Ég er sammála að ef að fólki finnst að það verði að haga séð eins og druslur að þá á enginn að geta bannað því það. Þá er ég líka sammála að að enginn á að verða fyrir nauðgun hvort sem að einstaklingurinn er drusla eða ekki.
Hinsvegar finnst mér það vera mjög heimskulegt að senda þau skilaboð að það sé ekkert að því að vera drusla. Það má vel vera að druslur eigi ekki að verða fyrir ofbeldi frekar heldur en aðrir, en það er nú samt ekki eins og að það sé eitthvað voða aðdáunarvert að vera drusla.
Mér finnst að umræðan um kynferðisofbeldi sé kominn út á villigötur þegar verið er að halda því fram að það sé bara ok að vera drusla að því að fólk á ekki að geta nauðgað druslum.
