depill skrifaði:GuðjónR skrifaði:Mín vegna mætti leggja þessa þjóðkirkju niður.
En það sem pirrar mig mest í þessu öllu er þessi endalausi grímulausi klíkuskapur, fella niður veiðigjald, gistináttagjald, orkugjald á stóriðju ásamt örlitlum eignaskatti á stóreignamenn og hækka BJÓRINN minn á meðan er algjörlega ótækt!
Hérna gæti ríkið t.d. skattlagt feitt og náð inn peningum:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... ukkustund/" onclick="window.open(this.href);return false;
Veiðigjaldið var reyndar ekki fellt niður, en ég er alveg sammála þér það að það er of lágt. Mér finnst rökin að sumar útgerðir geti ekki staðið við þær veikar. Þar sem yfirleitt er verið að tala um vel skuldarsettar útgerðir, allavega sem ég hef séð.
Persónulega get ég ekki sagt um það hvort að gjaldið sé of hátt eða of lágt (og þú reyndar ekki heldur, nema þú sért nátengdur stórum hluta útgerða)
en þetta með að þú segir að rökin um það að sumar útgerðir geti ekki staðið undan þeim séu veikar, við hvað á að miða ?
á að miða bara við stóru fyrirtækin sem að skila miklum arði ?
á þá ekki að miða skattinn á einstaklinga líka við eitthvað svipað ?
mig persónulega munar ekkert um það að borga 60% af launum mínum í skatt, einfaldlega þar sem að ég er skuldlítill og einstaklingur, á þá að sama skapi ekki bara að setja skattprósentuna í 60% ??
Aðal óánægjan með veiðigjöld er sú að á sama tíma og útgerðir segjast ekki geta borgað þau, þá eru þessi fyrirtæki að skila stórum hagnaði og borga út töluverðan arð.
en það gleymist alveg að veiðigjöldin leggjast á ÚTGERÐINA
Grandi, Vinnslustöðin í vestmannaeyjum, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji, Síldarvinnslan og þessi stóru kompaní sem að hafa verið að skila stærstum arðinum eiga það öll sameiginlegt að vera miklu miklu meira en bara útgerðarfyrirtæki.
Ef að ein deild í fyrirtækinu gegnur mjög illa, er þá allt í lagi að nota hagnaðinn úr annarri deild til að borga niður tapið ???
fyrirtækið dafnar aldrei þannig.
En já, það eru semsagt hin fyrirtækin sem að þarf að hafa áhyggjur af, þau fyrirtæki sem að eru bara útgerðarfyriritæki
(já og að öðru, afhverju er það orðið svona slæmt í dag að skila hagnaði og borga út arð ? )
og tek það fram að rantið hérna er engan vegin beint eingöngu að þér depill