Er að hugsa um að fjárfesta í svona minniskælingum eins og eru seld í start.is og á fleiri stöðum, en ég er ekki viss um hvort þetta kæli mikið. Þannig að ég var að spá í hvort einhver vissi eitthvað um þetta (hvað þetta kæli mikið, hvort ál eða kopar sé betra og fleira) svo væri fínt að sjá einhver review og bara eins miklar upplýsingar og þið getið veitt mér.
Arnar skrifaði:
Þú þarft ekki að kæla það fyrr en þú ert kominn yfir 3.5v
Eins og Arnar sagði....þetta getur bætt stöðuleika ef þú ert að keyra minnið mikið yfir default hraða.En prófaðu bara fyrst án þess.gætir siðan látið viftu blása á minnið og ef það er betra..þá er kannski spurning að kíkja á svona HS