Ég á NAD 325BEE magnara og geislaspilara. Með þessu er á ég Dali Concept gólfhátalara og þetta hljómar allt saman mjög vel - en ég nota það sama og ekkert.
Er einhver markaður fyrir svona dót? Þetta er falt en hreinskilnislega hef ég ekki hugmynd um hversu mikils virði þetta er . Keypt hjá Heimilstækjum fyrir hrun.
Ég checkaði á þessum magnara og hann kostaði víst um 399$ þegar að hann kom út þannig að ég held að raunhæf verðugmynd sé svona um 20.000kr, annars þarf ég meiri upplýsingar um hina hlutina til að geta komið með verðhugmynd um þá.
trausti164 skrifaði:Ég checkaði á þessum magnara og hann kostaði víst um 399$ þegar að hann kom út þannig að ég held að raunhæf verðugmynd sé svona um 20.000kr, annars þarf ég meiri upplýsingar um hina hlutina til að geta komið með verðhugmynd um þá.
Ef maður skoðar nýleg uppboð af ebay þá eru þessir magnarar að fara á rétt undir 250 USD (ca. 30.000 kr) Þannig ég myndi halda að 20.000 kr sé í lægri kanntinum, efast samt stórlega um að hann fari á mikið meira en 30.000 kr hér á vaktinni.
Var að prófa magnarann sem er lítið notaður ... og það kviknar ekki á honum . Þarf að láta HT líta á þetta. Set svo inn nýjan þráð þegar þetta er komið í lag, er þá tilbúinn að selja allan pakkann saman á sanngjörnu verði.