Er hér eithvað að leika mér, veit ekki hvort þetta verður eithvað spes eða eithvað en hér er það sem ég er að gera. Þetta er kassi sem ég fékk gefins og var það heppin að móðurborðið er í flottu ástandi.
Kem með specs af vélbúnnaði síðar.
Þessi tölva verður sjónvarpstölvan heima hjá mér þannig ekkert spes í henni.
Power On takkinn að þorna eftir að hafa verið límdur með super glue.
Svona lítur fórnarlambið út.
Hér má sjá hve ógeðslegt þetta sé eftir að aflgjafinn sprakk sem betur fer virkar móðurborðið og örgjörvinn en, búin að vera nota það 2x í 1 ár núna.
Mynd af móðurborðinu eftir að ég fékk það í hendur, var að stress prófa það í næstu 1-2 vikur.
Göt fyrir skraut.
Mun reyna að uppfæra reglulega ef fólk vill það hér
Last edited by Dúlli on Fös 11. Okt 2013 21:59, edited 10 times in total.
TraustiSig skrifaði:Ég peppa þetta. Ætlaru að vera með einhver ljós eða slíkt?
Hvað með hávað í viftum (oftast leiðinlegasta vandamálið í TV tölvum. )
Viftustýring þannig að vifturnar keyri hægt þegar það þarf ekki mikið á þeim að halda. Ég er með gamla vél sem ég keyri sem sjónvarpstölvu og það að keyra 1x80mm viftu á 5v er nóg til að fá loftflæði (statísk kæling á skjákorti og mjög lítil vifta á örgjörva) til að allt sé í fínu lagi. Heyrist ekkert í henni þannig.