Velkominn á Vaktina.
First things first, rúllaðu í gegnum reglurnar á spjallborðinu og fylgdu þeim

Titlar eiga að vera lýsandi svo ég tók mér það bessaleyfi að breyta þínum.
Það er svakalegur afkastamunur milli GTX550Ti og GTX760 svo að ef vélbúnaðurinn þinn að öðru leyti heldur í við GTX760 kortið að þá væri það mjög skemmtileg uppfærsla fyrir leikjaspilun.
Það er alltaf hægt að finna erlendar síður sem senda tölvuíhluti til Íslands. Þú verður þó að muna eftir að taka með í reikninginn sendingarkostnað, virðisaukaskatt og aðra tolla og vörugjöld, eftir því sem við á.
Oft geturðu fengið íhluti og tölvuvörur aðeins ódýrari með því að panta þær sjálfur en þá siturðu hins vegar eftir með sárt ennið ef einhver hluturinn skyldi reynast gallaður.