Ég á tvo Highland Oran 4303 gólfhátalara http://www.highland-audio.com/EN/Produi ... _4303.html sem eru með svolítið skrítið vandamál, lýsir sér þannig að það koma greinilegar og miklar truflanir í hljóði, aðallega í bíómyndum og klassískri tónlist en í mörgum tegundum af tónlist þá kemur þessi bilun lítið sem ekkert fram eins og í rokki. Breyting á eq stillingum hafa lítil sem engin áhrif, þetta byrjaði í einum hátalaranum en er nú komið í þá báða.. búinn að fara með þá heim til vinar míns og tengja þá við kerfið hans þar og bilunin hljómar alveg eins í þeim lögum þar sem þetta kemur greinilega fram. Um daginn eftir að hafa komið heim og verið að athuga málið þá var vandamálið algjörlega horfið og bíómynd sem var nánast óáhorfanleg útaf hljóðtruflunum spilaðist fullkomlega, en byrjaði svo aftur daginn eftir
](./images/smilies/eusa_wall.gif)