Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Staða: Ótengdur

Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af johnnyb »

Vitið hvað tæki fyrirtæki eru setja í sín fundarherbergi í dag?

Hvar færuð þið að versla svona?
CIO með ofvirkni
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af tdog »

Skjávarpa, ljósastýringar og AppleTV (fyrir AirMirroring úr iOS tækjum)
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

cartman
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af cartman »

Skjávarpa og/eða sjónvarp ( fer eftir stærð fundarherbergis )

Góðan fundarsíma og jafnvel auka mic arma ( Á við ef fundarherbergið er stórt ). Það skiptir miklu máli að það heyrist vel í öllum.

Góð tölva. Það er mjög slæmt þegar maður mætir á fund á tilsettum tíma og svo tekur það korter að starta helvítis fundarvélinni upp.

Góða töflu eða glerveggi til að skrifa á.

Birtustýring er líka mjög mikilvæg.

Góða hátalara og mic fyrir tölvuna. Ansi oft sem maður er að taka Skype fundi eða Google Hangout fundi og þá skiptir þetta mjög miklu máli.

Webcam
Skjámynd

Höfundur
johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af johnnyb »

tdog skrifaði:Skjávarpa, ljósastýringar og AppleTV (fyrir AirMirroring úr iOS tækjum)
Hvernig skjávarpategund myndirðu kaupa? og ef ég kæmi með AppleTV í fundarherbergi þá þarf Airparrot á allar 100+ vélarnar.
Tengirðu ekki eitt AppleTV á einn skjávarpa?
CIO með ofvirkni
Skjámynd

Höfundur
johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af johnnyb »

cartman skrifaði:Skjávarpa og/eða sjónvarp ( fer eftir stærð fundarherbergis )

Góðan fundarsíma og jafnvel auka mic arma ( Á við ef fundarherbergið er stórt ). Það skiptir miklu máli að það heyrist vel í öllum.

Góð tölva. Það er mjög slæmt þegar maður mætir á fund á tilsettum tíma og svo tekur það korter að starta helvítis fundarvélinni upp.

Góða töflu eða glerveggi til að skrifa á.

Birtustýring er líka mjög mikilvæg.

Góða hátalara og mic fyrir tölvuna. Ansi oft sem maður er að taka Skype fundi eða Google Hangout fundi og þá skiptir þetta mjög miklu máli.

Webcam
Góða pælingar hvernig skjávarpa myndirðu kaupa í 12 til 18 manna herbergi?
Og hefurðu reynslu af einhverjum minni sjónvörpunum?

Ég hef bæði skoðað 27“ tölvuskjái en eru komnir í um 100þ kr fyrir alvöru skjá, 32“ til 39“ sjónvörp með 1080p eru á betra verði en ekki mikið til af tækjum með VGA (DVI og DP virka líka)þarf að finna tæki í 5 minni herbergi.

Já einmitt allt er í Lync þannig að ég keypti fullt af þessum https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=7410-109
og ég á einn svona sem er færanlegur http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 4,357.aspx
Engar fundarvélar í herbergjunum allir með fartölvur.
CIO með ofvirkni
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af rapport »

Ég er að aðstoða við svona greiningaverkefni í vinnunni þessa dagana.

Þetta fer alveg eftir hvað eru margir og hversu stór salurinn er.

Ég fór og skoðaði í HR og þar eru í stærstu sölunum Dell Optiplex 780, tveir varpar, tvö tjöld, tússtöflur, crestron stýring/brunnur sem talar við ljóskerfið og stýrir hljóðkerfinu.

En þar eru engir fjarfundamöguleikar.

Það má ekki gleyma að 15min töf fyrir 20 starfsmenn eru 5klst vinna í það heila.

Ef fundarsalur er lélegur þá er hann fljótt farinn að kosta fyrirtækið mikla peninga með því að gera alla fundi dýra.

p.s. Veit að Nec og Ricoh skjávarpar eru farnir að vera með innbyggðan þráðlausann access punkt s.s. þeir geta útvegað þráðlaust net í herbergið líka + það er hægt að tengjast þeim þráðlaust, í W7 og W8 er farið í devices and printers og valið "connect to projector"...

p.p.s. https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... LOG+BCC950" onclick="window.open(this.href);return false;

Bíður upp á 1080 video og virkar með öllu
Það getur sparað lagnavinnu.

Hvað er budgetið pr. herbergi hjá þér?
Skjámynd

Höfundur
johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af johnnyb »

rapport skrifaði:Ég er að aðstoða við svona greiningaverkefni í vinnunni þessa dagana.

Þetta fer alveg eftir hvað eru margir og hversu stór salurinn er.

Ég fór og skoðaði í HR og þar eru í stærstu sölunum Dell Optiplex 780, tveir varpar, tvö tjöld, tússtöflur, crestron stýring/brunnur sem talar við ljóskerfið og stýrir hljóðkerfinu.

En þar eru engir fjarfundamöguleikar.

Það má ekki gleyma að 15min töf fyrir 20 starfsmenn eru 5klst vinna í það heila.

Ef fundarsalur er lélegur þá er hann fljótt farinn að kosta fyrirtækið mikla peninga með því að gera alla fundi dýra.

p.s. Veit að Nec og Ricoh skjávarpar eru farnir að vera með innbyggðan þráðlausann access punkt s.s. þeir geta útvegað þráðlaust net í herbergið líka + það er hægt að tengjast þeim þráðlaust, í W7 og W8 er farið í devices and printers og valið "connect to projector"...

p.p.s. https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... LOG+BCC950" onclick="window.open(this.href);return false;

Bíður upp á 1080 video og virkar með öllu
Það getur sparað lagnavinnu.

Hvað er budgetið pr. herbergi hjá þér?
Já nákvæmlega það þarf mikla vinnu í að finna réttu lausnina og ekkert fundarherbergi er eins flækir aðeins.
Ég er bara með einn sal og keypti þennan Sony varpa í gær til prufu http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 6,362.aspx og hann er með virkilega skýra og tæra mynd eiginlega betri en t.d. þessi svipaði NEC http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 4,362.aspx

Það vantar í salinn tækjaskáp er að spá í einhverjum með dökkri glerframhlið en hef ekkert athugað hvar það fæst.
Einnig vantar hljóðstýringu, mixer, þráðlausa míkrófóna og fundarvél. (ætlaði að láta Exton finna eitthvað fyrir mig græja vélina sjálfur).

Bein þráðlaus tenging við skjávarpa gengur ekki (þráðlausa netið vel læst), er að skoða að tengja varpan með vír beint í sviss og tengjast þannig í gegnum þráðlausa netið.

Hef einmitt haft Logitech QuickCam Sphere AF fyrir minni myndfundi sem að hefur elst vel.

Budget fyrir minni herbergin snýst bara um að gera skynsamleg kaup en ég hef verið skoða 27“ tölvuskjái og 32“ til 39“ Sharp og Sony tæki á verðum frá 70 til 120þ m/vsk
Skjávarpar hafa kostað allt að 250þ m/vsk

Kaupið þið frekar skjái eða varpa og þá hvaða tegund verður fyrir valinu?

*edit stafsetningar villa
CIO með ofvirkni
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af rapport »

Varpi v.s. skjár fer algjörlega eftir stærð herbergis, 8 manns max fyrir 42" skjá s.s. eitt borð með 4+4 og skjáinn á endann...

Mér finnst þessir algjör snilld ef búnaður á að flakka milli herbergja, bara of dýr fyrir minn vinnustað.

http://optima.is/index.php/vorur-11/skj ... gory_id=29" onclick="window.open(this.href);return false;


En þráðlausa netið hjá þér kemur í raun ekkert þessu við, skjávarpar eru með innbyggðan sendi sem hægt er að tengjast með þráðlausu tæki, t.d. Ipad.

t.d.
http://optima.is/index.php/vorur-11/skj ... gory_id=29" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá getur þú stillt skjávrpann á að búa til random lykilorð fyrir hvert session sem birtist þegar kveikt er á honum eða búið til fast lykilorð.

Þetta tengist netkerfinu ekki neitt nema þú viljir líka nota hann sem Access Punkt fyrir viðkomandi fundarherbergi, s.s. það er hægt en ekki nauðsynlegt.
Skjámynd

Höfundur
johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af johnnyb »

rapport skrifaði:Varpi v.s. skjár fer algjörlega eftir stærð herbergis, 8 manns max fyrir 42" skjá s.s. eitt borð með 4+4 og skjáinn á endann...

Mér finnst þessir algjör snilld ef búnaður á að flakka milli herbergja, bara of dýr fyrir minn vinnustað.

http://optima.is/index.php/vorur-11/skj ... gory_id=29" onclick="window.open(this.href);return false;


En þráðlausa netið hjá þér kemur í raun ekkert þessu við, skjávarpar eru með innbyggðan sendi sem hægt er að tengjast með þráðlausu tæki, t.d. Ipad.

t.d.
http://optima.is/index.php/vorur-11/skj ... gory_id=29" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá getur þú stillt skjávrpann á að búa til random lykilorð fyrir hvert session sem birtist þegar kveikt er á honum eða búið til fast lykilorð.

Þetta tengist netkerfinu ekki neitt nema þú viljir líka nota hann sem Access Punkt fyrir viðkomandi fundarherbergi, s.s. það er hægt en ekki nauðsynlegt.


Snilld þessir litlu varpar flott að það er eitthvað nýtt að koma í skjávörpum, vonandi kemur eitthvað svipað á betri verðum nánast hægt að fá tvo sæmilega varpa fyrir einn svona.

Eruð þið þá mest í Ricoh vörpum? Hvernig skjái eruð þið með?

Ég hef ekki prufað þráðlausa í NEC varpana en það þarf að kaupa það sér.
Það virkar reyndar flott að Lan tengja NEC varpa og tengjast þeim í gegnum núverandi þráðlaust net.
Ég prufaði að senda 1080p video frá youtube og það fór hikstalaust í gegn.

Þetta með beinu þráðlausu tengingu við varpana þarf ég að senda þér póst til að útskýra nánar afhverju það gengur ekki.
CIO með ofvirkni
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fundarherbergja tæki skjáir/skjávarpar

Póstur af rapport »

Ég er í að aðstoða við að "gera upp" 12-15 stærstu kennslu og fundarsalina á Landspítalanum.

Budgetið er að sjálfsögðu lítið sem ekkert og í einhverjum sölunum eru ASK myndvarpar... held að ASK hafi hætt um 2002 = they are old.

Ég fór og skoðaði uppsetningu kennslustofa í HR og það er líklega fimmfalt meira en þetta má kosta á spítalanum, en þar er samt engin fjarfundaþjónusta (sem er must hjá okkur, enda kennsla um allt land frá spítalanum)

Við erum ekki að nota Ricoh varpa nema í einu litlu herbergi, erum að prófa, erum mest með NEC og Toshiba varpa uppi og eitthva Optimax eða e- álíka, man ekki hvaðan þeir koma.

Við erum með ýmsa skjái Hantarex, Toshiba, Panasonic og líklega fleiri tegundir út um allan spítala og engin ein tegund ber af, nem akannski Hantarex... en það er bara mín skoðun því að þeir eru einfaldari, ekkert anskotans smart TV eða drasl sem ruglar í fólkinu sem er að reyna að nota tækin.

Svo erum við með skjáksipta og switchbox sem taka skjásignal frá borðvélum upp í skjávarpa en ef einhver stingur svo fartölvu í samband í lausa snúru, þá skynjar switchinn það og skitir frá borðtölvunni í herberginu og yfir á fartölvuna fyrir skjávarpann og til baka ef fartölvan er tekin úr sambandi.

En mig sárvantar hugmyndir að góðum fjarfundabúnaði í kennslusal og stór fundarherbergi, annars mun ég nota "geimveruna" sem ég linkaði í hér að ofan frá OK.
Svara