Hvað finnst fólki um Gmail

Svara

Höfundur
Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Hvað finnst fólki um Gmail

Póstur af Amything »

Fyrst að slatti er búinn að fá invite er þá ekki tilvalið að sjá hvað fólki finnst?

Mín skoðun:
Ég er persónulega mjög sáttur og hef ákveðið að nota mitt gmail sem mitt aðal póstfang.

Ég fíla viðmótið mjög vel, mjög einfalt. Mér finnst það mætti bæta nokkur atriði, t.d. getur maður ekki filterað með AND og OR. Þetta gerir manni soldið erfitt fyrir þegar það eru max 20 filterar (ennþá).

Ég nota núna email client sem heitir The Bat. Mér finnst hann mjög góður en sé ekki lengur ástæðu til að hafa forrit opið sem tekur 15 meg í minni og frekar þungt (þó létt sé miðað við aðra clienta). Með Gmail hef ég bara tab opinn í Firefox og ekkert mál.

Þetta gig sem maður fær ætti að koma í veg fyrir að maður þurfi að henda maili og það fer ekki neitt með formati og þarf aldrei að importa á milli clienta aftur.

Gmail er drulluhratt og að öllum líkindum getur maður haft gmail ævilangt. Ég hef haft nokkru email um æfina og alltaf endar það á því að maður skiptir um ISP, eða fyrirtæki eða þjónustan sem rak það hættir eða maður skiptir um tilneyddur.

Utanlandsdownload er ókostur ef maður er að fá mikið af viðhengjum. Það hrjáir mig þó ekki persónulega en vonandi sjá ISP sig fært um að sleppa gmail servera með utanlandsdownload eins og þeir gera með microsoft.com.

Annar ókostur er að ég vinn á Mac OS 9. Það er engin vafrari sem ræður við gmail í því stýrikerfi. Ég reddaði því með forriti sem heitir Pop goes the Gmail og sæki póstinn þannig í vinnunni. Frekar súr lausn en ég er nú eflaust einn af mjög fáum sem eru neiddir til að vinna á þessu úldna stýrikerfi.

Allavega: hvað finnst ykkur?
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Vill aðeins leiðrétta þig. Microsoft.com er ekki sleppt við utanlandsdownload heldur eru hlutar af síðunni þeirra speglaði á Akami efnisspeglinum hjá Símnet, sem að er innalands. Þetta væri seint eða aldrei hægt/gert með póstþjónustu. Og síminn fer örugglega ekki að sleppa einhverjum síðum við utanlandsdownload afþví að þær tengjast pósti.

En ein spurning hérna. Langar soldið að breyta addressunni minni, einhver leið að gera það? Kannski hægt að henda út accoutininum og gera nýjan í þessu "google profile" dæmi? Annars langar mig nú helst að hafa 2 addressur á einum account'i :P

Höfundur
Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Póstur af Amything »

Líklegast rétt hjá þér með microsoft. Ekki með þetta á hreinu.

Sammála því að geta haft 2 addressur á einu væri mjög svalt. Ég held það sé ekki hægt að breyta addressunni. Bara búa til nýja og loka hinni. Það er piece of cake að fá invite á http://www.gmailswap.com. Bara bjóða póstkort frá íslandi og þú ættir að fá nokkrar :)

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

ég er nú bara helvíti ánægður með þetta... finnst mjög þæginlegt að e-mailum frá sama aðila með sama subject safnist saman í eitt, sérstaklega gott þegar maður fær tilkynningar frá vaktinni, annars myndi það tröllríða öllu :)

FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Staða: Ótengdur

Póstur af FrankC »

það sem mér finnst helst vanta í þetta núna er möguleikinn á að búa til nýjar möppur annars vegar, og hins vegar möguleikinn á að áframsenda póst. Ef maður gæti áframsent póstinn gæti maður verið með tvær addressur "næstum því" á sama accounti
Svara