Hann gleymir að reikna með inn í dæmið sem þarf ekki fyrir eldri bíla:Ekki endilega dýrara að kaupa nýja bíla
Jón Trausti bendir þó á að margir séu farnir að átta sig á því að ekki sé endilega hagstæðara að fjárfesta í eldri bílum. Þannig séu nýir bílar allt að 30% sparneytnari heldur en sömu bílar fyrir rúmlega fjórum árum. Auk þess séu vörugjöld á sparneytnum bílum oft á bilinu 10-15% í stað 30% áður og til viðbótar bætist ábyrgð og minni bilanir á nýlegri bílum.
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... nyja_bila/" onclick="window.open(this.href);return false;
- Kaskótrygging sem er algjört must fyrir nýja bíla
- Þjónustuskoðunin, sem er algjört ripoff, en þarft að fara með hann í umboðið til að halda ábyrgðinni í X þús km. Líklega 4-5 sinnum á ábyrgðartímanum, kannski 40-70 þús í hvert skipti!
- Kostnaður við að bóna hann til að passa upp á virði hans
- Allt svo miklu dýrara við nýja bíla, að gera við, varahlutir og svona
Ég er á gömlum bíl, og hef ekki verið sáttari við rekstrarkostnaðinn... hann er enginn nánast. Partar eru ódýrir og manni er sama um hvort bíllinn sé í kaskó eða ekki, og rispur og beyglur eru leiðinlegar en ekki algjör bömmer einsog á nýjum bílum.
Svo má jú ekki gleyma sjálfu verðinu. Þú gætir eytt 4 milljónum í sæmilegan nýjan bíl, eða 500 þús í ágætan notaðan bíl sem dugar í nokkur ár. Á 2-3 árum lækkar þessi nýji bíll í virði um allavega eina milljón, en þú gætir selt sama 500 þús bíl á kannski 200-300 þús.