Viftulausar uppfærslur?

Svara

Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Staða: Ótengdur

Viftulausar uppfærslur?

Póstur af karlth »

Er að uppfæra gamlan i5 turn sem átti að vera því sem næst hljóðlaus en heyrist alltof hátt í. Hversu öflugan gjörva er hægt að kaupa viftulausan og þá GPU líka? Hvernig er með power supply-ið og kassann? Þarf að hafa áhyggjur af viftuhávaða í þeim eftir einhverja mánuði eða eru viftulausar lausnir til?

Þar sem ég stunda bæði forritun/myndvinnsluog leikjaspilun þá þarf ég öflugan CPU og GPU. Spurning hvað sé í boði í viftulausum lausnum.

Öll hjálp vel þegin. :baby
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Viftulausar uppfærslur?

Póstur af Daz »

Spurning hvort vifturnar eru fast stilltar á 100% hraða, sem ætti að vera ónauðsynlegt. Ætti að vera hægt að stilla það af með hugbúnaði (sem t.d. fylgir með móðurborðinu og skjákortinu) eða í BIOS.

Ef þú vilt virkilega skoða hljóðlátar/viftulausar lausnir, þá bendi ég á http://www.silentpcreview.com" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Viftulausar uppfærslur?

Póstur af jericho »

Sælir.

Fyrir rúmu ári síðan setti ég saman "hljóðlausa" tölvu og er að nota hana enn í dag. Hún er einfaldlega frábær. Í þungri vinnslu (leikir) kveiki ég hins vegar á viftunum með viftustýringunni. Get bara ekki lýst því hve þægilegt er að hafa viftustýringu. Tölvan er alveg hljóðlaus idle og í léttri vinnslu.

Sjáðu hvaða íhluti ég endaði með að fá mér hér eða bara í undirskriftinni):
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 23#p413571" onclick="window.open(this.href);return false;

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Svara