Sko, í fyrsta lagi þá snýst þetta ekki einusinni um hvort við, mannkyns-stofninn höfum eiginleika á því að reikna út líkur á lífi annarra pláneta, þetta snýst um að þú hafir gefið í skyn um að hinar vitsmunaverurnar þyrftu að leita úti um allan geim til þess að finna okkur af milljörðum af mögulegum plánetum.Stutturdreki skrifaði:Sko.. ef þú tækir "Rökræður 101" þá væri líklega kennt að gagnrýna umræðuefnið en ekki ræðumanninn, það er kallað Ad Hominem. Sem er reyndar mjög vinsælt í internet þrasi hverskyns en er almennt flokkað sem rökleysa (e.logical fallacy), undir það falla uppnefningar og aðdróttanir.GönguHrólfur skrifaði:Ég geri bara það sem að er yfirleitt gert í rökræðum..
En að hinu. Við höfum, en sem komið er, enga leið til að meta líkur á lífi á plánetum sem eru í 1200 ljósára fjarlægð frá jörðu, eins og td. pláneturnar í greininni sem þú benntir á. Við getum bara sagt: gasrisi 0%, ekki gasrisi og í 'grænabeltinu' (e. habitablezone) > 0%. Já, það fækkar mögulegum plánetum mikið en það er samt búið að finna ~260 stykki á aðeins nokkrum árum í fyrstu tilraun (Keppler). Það bendir til þess að 1) plánetur eru mjög algengar og 2) bergplánetur eru tiltölulega algernar. 2018 fer enn öflugri sjónauki á sporbaug og þá finnum við væntanlega enn fleirri plánetur í enn fleirri stjörnukerfum í enn fleirri sólkerfum.
Eftir stendur samt að þótt við gætum ferðast á 5x ljóshraða (tæki samt 240 ár að ferðast til Kepler 62e og 62f) þá er fjöldi pláneta og fjarlægðin á milli þeirra slíkur að það væri frekar óraunhæft að kanna þær allar. Amk. að senda mannaðar feriðir til þeirra.
Og til að flækja þetta en þá meira þá eru menn að gæla við þá hugmynd að það finnist hugsanlega líf á Títan sem er eitt af tunglum Satúrnusar. Títan er a) tungl, sem okkur hefur ekki enn tekist að greina í öðrum stjörnukerfum, b) á sporbaug um gasrisa, sem við basically ignorum í leit að mögulegu lífi og c) langt fyrir utan 'grænabeltið' (habitable zone).
Gefið að við, mannkynið getum núna giskað á sirka hvaða plánetur eru líklegar til að hafa líf, hvað segir það um þá tækni sem að hinar vitsmunaverurnar geti hugsanlega haft, ef að þær geta gert eitthvað sem að við getum ekki gert að sökum skorti á þeirri þekkingu sem vantar til þess að ferðast fleirri ljósár? Þú ert að bera saman tæknina sem að þær hafa, við þá takmörkuðu tækni sem að við höfum. Það skiptir ekki máli hvað við höldum í sambandi við þeirra tækni og vísindalega þekkingu, það skiptir bara máli öll þau gögn sem að benda til tilvistar nefndra utanaðkomandi vitsmunavera.
Og afhverju ályktaru svona ítrekað að þær hafi verið að leita að okkur? Þær gætu hafa einfaldlega fundið okkur að handahófi, og hvernig getur þú einnig ályktað að þær hafi ekki aðrar leiðir til þess að finna líf en í gegnum skynjun útvarps-bylgja?
Þú verður að átta þig á því kæri vin, að þekking okkar á hlutum hefur ekkert með neitt að gera. Bara sú staðreynd að þær hafi þurft að ferðast fleirri ljósára til þess að finna okkur, útilokar allar þær ályktanir sem við getum dregið um tæknilega eiginleika þeirra.
Ég átta mig fullvel á hugtakinu "ad hominem", og ef þú álítur orðið pjakk vera móðgun þá biðst ég afsökunnar á því.
Vill líka benda á þessa frétt sem ég var að sjá á forsíðu mbl.is í dag
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/0 ... _stjornur/" onclick="window.open(this.href);return false;