Ljósnet símans í Hveragerði

Svara
Skjámynd

Höfundur
Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af Halli25 »

Var að flytja og hafði huggað mig við það að ég kæmist á Ljósnet símans fljótlega eftir flutning þar sem Hveragerði var á áætlun.

Var að skoða þetta núna aftur og þá er húsið mitt ekki á lista yfir ljósnet en nágranninn getur tengst sem býr við næst götu.
Geðveikt að fara af Ljósleiðara niðrí ADSL eða þannig. Guðmundur hjá Símanum er kannski með einhver svör hvernær restin af Hveragerði fær Ljósnetið?
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af siminn »

Sælir nú,

Í þeim fasa sem Hveragerði er í ásamt mörgum öðrum stöðum fyrir utan höfuðborgarsvæðið var aðeins settur upp búnaður í símstöð og því fá aðeins þeir Ljósnet sem eru innan 1000metra frá símstöð. Heimtaug nágranna þíns er þá innan 1000 metra en þín því miður ekki.

Í næsta fasa ætti svo að setja niður götuskápa til að klára að dekka þau bæjarfélög sem ekki eru skápavædd í fyrsta áfanga.

Þannig að þetta kemur, en því miður ekki á fyrr en núverandi áfanga er lokið.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af demaNtur »

Á þessum nótum, hvenær má búast við að að ég, sem bý á eskifirði, geti fengið ljósnet Guðmundur?
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af tlord »

ég hef sagt þetta áður:

stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!

Moquai
Gúrú
Póstar: 591
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af Moquai »

tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:

stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
game, setjum jón á gröfuna.
Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af demaNtur »

Moquai skrifaði:
tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:

stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
game, setjum jón á gröfuna.
On it!

Mynd
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af GuðjónR »

Halli25 skrifaði:Var að flytja....
Hveragerði??? Hefðir betur flutt á Kjalarnesið, hér er splunkunýtt ljósnet sem Míla var að klára að græja.
Skjámynd

Höfundur
Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af Halli25 »

GuðjónR skrifaði:
Halli25 skrifaði:Var að flytja....
Hveragerði??? Hefðir betur flutt á Kjalarnesið, hér er splunkunýtt ljósnet sem Míla var að klára að græja.
uppalin í Hveragerði og foreldrar, vinir og aðrir ættingar í nágreni svo var ekki erfið ákvörðum.. smá mis með ljósnetið.. rétt fyrir utan svæði :)
ég gæti nánast verið á þráðlausu neti hjá nágrananum sem er með ljósnetið, það er svo nálægt :baby
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af siminn »

demaNtur skrifaði:Á þessum nótum, hvenær má búast við að að ég, sem bý á eskifirði, geti fengið ljósnet Guðmundur?
Eskifjörður var tengdur 5.júní, og þar gildir það sama og í Hveragerði að búnaður var í þessum fasa aðeins settur upp í símstöð sem þýðir að heimili innan 1000 metra frá símstöð fá Ljósnet.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af siminn »

tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:

stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
Það var kannski þannig hér einu sinni en í dag förum við bara oftast inn á þau ljósleiðarakerfi með okkar þjónustu þegar þau komast í gagnið.
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet símans í Hveragerði

Póstur af MatroX »

siminn skrifaði:
tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:

stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
Það var kannski þannig hér einu sinni en í dag förum við bara oftast inn á þau ljósleiðarakerfi með okkar þjónustu þegar þau komast í gagnið.
þar sem ég hef hvergi fengið svör ætla ég aðeins að fá að stela þræðinum.

kemur ljósnetið einhvern tíman í skógarbraut 235 reykjanesbær?
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Svara