
- Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Hæ, ég rek Lokun.is.Baldurmar skrifaði:Eru þeir sem hafa notað þetta að verða varir við hraðabreytingar á tengingu á álagstímum. Í betunni fór t.d hraðinn stundum niður í 4-7MB/s úr 50MB/s
Mér finnst mjög hæpið að þú hafir náð 50MB/s þar sem að 100mbit tenging er 11MB/s. En ég get ekki garanterað þér fullum hraða (stendur líka í FAQ), en ég er að keyra í dag 11 vpn nóður á 1gbps samböndum. Ef þú varst með í byrjun betunar þá voru vélarnar mikið færri og notendur ennþá fleiri. Það var nefninlega erfitt að reka fullt af netþjónum og gefa þjónustuna frítt.
Eftir að betuni lauk hef ég ekki heyrt neinn kvarta undan hraða (en ef einhver finnst það vara ábótavant með hraðan, endilega láta mig vita. Reynum allt sem hægt er til þess að þið haldið sem mestum hraða).
Eitt sem vert er að benda á er að Netsamskipti [1] hafa kennitöluna þína og contact upplýsingar. Lokun er hinsvegar privacy þjónusta. Ekkert er loggað, og ég hef ekki einu sinni tölvupóstin þinn nema þú valdir að gefa mér hann.
[1]: Ég hélt því fram að Netsamskipti logga traffík á sínu VPN því ég hélt það færi eftir fjarskiptalögum. En eftir að hafa talað við eiganda (?) Netsamskipta þá var útskýrt fyrir mér að það nær ekki yfir VPN tenginguna þeirra, sem eru góðar fréttir. Ég er ekki með neinn móral út í samkeppnisaðila Lokunar.
Last edited by benediktkr on Fim 31. Okt 2013 14:35, edited 1 time in total.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 279
- Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Rétt er að taka fram að þá var Lokun.is að gefa sína þjónustu frítt og við höfðum ekkert fjármagn inn. Það bókstaflega flykktist til okkar fullt af fólki. Nú í dag þegar við erum að fá inn peninga lýtur málið öðruvísi út og við getum stækkað eftir þörfum.mjámjá skrifaði:Ég notaði lokun (beta) í smá stund en fanns VPN hjá Netsamskiptum virka betur, betri tenging, lokun.is átti til með að detta út hjá mér.
Last edited by benediktkr on Fim 31. Okt 2013 14:06, edited 1 time in total.
Re: Lokun.is
Ég er búinn að vera að nota lokun frá því í betunni og ég hef ekki verið að lenda í vandamálum með þjónustuna eftir að hún kom úr betu.
Ég er að nota lokun bæði á Windows og Linux. Hraðinn er mjög fínn, er að ná um 5MB/sek með ljósnets tenginu og oft meira.
Ég er að nota lokun bæði á Windows og Linux. Hraðinn er mjög fínn, er að ná um 5MB/sek með ljósnets tenginu og oft meira.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1784
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Benedikt: Hættu þessu bulli með að Netsamskipti séu að logga allt sem notandinn gerir, það er einfaldlega ekki rétt.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 279
- Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Sæll Emil.emmi skrifaði:Benedikt: Hættu þessu bulli með að Netsamskipti séu að logga allt sem notandinn gerir, það er einfaldlega ekki rétt.
Ég var að tala við Brynjar (Netsamskipti) og hann var að útskýra fyrir mér málið. Netsamskipti fylgjast semsagt ekki með umferð á sínu VPN, en eru bundir fjarskiptalögum hvað varðar þjónustur sem þeir hýsa sjálfir. Misskilingurinn stafaði af því sem þú hafðir sagt hérna að openvpn.is færi eftir lögum um fjarskiptafyrirtæki. Þú sagðir líka að Openvpn.is loggaði ekki hvað notendur gerðu, en ég taldi það vera í þversögn við það að þið farið eftir fjarskiptalögum. Núna veit ég betur og hef leiðrétt postinn fyrir ofan líka.
En lögin um fjarskiptafyrirtæki er að finna hérna: http://www.althingi.is/lagas/140b/2003081.html" onclick="window.open(this.href);return false; og hafa m.a. þetta að segja:
42. gr. 3 mgr. segir:
Þessi lög eru afskaplega súr og skrýtin. Mæli með fyrir áhugasama að lesa 42. gr. í heild sinni. Þau eru eitthvað sem þarf að breytast ef/þegar IMMI verður að veruleika.[Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki, í þágu rannsókna [sakamála]1) og almannaöryggis, varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda. Fjarskiptafyrirtæki skal tryggja vörslu framangreindra gagna og er óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi í samræmi við ákvæði 3.
Viðbót: Þessi lög ná semsagt yfir internetþjónustuveitur á Íslandi, s.s. Síminn, Vodafone, Hringdu osfrv. Þannig ef þú villt ekki vera loggaður samkvæmt þessum lögum geturðu t.d. notaði Tor eða keypt VPN, annaðhvort hjá Lokun.is eða Netsamskiptum. (Eða erlendis frá, en þá tikkar erlenda gagnamagnið)
Last edited by benediktkr on Fim 31. Okt 2013 14:59, edited 2 times in total.
Re: Lokun.is
Hef verið að nota https://www.privateinternetaccess.com/" onclick="window.open(this.href);return false; fyrir mínar VPN þarfir, 33$ á ári, engir loggar og fínn hraði.
PS4
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 349
- Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
En þetta er erlent. Sem er auðvitað tilvalið fyrir þá sem vilja meira gagnamagn eins og þráðarhöfundur vill. Ekki rétt ?blitz skrifaði:Hef verið að nota https://www.privateinternetaccess.com/" onclick="window.open(this.href);return false; fyrir mínar VPN þarfir, 33$ á ári, engir loggar og fínn hraði.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 279
- Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Þá ertu að borga erlent niðurhal fyrir alla umferð sem fer yfir VPNið (nema að privateinternetaccess.com hafi servera á íslandi, ég þekki það ekki neitt). En það eru fleiri ástæður til að nota VPN en að fá meira gagnamagn til að nota.
Re: Lokun.is
Takk fyrir góð svör ! Ég var að sjálfsögðu að rugla með stóra og litla stafi þarna Benedikt
Ég kem án efa með að prófa þetta hjá lokun.
Og já ég er mest að hugsa þetta til að draga úr gagnamagni, þó það sé að sjálfsögðu gott að vita að það þarf dómsúrskurð til að sjá hvað ég var að gera á netinu
Ég kem án efa með að prófa þetta hjá lokun.
Og já ég er mest að hugsa þetta til að draga úr gagnamagni, þó það sé að sjálfsögðu gott að vita að það þarf dómsúrskurð til að sjá hvað ég var að gera á netinu
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 279
- Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun.is
Jafnvel þó það kæmi einhver með dómsúrskur til Lokunar, höfum við engin gögn til að sýna, vegna þess að við söfnum þeim ekki til að byrja með. Við tökum þett privacy mjög alvarlega.Baldurmar skrifaði:Og já ég er mest að hugsa þetta til að draga úr gagnamagni, þó það sé að sjálfsögðu gott að vita að það þarf dómsúrskurð til að sjá hvað ég var að gera á netinu
Af heimasíðuni okkar:
Hvaða notendaupplýsingar geymið þið?
Við geymum notendanafnið þitt, dulritað lykilorð, hversu langt er liðið af áskriftartímabilinu þínu, efstirstöðvar af inneign (áskriftin er fyrirframgreidd).
Þessar upplýsingar eru allar tengdar notendanafni engöngu, geymdar dulritaðar og verða ekki afhentar undir neinum kringumstæðum án dómsúrskurðar.