Ég er með XBMC setup í stofunni hjá mér og hef það bara basic, movies library og shows library sem er náttúrulega bara fínnt og ekkert um það að segja svosem.
En þegar börnin vilja horfa inn í stofu að þá hef ég bara opnað fyrir þau barnaefnið í "files" og það er orðið pínu þreytt, sérstaklega ef maður er latur fram úr rúminu um helgar. Elsta stelpan er 5 ára og orðin nokkuð sleip í að skipta um mynd og svona en getur sammt ekki fundið "files" flipan og svona. Hef prófað að búa bara til spes profile fyrir barnaefnið en það er of flókið fyrir hana að skipta á milli og svona en hún gæti mögulega komist í spes library út frá main menu.
Það eru nátturulega til fullt af lausnum og leiðbeiningum á netinu fyrir þetta en þær eru margar soldið flóknar, þar sem þarf að kukkla í kóðanum og eitthvað ruggl, og ekki allar alveg það sem ég er að leita að.
Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort einhver hérna hafi gegnið í gegnum eitthvað svipað eins og ég og hvernig þið leystu það
Það má einnig geta þess að barnaefnið sem ég á er ekki mjög vel flokkað ennþá (hef ekki ennþá nennt að flokka það), það er að segja, teiknimyndir bæði á ensku og íslensku og svo hinir og þessir þættir og allskonar
Barnaefni í XBMC
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Sun 15. Nóv 2009 00:11
- Staða: Ótengdur
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Barnaefni í XBMC
ég nota confluence mod skinn og bjó til flipa á main menu sem að fer yfir á barnaefnis prófíl. Það var tiltölulega einfalt.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Barnaefni í XBMC
Ég hef leyst þetta með því að hafa allt barnaefni í sér folderum og búa svo til smart playlist.
Ég geri þetta bæði fyrir barnamyndir og líka fyrir barnaþætti eins og tomma og jenna, baby einstein og þess háttar stuff.
Ef þú ert að nota Aeon nox skinnið þá er mjög lítið mál að gera þeta og búa svo bara til custom home menu.
Nú veit ég ekki hversu mikla þekkingu þú hefur á xbmc en ef þú vilt frekari upplýsingar þá er bara um að gera að spyrja.
Ég geri þetta bæði fyrir barnamyndir og líka fyrir barnaþætti eins og tomma og jenna, baby einstein og þess háttar stuff.
Ef þú ert að nota Aeon nox skinnið þá er mjög lítið mál að gera þeta og búa svo bara til custom home menu.
Nú veit ég ekki hversu mikla þekkingu þú hefur á xbmc en ef þú vilt frekari upplýsingar þá er bara um að gera að spyrja.
Re: Barnaefni í XBMC
Svo er flott að hafa skráarlistann í thumbnail view-i. Setur svo folder.jpg mynd inn í hvern folder og þá birtir XBMC þá mynd á foldernum. Auðveldar börnunum að velja réttu folderana, sérstaklega ef þau eru ekki læs ;-)
Re: Barnaefni í XBMC
Ég er með AEON NOX skinnið og bjó bara til nýjan valmöguleika á heimaskjánum sem heitir "barnaefni".
Stelpan mín sem er 5ára nær að browsa hann , þegar hún fer yfir myndirnar kemur screen úr myndinni h/m sem hún getur leitað eftir ef hún nær ekki að finna upphafsstafinn myndin/þátturinn sem henni langar að horfa á.
Stelpan mín sem er 5ára nær að browsa hann , þegar hún fer yfir myndirnar kemur screen úr myndinni h/m sem hún getur leitað eftir ef hún nær ekki að finna upphafsstafinn myndin/þátturinn sem henni langar að horfa á.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1629
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Staða: Ótengdur
Re: Barnaefni í XBMC
Ég setti upp eitthvað XMBC remote á heimilis ipaddinn, mjög auðvelt í notkun.spankmaster skrifaði:Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort einhver hérna hafi gegnið í gegnum eitthvað svipað eins og ég og hvernig þið leystu það
Re: Barnaefni í XBMC
ég nota bara PLEX og með sér barna library og dóttir min leikur sér að þessu
Símvirki.