vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Svara

Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Staða: Ótengdur

vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af gazzi1 »

Sælir..var að kaupa philips sjónvarp og er með sjónvarp símans sem tengist í sjónvarpið gegnum hdmi en vandamálið er það að í hvert skipti sem að ég slekk á sjónvarpinu og kveiki svo á því aftur að þá kemur alltaf no signal þegar að ég vel hdmi í source....þarf alltaf að taka myndlikilinn úr sambandi við tvið(hdmi snúruna) og stinga honum svo aftur í samband til að fá mynd.

Er einhver hér sem kannast við þetta og veit hvað þetta er?

Kveðja gazzi1
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af svanur08 »

Ástæðan ég myndi aldrei kaupa Philips, pabbi á svona tæki og lendir alltaf í þessu sem þú ert að tala um.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af hagur »

Klassískt HDMI handshake vandamál.

Engin einföld lausn. Gætir prófað eitthvað skítamix eins og að bæta einhverju HDMI tæki í keðjuna, þó ekki væri nema active HDMI splitter/extender.

Andri Þór H.
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
Staðsetning: SensaHQ
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af Andri Þór H. »

eitt sem þú gætir prófað... fara og fá aðra útgáfu af myndlyklinum annað kvort eldri eða nýrri.. :-k
Netsérfræðingur
www.andranet.is

Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af gazzi1 »

er búinn að prufa að tengja fartölvu við sjónvarpið og ef ég slekk á tvinu á meðan hún er tengd og kveiki á því aftur að þá er hún ennþá tengd.... ætli það þýði að þetta sé myndlykilill eða?

Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af Vignirorn13 »

Ég er með Philips tv og það hefur ekki verið neitt svona vesen hjá mér..
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af hagur »

Svona vandamál eru einmitt mjög hipsum haps. Það er ekkert víst að þetta sé myndlykillinn sjálfur, heldur er þetta vandamál á milli myndlykilsins og akkúrat þessa sjónvarpstækis. Ég er nokkuð viss um að ef þú myndir prófa eitthvað annað sjónvarpstæki þá myndi það virka rétt. *Sum* tæki eiga einfaldlega í handshake vandamálum, þó að hvort tæki um sig sé eflaust alveg í lagi.

Getur verið algjört mindfuck að eiga við svona vandamál.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af GuðjónR »

Ég er með þetta Philips tæki.
Keypti það haustið 2009 og það er búið að vera endalaust HDMI vesen á því, er með media center tölvu tengda og iptv lykil Símanns.
Þetta lýsir sér þannig hjá mér að ég fæ mynd en ekki hljóð, þá þarf ég að unplugga HDMI snúru og skella í samband...vollah! hljóðið kemur.

Eftir mikið bras þá fann ég út að HDMI port #2 var versta portið, ef ég setti IPTV á HDMI side og meda center á HDMI3 þá fékk ég þetta til að virka í svona 29/30 skiptum ... virkaði annars svona 50/50.
Eftir að AppleTV kom þá prófaði ég aftur að tengja í portin þrjú aftan á, en AppleTV er eina tækið sem virkar á HDMI2.
En þá fór media center að detta út annað slagið á HDMI3.
Mun ekki kaupa Philips aftur, sérstaklega ekki eftir að kínverjarnir keyptu merkið og fóru að framleiða "ódýr" TV, gæðin voru ekkert spes og hafa varla batnað.
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: vesen með HDMI? einhver sem þekkir?

Póstur af gardar »

Ég á HDMI splitter sem ég er ekki að nota sem ég get selt þér ódýrt.

HDMI splitterinn heldur handshake á milli sjónvarps og splitters og kemur svo á handshake á milli splitters og myndlykils.

Splitterinn getur reyndar líka strípað hdcp, en það er onnur saga \:D/
Svara