Kominn aftur í Windows 7. Entist í viku í Linux... það er svona meðaltalið

En hvílík breyting að vera kominn aftur í Windows 7. Þetta er miklu meira snappy og allt miklu hraðvirkara og manni finnst sem maður hafi miklu meira desktop pláss, allt opnara, léttara og ferskara. Og kosturinn við Windows 7 er að maður þarf ekki að eyða tíma í að modda lookið, það kemur flott out-of-the-box.
En já, gaman af þessu, þurfti hvort sem er að hreinsa hjá mér og fínt að vera kominn með allt "fresh".
Held áfram að gera tilraunir með Linux, en héðan í frá bara í VirtualBoxi. Ætla að prófa að gera Gnome theme, sjáum til hvernig það gengur.
btw. er ekki með neitt "prejudice", vil bara nota það sem mér finnst gera mig mest productive. Linux er klárlega kostur fyrir þá sem vilja ekki kaupa Windows og eru ekki að nota tól einsog Photoshop eða keyra leiki. Miðað við hvernig Linux var fyrir 5 árum þá hefur mikið breyst á desktopnum til batnaðar, sérstaklega með Ubuntu.
En ég er búinn að eyða viku í að lesa mig til um Linux og allt sem því tengist, og í raun mun meira en það, t.d. stöðu stýrikerfishönnunar almennt og hugbúnaðarþróunar, t.d. afhverju Adobe er ekki búið að gera Photoshop fyrir Linux, og þær ástæður eru mjög valid. Maður skoðaði með micro-kernela stýrikerfi, t.d. Minix 3 og Singularity hjá Microsoft. Maður las alla gagnrýni um Linux og maður varð smá hugsi yfir því. Þetta er virkilega skrítinn heimur. Maður er eiginlega forviða að stýrikerfi virki yfir höfuð miðað við hvað þau eru byggð á úreldri hugsun, allt orðið 20-30 ára gamalt það sem notað í bakgrunni.
Windows er ekki fullkomið, langt í frá. En stundum held ég að Linux sé over-glorified í samanburði. Í mínum huga er Microsoft mun þroskaðri aðilinn í þessu samhengi, en Linux er slitróttur hópur pirraðra nörda. Það eru held ég mun fleiri að forrita Linux og hugbúnað í Linux heldur en Microsoft Windows stýrikerfið. Hinsvegar er "sum of the parts" af þeirri vinnu Linux manna langtum minni en útkoman hjá Microsoft. Það virðist vera mikið óhagræði í því hvernig fyrirkomulag Linux er... ég meina yfir 300 mismunandi distro, allir í sínu horni. Svo eru álitamál uppi um hvort Linux kernellinn sé yfirleitt nægilega vel hannaður.
Ég hef lært að meta Windows, þó það hafi ekki verið ætlunin. En það þýðir ekki að ég hafi endilega minna álit á Linux, heldur veit ég núna bara betur hvaða skrímsli þetta Linux er, and it ain't pretty!!
