Lúxusnet Tals

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Lúxusnet Tals

Póstur af Frantic »

Ég var farinn að halda að það væri búið að leggja niður koníakstofuna.
Enginn búinn að tala um þetta hér eftir að Snæbjörn hjá Smáís birtist á Vísi í vikunni. (Correct me if I'm wrong)
http://www.visir.is/bjoda-utlendar-ip-t ... 3710259951" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo kom Vísir með þessa grein í dag:
http://visir.is/rettarovissa-um-thjonus ... 3710269929" onclick="window.open(this.href);return false;

Finnst fáránlegt hvernig er fjallað um þetta.
Það eru allir búnir að vera að bíða eftir að Netflix opni fyrir þjónustuna sína hérna á landi en það er greinilega ekki að fara að gerast.
Er lúxusnetið ekki bara next best thing? Mjög notendavænt að geta bara sett þessa þjónustu á og þurfa svo ekkert að spá í þessu meira.
(er btw með hulu opið í næsta tab og virkar mjög vel)
Sjá: http://luxusnet.tal.is/
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af GuðjónR »

Icelandair bjóða upp á flugvélar sem nota má til að smygla fíkniefnum til landsins.
Eimskip gera út fraktskip sem stundum eru notuð til að smygla ólöglegum varning til landsins.
Eigum við ekki að stoppa þessi fyrirtæki sem bjóða upp á svona ólöglega þjónustu?

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Gislinn »

visir.is skrifaði:Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt.
Þetta er kannski brot á lögum um sýningarrétt og dreifingarrétt en brot á höfundarrétti er þetta ekki.

20. aldar samtök/sjónarmið að berjast við tækniþróun 21. aldarinnar í stað þess að reyna að horfa fram á við og finna lausn sem er í takt við tímann. Orðinn frekar þreyttur á að lesa þessa þvælu sem kemur frá þessum dreifingar-/sýningar-rétthöfum og þeirra samtökum.
common sense is not so common.

dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af dandri »

Ég held að SMÁÍS séu orðnir frekar örvæntingarfullir. Glatað að halda þessu fram og þeir verða bara að fara að þróast í takt við tæknina í staðinn fyrir að væla í fjölmiðlum og vera með einhverja fáránlegar lögsóknir.
AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750
Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Lunesta »

Gislinn skrifaði:
visir.is skrifaði:Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt.
Þetta er kannski brot á lögum um sýningarrétt og dreifingarrétt en brot á höfundarrétti er þetta ekki.

20. aldar samtök/sjónarmið að berjast við tækniþróun 21. aldarinnar í stað þess að reyna að horfa fram á við og finna lausn sem er í takt við tímann. Orðinn frekar þreyttur á að lesa þessa þvælu sem kemur frá þessum dreifingar-/sýningar-rétthöfum og þeirra samtökum.
alveg sammála.. Held ég hafi aldrei séð smáís reynt að finna lausnir. Alltaf þegar þeir koma fram
er það einungis til að rífast með óhæfum óraunhæfum rökum sem má rekja aftur til landnám
hérlendis. Í hvert skipti sem ég les e-n titill tengdan snæbirni eða smáís byrja ég ósjálfráða að andvarpa..

Halli
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Plushy »

Gislinn skrifaði:
visir.is skrifaði:Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt.
Þetta er kannski brot á lögum um sýningarrétt og dreifingarrétt en brot á höfundarrétti er þetta ekki.

20. aldar samtök/sjónarmið að berjast við tækniþróun 21. aldarinnar í stað þess að reyna að horfa fram á við og finna lausn sem er í takt við tímann. Orðinn frekar þreyttur á að lesa þessa þvælu sem kemur frá þessum dreifingar-/sýningar-rétthöfum og þeirra samtökum.
Held að Tal sé ekkert að sýna neitt efni, bara gera notendum kleyft að búa sér til aðgang að efninu (skrá sig á netflix, hulu ofl).

edit: http://www.dv.is/gula_pressan/2013/10/2 ... maum-isum/" onclick="window.open(this.href);return false;
Last edited by Plushy on Lau 26. Okt 2013 16:07, edited 1 time in total.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Daz »

Það er eitt þegar Smáís eru að berjast fyrri rétti innlendra rétthafa (þá meina ég upphaflegir höfundar og eigendur efnis, ekki bara rétthafar dreifingar) og þá hef ég stundum örlitla samúð/skilning. Þegar þeir berjast fyrir rétti fjórða aðila til að hagnast á afþreyingarefni er mér aftur á móti alveg sama og að einhverju leiti finnst mér það kjánalegt.
Skjámynd

AlexJones
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 03. Okt 2013 21:06
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af AlexJones »

Barátta SMÁÍS er fáránleg.

SMÁÍS á að beita sér gegn allt öðrum aðilum heldur en internetþjónustuaðilum og neytendum, heldur miklu frekar stjórnvöldum og erlendum efniseigendum sem búa til þetta geðveika samkeppnisumhverfi.

365 kaupir efni af erlendum efniseigendum, en nú er svo komið að þetta efni er bara orðið einsog maðkétið mjöl við komuna til landsins, svo seint og illa kemur það hingað til landsins. Fólk gerir einsog fólk gerir, það leitar í betri vöru, og getur nálgast hana löglega eða ólöglega á internetinu nánast UM LEIÐ og það er sýnt erlendis. 365 á einfaldlega að krefjast endurgreiðslu eða afslátt frá efniseigendunum fyrir að hafa sent sér maðkétið mjöl. Hví á fólk að borga fúlgu fjár fyrir að horfa á gamla sjónvarpsþætti á íslenskum stöðvum, í línulegri dagskrá, með burn-in texta, í bæði lakari mynd- og hljóðgæðum?

Alveg sama það er reynt, þú treður ekki maðkétnu gömlu mjöli ofan í fólk.
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Stuffz »

AlexJones skrifaði:Barátta SMÁÍS er fáránleg.
Barátta smáíss!!!

hahahahaha

smáís er að stærstum hluta local frontur fyrir erlenda hagsmunagæslu.
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1072
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af BugsyB »

AlexJones skrifaði:Barátta SMÁÍS er fáránleg.

SMÁÍS á að beita sér gegn allt öðrum aðilum heldur en internetþjónustuaðilum og neytendum, heldur miklu frekar stjórnvöldum og erlendum efniseigendum sem búa til þetta geðveika samkeppnisumhverfi.

365 kaupir efni af erlendum efniseigendum, en nú er svo komið að þetta efni er bara orðið einsog maðkétið mjöl við komuna til landsins, svo seint og illa kemur það hingað til landsins. Fólk gerir einsog fólk gerir, það leitar í betri vöru, og getur nálgast hana löglega eða ólöglega á internetinu nánast UM LEIÐ og það er sýnt erlendis. 365 á einfaldlega að krefjast endurgreiðslu eða afslátt frá efniseigendunum fyrir að hafa sent sér maðkétið mjöl. Hví á fólk að borga fúlgu fjár fyrir að horfa á gamla sjónvarpsþætti á íslenskum stöðvum, í línulegri dagskrá, með burn-in texta, í bæði lakari mynd- og hljóðgæðum?

Alveg sama það er reynt, þú treður ekki maðkétnu gömlu mjöli ofan í fólk.

Samt að benda á að stöð 2 er 3 dögum á eftir mér þættina í dag - þeir eru að reyna og ef verðið væri ekki svona geðvekt þá væri stöð 2 með netfrelsi allveg option en meðan verðið er svona fáranlegt þá fer maður aðrar leyðir - ég hef verið rosalegur niðhuhalari og er að reyna minka allan óheiðarleika og geri mér grein fyrir því að niðurhal er þjófnaður en ég er allveg tilbúinn að borga 16$ á mánuði til að fá þá sjónvarpsþætti sem ég vill og hafa aðgengi að ogrynni 1árs og eldri bíomynda - svo er ég duglegur að fara í bío þannig að ég borga allveg í því sem ég horfi á og eftir að hafa borgað 1300kr í bío og vera neyddur til að versla nammi í dýrutstu sjóppum landsins þá tel ég mig vara búinn að öðlast rétt á að niðurhala þessari mynd - ég er búinn að borga fyrir það,
Símvirki.

hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af hrabbi »

Nú er það íslensk menning og tunga sem er í húfi:
http://www.dv.is/frettir/2013/10/26/365 ... n-netflix/" onclick="window.open(this.href);return false;
Mér finnst þau rök ALGJÖR STEYPA.
Hér er það einfaldlega markaðurinn sem ræður förinni, sá sami og viðskiptamenn segja að eigi að ráða (þegar það hentar þeirra málstað). Verðið hérna er geggjun þannig að það er ekki skrýtið að fólk leiti annað.
Einhvers staðar sá ég að það hafa fallið dómar sem segja að það sé leyfilegt að selja áskrift á milli landamæra innan ákveðinna viðskiptasvæða. Væri ekki best að kanna það betur eða láta á það reyna svo þetta lið geti látið af þessum fíflagangi?

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af littli-Jake »

hrabbi skrifaði:Nú er það íslensk menning og tunga sem er í húfi:
http://www.dv.is/frettir/2013/10/26/365 ... n-netflix/" onclick="window.open(this.href);return false;
Mér finnst þau rök ALGJÖR STEYPA.
Hér er það einfaldlega markaðurinn sem ræður förinni, sá sami og viðskiptamenn segja að eigi að ráða (þegar það hentar þeirra málstað). Verðið hérna er geggjun þannig að það er ekki skrýtið að fólk leiti annað.
Einhvers staðar sá ég að það hafa fallið dómar sem segja að það sé leyfilegt að selja áskrift á milli landamæra innan ákveðinna viðskiptasvæða. Væri ekki best að kanna það betur eða láta á það reyna svo þetta lið geti látið af þessum fíflagangi?
Gæinn er að rífa sig yfir íslenskri tungu og skrifar svo með z :face
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af FuriousJoe »

Það á bara að henda þessu pakki á elliheimili, gjörsamleg sóun á lofti.
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af AntiTrust »

Mér bregst orðið tungufimin við gagnrýni á þessar fréttir, þær eru svo mikið út í hött og út fyrir alla velsæmisrökhugsun að ég hreinlega nenni þessu ekki lengur. Brot á höfundarréttarlögum að bjóða upp á proxy þjónustu? Þessir menn hljóta að vera með sér staff til að reima á sig skóna og hnýta bindin, því ekki eru þeir með heilabúið í slíkar framkvæmdir sjálfir.

/insert every 'Cry me a river' meme.

That is all.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Daz »

AntiTrust skrifaði:Mér bregst orðið tungufimin við gagnrýni á þessar fréttir, þær eru svo mikið út í hött og út fyrir alla velsæmisrökhugsun að ég hreinlega nenni þessu ekki lengur. Brot á höfundarréttarlögum að bjóða upp á proxy þjónustu? Þessir menn hljóta að vera með sér staff til að reima á sig skóna og hnýta bindin, því ekki eru þeir með heilabúið í slíkar framkvæmdir sjálfir.

/insert every 'Cry me a river' meme.

That is all.
Við skulum átta okkur á því að þeir vita fullkomlega hvað þeir eru að segja. Þetta er sagt til að hræða fólk frá því að nýta sér þessar þjónustur, ekki til að undirbúa málsóknir. Þeir vita að þeir hafa engann grundvöll til að stöðva þetta af, en þeir geta reynt að sveigja almenningsálit og mögulega hegðun.
Ekki gleyma því að fólk er fífl.
Skjámynd

AlexJones
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 03. Okt 2013 21:06
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af AlexJones »

Ástæðan fyrir að stjórnvöld hafa engan áhuga á að eltast við "lögbrjóta" í þessum efnum er sú að Hollywood hefur engan áhuga á að veita íslendingum og Íslandi almennilega efnisþjónustu á sanngjörnum kjörum.

Íslendingar þurfa að þykjast vera bandaríkjamenn til að fá það sem þeir vilja.

Þetta er einfalt, núverandi distribution-módel hjá stúdíóunum eru úr sér gengin, allir vita það, stjórnvöld vita það, lögreglan veit það, lögfræðingarnir hjá ríkissaksóknara vita það, dómararnir vita það. Það eru allir að downloada ólöglega, allir og allar stéttir, lögmenn, lögregluþjónar, prestar, dómarar, þingmenn og hvaðeina. Þetta eru ekki harðsvífnir glæpamenn, þetta er venjulegt fólk sem vill venjulega sjálfsagða hluti.

Þannig að það er þegjandi samþykki fyrir því að leyfa íslendingum að downloada efni, það er enginn vilji til að eltast við þetta, því allir eru að fremja sama "glæp".

Kallaðu þetta borgaralega óhlýðni gagnvart fáránlegu fyrirkomulagi í dreifingu á afþreyingarefni.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af AntiTrust »

Daz skrifaði:
Við skulum átta okkur á því að þeir vita fullkomlega hvað þeir eru að segja. Þetta er sagt til að hræða fólk frá því að nýta sér þessar þjónustur, ekki til að undirbúa málsóknir. Þeir vita að þeir hafa engann grundvöll til að stöðva þetta af, en þeir geta reynt að sveigja almenningsálit og mögulega hegðun.
Ekki gleyma því að fólk er fífl.
Hehe já, það er svosum deginum ljósara. Ótrúlegt bara að selja mannorðið sitt svona cheap, gera sig að fífli fyrir löngu tapaðan málstað, í staðinn fyrir að láta reyna ögn á keppnisskapið eða kreista fram vott af frumkvæði. Því fyrr sem innlendar efnisveitur játa sig sigraðar, því fyrr geta þær farið að gera e-ð í þessu.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af capteinninn »

Hvernig er það hefur þetta einhver áhrif á hraða nettengingarinnar?

Þarf ég að stilla eitthvað í græjunum mínum til að geta notað þetta?

Hvað er meðalmynd að taka upp mikið gagnamagn?

Líst frekar vel á þetta
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Pandemic »

Hvernig er það ef fólk er með þetta virkjað telur þá ekki allt sem erlent niðurhal frá þeim sem eru með í gangi. Deildu.net yrði t.d ónothæft?
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af emmi »

Nei, þetta virkar þannig að þjónustuaðilar eins og PlaymoTV og væntanlega Flix.is eru með DNS þjóna í USA. Þegar notandi sem notar þessa DNS þjóna fléttir upp IP tölum sem eru skilgreindar í eigu Netflix þá er þeirri umferð routað í gegnum Proxy þjóna bara meðan notandinn er að tengjast Netflix/Hulu. Öll önnur umferð og fyrirspurnir fara hefðbundna leið.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Pandemic »

Já en samkvæmt auglýsingunum hjá þeim er þetta einmitt ekki DNS þjónusta sem routar á erlendan proxy heldur eru þeir að úthluta erlendum ip tölum.
Af hverju Lúxusnet Tals?
Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum. Gerir rekjanleika persónuupplýsinga erfiðari en ella. Einfalt í uppsetningu – engar stillingar, enginn hugbúnaður, ekkert vesen. Að auki fær viðskiptavinur aðgang að Netsíu Tals sem stöðvar aðgengi hans að óæskilegum síðum sem hýsa t.d. vírusa.
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Frantic »

hannesstef skrifaði:Hvernig er það hefur þetta einhver áhrif á hraða nettengingarinnar?

Þarf ég að stilla eitthvað í græjunum mínum til að geta notað þetta?

Hvað er meðalmynd að taka upp mikið gagnamagn?

Líst frekar vel á þetta
Þetta hefur engin áhrif á tenginguna nema bara að þegar þetta er virkt þá geturðu opnað netflix og hulu og allar þessar síður án þess að þeir loki þig úti.
Fólk þarf auðvitað að gera sér grein fyrir því að þegar það er að nota svona streymiþjónustu þá er það að nota erlenda niðurhalið sitt. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað ein mynd gæti verið stór, en myndi halda að það væri í kringum 700mb í meðalgæðum. Á eftir að kanna þetta betur.
Það þarf ekkert að stilla neitt nema bara restarta router (og telsey boxi ef þú ert á ljósi) þegar þetta er virkjað og þá ertu kominn með þetta.
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Revenant »

Er ekki líklegt að fólk muni sjá stökk í utanlandsdownload-i þar sem allt efni (youtube, akamai aðrir CDN) kemur allt erlendis frá í staðin fyrir að nota íslensku speglana.

Mögulega er þetta plott til að fólk noti miklu meira download magn og þurfi því að borga miklu meira.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af Frantic »

Revenant skrifaði:Er ekki líklegt að fólk muni sjá stökk í utanlandsdownload-i þar sem allt efni (youtube, akamai aðrir CDN) kemur allt erlendis frá í staðin fyrir að nota íslensku speglana.

Mögulega er þetta plott til að fólk noti miklu meira download magn og þurfi því að borga miklu meira.
Mér finnst líklegra að það sé bara verið að mæta vöntun á þessari þjónustu á íslenskum markaði.
Erlent download er líklegast bara plús. :money
Annars hef ég alltaf gaman af góðum samsæriskenningum :)
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Lúxusnet Tals

Póstur af AntiTrust »

FYI, bandvíddarnotkun við Netflix streymi:

SD: 0.3-0.7GB per klst.
HD/3D (720p): 1-2.8GB per klst
SuperHD (1080p): 2.8-4.7GB per klst.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara