Fartölvu val fyrir nám

Svara

Höfundur
mattiskj
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 30. Maí 2012 23:09
Staða: Ótengdur

Fartölvu val fyrir nám

Póstur af mattiskj »

Ég er búinn að vera að skoða mikið af fartölvum fyrir skólann, er að fara í tölvunarfræði og vantar góða tölvu fyrir lítið. Er búinn að finna tvær hérna sem mér líst vel á en væri til í að fá álit frá ykkur og jafnvel betri hugmyndir ef þið eruð með þær.

Líst mjög vel á þessa en hún er ekki með 1920x1080 upplausn, finnst ykkur það skipta miklu máli ??? http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 0,560.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi hérna er líka virkilega flott, en er ekki með ssd og ég hef átt ódýra acer tölvu áður sem ég notaði sem náttborð því hún var svo léleg, svo ég veit ekki hvort ég eigi að þora að typpa aftur á acer. http://tolvutek.is/vara/acer-aspire-v3- ... -silfurlit" onclick="window.open(this.href);return false;.

skemmir ekki fyrir að hún geti keyrt leiki og helst ekki kosta mikið meira en 200 k

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af Skari »

1920x1080 upplausn á svona litlum skjá verður pottþétt óþægilegt

en googlaði þessa tölvu upp á reviews og fyrsta sem ég sá er að menn eru að kvarta um 'pulsating fan'.

Ef ég væri þú þá myndi ég google-a þær tölvur sem þú hefur áhuga því persónulega finnst mér takmarkað að hlusta á sölumann þar sem hann jú
vill selja þér vöruna.


*Edit*

Thinkpad vélar eru dýrar og hef lesið um að þó margir hérna hafi einfaldlega keypt sínar að utan, að það hafi verið miklu ódýrara.. ættir kannski að kíkja á það
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af KermitTheFrog »

Skari skrifaði:1920x1080 upplausn á svona litlum skjá verður pottþétt óþægilegt
Ég er með Zenbook með 13" 1920x1080 skjá og það er bara guðdómlegt. Miklu þægilegra og mun meira pláss á skjánum til að vinna með. Það hefur orðið allt of mikil stöðnun og metnaðarleysi þegar kemur að skjáupplausn í fartölvum.

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af Haflidi85 »

Þekki ekki marga sátta acer eigendur, hefurðu skoðað merki eins og toshiba og asus ?
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af Eiiki »

Ef ég væri að versla mér fartölvu fyrir tölvunarfræðinám myndi ég einblína á eftirfarandi:

Að hafa SSD disk í vélinni þar sem að þú ert ekki að fara að geyma nein stór skjöl á henni.

Að hafa helst ekki stærra en 13-14" skjá. Það er mjög leiðinlegt að dröslast með stórar fartölvur með sér allan daginn. Bónus er ef skjárinn er með góða upplausn!

Að hafa gott batterý getur verið mjög þæginlegt, að hafa tölvuna nánast alltaf í sambandi er mjög pirrandi.

Örgjörvi: Engin spes skilyrði á örgjörva en i7 er algjört overkill. i5 væri held ég málið

Minni: 8GB eru meira en nóg.

EDIT: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2345" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi væri alveg tilvalin en þú spilar enga leiki á henni :)
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Höfundur
mattiskj
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 30. Maí 2012 23:09
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af mattiskj »

Ég hef líka verið að pæla í þessari:

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2369" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvað segið þið um hana?

Padrone
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 08:58
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af Padrone »

i5-3317u (low voltage processor) U segir það. Skorar 3117 stig @ 1.7 gHz á passmark.com
i7-3632QM (Quad mobile processor) QM segir það. Skorar 7114 stig @ 2.2 gHz (er með boost upp í 3.* gHz) á passmark.com
i7-3630QM (Quad mobile processor) QM segir það. Skorar 7764 stig @ 2.4 gHz (er með boost upp í 3.4 gHz) á passmark.com

Ef þú ert að fara í tölvunarfræði þá myndi ég segja að örgjafinn væri nr. 1 2 og 3.
Upplausnin 1600x900 er alveg nógu góð á 15.6" vél (ég hef heyrt útundan mér að 1366x768 upplausnin sé óheppileg fyrir 16:9 formattið) þó engin rök fylgi þessu.

Ef þú ert að fara að vinna mikið á tölvuna annað en taka niður punkta eða glósa þá færi ég í 15.6" vél (tala nú ekki um ef þú ætlar að fara í einstaka leik)

Skoðað þessa til samanburðar við hinar vélarnar sem þú hefur verið að skoða

-EDIT-
Persónulega færi ég ekki í U örgjörva, þeir eru bara ekki kraftmiklir eins og sumir auglýsa.
AMD 250 Regor - GA-MA770-UD3 - ATI HD5850 - 8GB 800 MHz - 500GB Seagate - Win7-HP
*Hef ekkert á móti neinni verslun, versla bara ekki við fífl
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu val fyrir nám

Póstur af SolidFeather »

1080p er algjört lágmark fyrir tölvunarfræðinámið. Ég er með 15.6" 1080p vél og það er ekkert mál að flakka með hana í skólanum, enginn munur á því að vera með hana eða 13.3" vél sem ég var með um tíma.

720p er alveg glatað fyrir forritun.

Ég fann ekki fyrir því að ég þyrfti öflugri örgjörva þegar ég var með ThinkPad t400 með dualcore örgjörva.
Svara