Ég átta mig ekki alveg á þessum gríðarlega verðmun á fartölvum. Ég var að koma frá USA og keypti þar ASUS Vivobook 14" skjár, nákvæmlega eins og þessi http://tolvutek.is/vara/asus-vivobook-s ... -silfurlit" onclick="window.open(this.href);return false;
Á Íslandi kostar hún 169.900 kr. en í búðinni þar sem ég keypti hana, Microsoft store kostar hún $639 með tax sem gerir 81.153 kr. samkvæmt visa yfirlitinu. Ég get því keypt 2 í USA fyrir verð á 1 stk. á Íslandi. Ég þurfti ekki að borga af henni þar sem nú má koma með einn hlut sem kostar 88 þús. inn til landsins.
Ég fæ auðvitað ekki 2 ára ábyrgðina sem við fáum á Íslandi en hún kemur með 1 árs alþjóðlegri ábyrgð.
Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 225
- Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Re: Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
Þar kemur a.m.k. 21.000 kr af verðinu.Sera skrifaði:Ég þurfti ekki að borga af henni þar sem nú má koma með einn hlut sem kostar 88 þús. inn til landsins.
Það og þú þurftir ekki að borga sendingarkostnað (ef þú tekur flugið með sem sendingarkostnað þá borgar þetta sig eflaust ekki). Þú þarft ekki að borga leigu á plássi undir búð eða laun starfsmanna í búðinni. Frekar fljótt að telja þegar allt er tekið inn í verðið.Sera skrifaði:Ég fæ auðvitað ekki 2 ára ábyrgðina sem við fáum á Íslandi en hún kemur með 1 árs alþjóðlegri ábyrgð.
common sense is not so common.
Re: Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
þetta er gamalt verð hjá tölvutek og er líka sérpöntun ekki eitthvað sem að þeir versla beint á bretti einsog aðrar fartölvur þar að auki eru flestar fartölvur hér á landi verslaðar frá evrópu sem er annað markaðssvæði og hærri verð sem að fylgja því
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 225
- Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
Þó að ég hefði pantað hana á netinu og látið senda mér heim þá efast ég stórlega um að ég hefði náð upp í 169 þúsund.Gislinn skrifaði:Þar kemur a.m.k. 21.000 kr af verðinu.Sera skrifaði:Ég þurfti ekki að borga af henni þar sem nú má koma með einn hlut sem kostar 88 þús. inn til landsins.
Það og þú þurftir ekki að borga sendingarkostnað (ef þú tekur flugið með sem sendingarkostnað þá borgar þetta sig eflaust ekki). Þú þarft ekki að borga leigu á plássi undir búð eða laun starfsmanna í búðinni. Frekar fljótt að telja þegar allt er tekið inn í verðið.Sera skrifaði:Ég fæ auðvitað ekki 2 ára ábyrgðina sem við fáum á Íslandi en hún kemur með 1 árs alþjóðlegri ábyrgð.
Ég veit að Ísland er lítið markaðssvæði, en þeir í búðinni í USA þurfa líka að fá hana senda frá Asíu og halda úti búð og starfsmönnum. Svo það er ekkert öðruvísi en á Íslandi.
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Re: Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
Ósammála um að það sé ekkert öðruvísi, líklegast meira magn sem fer í gegnum búðir á borð við Microsoft Store sem geta þá pantað þetta inn í meira magni sem þýðir lægra verð per tölvu.Sera skrifaði:Þó að ég hefði pantað hana á netinu og látið senda mér heim þá efast ég stórlega um að ég hefði náð upp í 169 þúsund.
Ég veit að Ísland er lítið markaðssvæði, en þeir í búðinni í USA þurfa líka að fá hana senda frá Asíu og halda úti búð og starfsmönnum. Svo það er ekkert öðruvísi en á Íslandi.
Annars, ef við tökum aðra tölvu, sem er ekki sérpöntun, t.d. þessa. Hún kostar um 465 USB á Newegg, gerum ráð fyrir að sendingarkostnaðurinn sé 60 USD þá er verðið frá USA um 115 þúsund kr með vsk.
Líklegast er rétt, sem DabbiGj bendir á, að þetta sé gamalt verð þar sem þetta er sérpöntun.
common sense is not so common.
Re: Verðmunur á fartölvum á Ísl. og í USA
Langmesti munurinn, og oftast sá sem minnst er hægt að afsaka eru verðin á Lenovo/Dell/HP enterprise línunum. Bara til þess eins að geta slegið nógu mikið af 'listaverð' til stórra kúnna.
Ég er búinn að kaupa 3 síðustu ThinkPads frá USA og í öll skipti 50-60% ódýrari en hér heima. Óafsakanlegt.
Ég er búinn að kaupa 3 síðustu ThinkPads frá USA og í öll skipti 50-60% ódýrari en hér heima. Óafsakanlegt.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.