Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?


marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af marijuana »

hfwf skrifaði:Átt bara nota linux sem console, það er ekki good for anything else. Win for the rest. IMO ofc.
En hvað þá með mig ?

Ég spila ekki mikið af leikjum og þá ef ég spila þá í PC er það ~ 1x á ári
Ég er ekki mikið fyrir myndvinnslu, ef svoo er nota ég bara GIMP enda finnst mér það þæginlegast.
Ég nota tölvunna mína í að spila myndir og þætti.
Ég nota vélina mína undir Web Server.
Ég vil einnig geta haft easy access í tölvuna mína. (SSH)

Hentar linux Console mér alltí einu og Windows betra í þetta allt ? Og staðreyndin að mér líkar ílla við Windows kemur vel þarna inní líka.

@Appel

Þú ert að staðhæfa Linux kerfin útfrá Unity ? Unity er eitt það mesta drazl sem ég hef séð og prufað... =;
En hinsvegar er sumt sem þú taldir upp í fyrsta póstinum einfaldlega matsatriði sem öðrum getur fundist þæginlegt. :happy

Prufaðu Linux Mint Cinnamon eða Linux Mint MATE. Þau looka vel finnst mér allavega. Hef samt ekkert prufað þau enda er ég meira fyrir AwesomeWM. 8-[
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af jojoharalds »

Kristján skrifaði:þú getur ekki gert neinar helvítis kröfur á hluti sem eru GEFINS!!!!

það segir sig nú sjálft.....

the same sjitt he said
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af appel »

Well....

Ég er búinn að skipta yfir í Linux Ubuntu, ætla að gefa þessu séns.

Ástæðan fyrir Ubuntu er einfaldlega sú að þetta er stærsta "end-user" distroið, og margt sem virkar bara "by default", einsog að spila h264 video, sem virkar ekki einu sinni í Windows 7 by default. Þ.e. lang líklegast að hægt sé að leysa úr user vandamálum í ubuntu þar sem samfélagið er stærst þar, og auk þess er reynt að gera þetta þægilegt... þó það takist nú misjafnlega.

Stærsta vandamálið er driverar, t.d. fyrir skjákortið. ER að reyna komast að því hvernig maður kemur upp þessum nvidia control panel. Þannig að fyrstu viðbrögðin mín eru:
- Reiðubúið til notkunar frá byrjun.
- Að gera eitthvað sem er bara mjög einfalt á Windows er heljarinn vesen á Linux... t.d. einsog að installera nýjum skjákortsdriverum. Maður getur bara sótt eitthvað ".run" frá nvidia.com, sem ubuntu skilur ekki neitt. Þetta er ekki einsog á windows þar sem maður sækir exe installer sem svo gerir allt fyrir mann.
*-*
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af dori »

appel skrifaði:Stærsta vandamálið er driverar, t.d. fyrir skjákortið. ER að reyna komast að því hvernig maður kemur upp þessum nvidia control panel. Þannig að fyrstu viðbrögðin mín eru:
- Reiðubúið til notkunar frá byrjun.
- Að gera eitthvað sem er bara mjög einfalt á Windows er heljarinn vesen á Linux... t.d. einsog að installera nýjum skjákortsdriverum. Maður getur bara sótt eitthvað ".run" frá nvidia.com, sem ubuntu skilur ekki neitt. Þetta er ekki einsog á windows þar sem maður sækir exe installer sem svo gerir allt fyrir mann.
Þú þarft að skipta um hugarfar þegar þú prófar Windows varðandi það hvað forrit eru og hvernig þau eru keyrð og uppsett. Ubuntu (og flestar ef ekki allar dreyfingar) predika það að nota pakkastjóra sem er muuuun þægilegri og öruggari leið til að setja upp hugbúnað en það að fara á internetið og finna random .exe skjal og keyra það (Windows reyndar kom með svona "trusted creator" dót, en samt löngu eftir að pakkastjórar voru default með öllum linux dreyfingum). Það má segja að sá hugbúnaður sem er í repoinu sem er fyrirfram skilgreint sé hugbúnaður sem er officially studdur af dreyfingunni. Ef það er eitthvað sem þig vantar sem er ekki fáanlegt í því repoi þá er yfirleitt einhver þriðji aðili sem heldur úti repoi sem býður uppá það (en það er þá ekki jafn auðvelt að fá hjálp ef eitthvað virkar ekki). Það að fara á netið og sækja einhverjar skrár til að keyra er s.s. ekki sú leið sem þú ferð til að setja upp hugbúnað á Linux nema þú sért kominn í einhverjar spes pælingar.

Það eru margar leiðir til að setja upp Nvidia rekla á Ubuntu, það að nota þessa .run skrá er eitthvað sem þú ættir bara að gera ef þú ert að leita eftir einhverju (hugsanlega betri afköstum) sem það sem er í pakkastjóranum býður ekki uppá. Ubuntu er bæði með open source rekla (það er sjálfgefna uppsetningin) og binary rekla frá Nvidia sem er pakkað inn í .deb skrá og eru aðgengilegar í Ubuntu repounum. Sjá hér fyrir leiðbeiningar frá Ubuntu. Mín reynsla er samt (frekar gamalt Ubuntu reyndar) að kerfið segir þér frá því (nýuppsett og ekkert búið að eiga við það) ef þú getur fengið binary rekla fyrir skjákortið. Það eina sem þarf að gera er að virkja það.

Þetta er s.s. spurning um nýjar leiðir til að gera hluti. Linux er ekkert mikið yngra en Windows og þegar ákvarðanir varðandi hvernig svona hlutir ættu að vera gerðir var ekkert endilega verið að apa lélegu UX sem Windows fólk var búið að sætta sig við bara til að vera samrýmanleg við Windows. Ef þú gefur þessu smá sjens og hugsar um hvað þú ert að gera frekar en hvernig þú gerðir þetta á Windows þá kemur þetta rosalega fljótt.

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af coldcut »

appel skrifaði:Well....

Ég er búinn að skipta yfir í Linux Ubuntu, ætla að gefa þessu séns.

Ástæðan fyrir Ubuntu er einfaldlega sú að þetta er stærsta "end-user" distroið, og margt sem virkar bara "by default", einsog að spila h264 video, sem virkar ekki einu sinni í Windows 7 by default. Þ.e. lang líklegast að hægt sé að leysa úr user vandamálum í ubuntu þar sem samfélagið er stærst þar, og auk þess er reynt að gera þetta þægilegt... þó það takist nú misjafnlega.

Stærsta vandamálið er driverar, t.d. fyrir skjákortið. ER að reyna komast að því hvernig maður kemur upp þessum nvidia control panel. Þannig að fyrstu viðbrögðin mín eru:
- Reiðubúið til notkunar frá byrjun.
- Að gera eitthvað sem er bara mjög einfalt á Windows er heljarinn vesen á Linux... t.d. einsog að installera nýjum skjákortsdriverum. Maður getur bara sótt eitthvað ".run" frá nvidia.com, sem ubuntu skilur ekki neitt. Þetta er ekki einsog á windows þar sem maður sækir exe installer sem svo gerir allt fyrir mann.
Finndu "Software and Drivers" applicationið og farðu þar í "Additional Drivers". ;)

Annars er ég í augnablikinu að nota Ubuntu Gnome (13.04) á vinnutölvunni og það sleppur alveg.
Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af fannar82 »

Tjah, það eru til þónokkrar leiðir til að fá fallegt linux desktop , ég nota ekki linux nema fyrir servera en ég fann þetta td, strax


http://lifehacker.com/5907268/the-twilight-desktop" onclick="window.open(this.href);return false; ( ekki twilight as in the movie :) )
[b](\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob![/b]
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af appel »

ER búinn að nota Ubuntu núna í viku og þetta gengur alveg. Er reyndar ekki að keyra neina leiki og er ekki búinn að setja upp Photoshop, en sjáum til hvernig það gengur.

Það sem ég skil ekki með Linux er hversvegna öll þessi linux distro eru FORLJÓT "by default". Ég er búinn að prófa öll þessi helstu distro í dag, keyra í virtualboxi til að sjá, en vá maður... ég vil ekki nota þetta ef þetta lítur svona út.
Einsog fannar82 bendir á þá er að hægt að gera Linux desktop bara déskoti fallegt, en af einhverjum ástæðum þá eru öll þessi Linux distro (by default) jafn forljót og eitthvað X umhverfi frá 1990.

Svo er þetta með Ubuntu Unity stuff... ekki einu sinni hægt að staðsetja þennan launchpad NIÐRI!! Þetta er sorglega fáránlegt, og það sem gerir þetta enn meira pirrandi er það að Canonical VILL að þessi bar sé þarna til vinstri og vill ekki leyfa þér að staðsetja hann annarsstaðar.

Ég er líklega búinn að eyða nokkrum dögum í að reyna tjúna til fullt af hlutum í Ubuntu, og þetta er búið að vera algjört rugl stundum. Það er ekkert gert auðvelt fyrir þig "by default", þú þarft að googla allt, finna skipanalínur til að keyra til að installera einhverjum obscure pökkum sem þú veist ekkert hvað gera, keyra svo einhverjar skipanir í unity skipanalínunni til að restarta compiz, svo þarftu að fara í eitthvað utility og modifya það og svo búa til config skrá á einhvern stað einhversstaðar til að geta breytt mouse cursor.... ég meina ga ga ga... :D


SVo skil ég ekki Canonical að vera að stússast í svona mörgum distroum. Geta þeir ekki bara drullast til að einbeita sér að einni útgáfu og gert hana virkilega góða, í staðinn fyrir að gera margar lélegar útgáfur?

Stundum er þetta einsog að rökræða við lið sem er með grjót í hausnum.
*-*

hfinity
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 23:17
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af hfinity »

@appel; Prófaðu Linux Mint bæði Mate og Cinnamon desktoppin og segðu ojj þegar þú kemur aftur. Prófaðu að setja önnur desktop með öðrum útgáfum.

Venjulegt Ubuntu er venjulegt með Unity en þú getur auðveldlega tekið það í burtu ef þú lest þig til áður en þú bara hendir disknum inn og install.
edUbuntu er Unity með extra fríum forritum handa fólki í skóla
kUbuntu er Ubuntu með öðru desktoppi að nafni KDE sem er hægt að modda mjög vel til að láta líta vel út

Þegar þú velur Linux þá ertu að velja frelsi og þú verður að finna það distro sem þér líkar best og svo velja það desktop env. sem þér líkar best. (vice versa)
Ég vel í dag Linux Mint Debian Mate sem er rolling release og notar Debian Base kerfið og með Mate Desktop sem er byggt upp á KDE. Mér líkar vel við Debian R-R og hvernig Mate desktoppið lítur út OOTB
Þetta snýst allt um að leita og finna það sem hentar þér

marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af marijuana »

appel skrifaði:ER búinn að nota Ubuntu núna í viku og þetta gengur alveg. Er reyndar ekki að keyra neina leiki og er ekki búinn að setja upp Photoshop, en sjáum til hvernig það gengur.

Það sem ég skil ekki með Linux er hversvegna öll þessi linux distro eru FORLJÓT "by default". Ég er búinn að prófa öll þessi helstu distro í dag, keyra í virtualboxi til að sjá, en vá maður... ég vil ekki nota þetta ef þetta lítur svona út.
Einsog fannar82 bendir á þá er að hægt að gera Linux desktop bara déskoti fallegt, en af einhverjum ástæðum þá eru öll þessi Linux distro (by default) jafn forljót og eitthvað X umhverfi frá 1990.
Linux er ekki beint besta kerfið í leikjaspilun og Photoshop.. Nokkuð viss um að þú lendir í veseni með það. :?

En það er eins og þú fattir ekki að það sem þér finnst flott finnst öðrum forljótt, þetta er matsatriði. Ekki eins og Canonical eð hvað sem þetta heitir sé að búa til útlitið bara fyrir þig. ](*,)
Fráskilið pörtunum sem eru plain heimskulegir hjá þeim, sem er flest allt þegar kemur að Unity... Persónulega finnst mér MATE og CINNAMON flott desktop BY DEFAULT.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af appel »

Ubuntu kemur "by default" alveg þokkalega út, en ég vil samt hafa hlutina öðruvísi.

Það benda mér allir á Linux Mint, en mér finnst það rosalega amatörlegt í útliti.

Ég hef ekki fundið neitt Linux distro sem er bara "VÁ! Þetta er málið!" by default.

Svo var ég að prófa Arch Linux... bíddu, er þetta bara skel? :D IMO totally unusuable.

Prófaði einnig Xubuntu... þar er ekki einu sinni nothæft desktop umhverfi, alt-tab not supported!


Hardcore Linux menn halda kannski að ég sé bara að tröllast. En seriously, farið í smá naflaskoðun á þessu Linux desktop umhverfi. Það vill enginn 20 distros öll með jafn ömurlegan front-enda. Menn vilja kannski eitt eða tvö distro sem eru flott.

Hvar væri Linux ef það væri ekki fyrir Ubuntu spyr ég bara? Þetta er eini aðilinn sem hefur eytt tíma í viðmótshönnun og notendaeinfaldleika. Installið hjá þeim er rosalega einfalt og gott. Eini gallinn við Ubuntu er að þú átt að nota það einsog það kemur frá kúnni, þó það sé ekki endilega heppilegast í desktop notkun.


Það sem vantar er að setja alla þessa forritara saman í herbergi með hönnuðum, fá einhvern Steve Jobs-like með svipu og öskrar á þá og lætur þá puða í 2-3 mánuði til að gera almennilega desktop útgáfu. Það er nefnilega það sem Apple og Microsoft gera, þau leggja rosalega áherslu á viðmótið. Linux forritarar hafa meiri áhuga á öðrum hlutum.
*-*

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af Bjosep »

Ég var í nákvæmlega stöðu og Appel. Fékk mér Linux, fannst hann ljótur þannig að ég fór og fékk endurgreitt. Sönn saga ...
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af beatmaster »

Ég held nú bara að alvöru grafískir hönnuðir séu ekki mikið fyrir að gefa vinnuna sína
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af dori »

beatmaster skrifaði:Ég held nú bara að alvöru grafískir hönnuðir séu ekki mikið fyrir að gefa vinnuna sína
Canonical borgar ágætlega. Red Hat gerir það líka...

Það að varan sem neytandinn fær sé ódýr þýðir ekki að enginn sem er þarna fyrir aftan fái greitt fyrir vinnuna sína.

http://www.canonical.com/about-canonica ... esign-jobs" onclick="window.open(this.href);return false;

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af coldcut »

hfinity skrifaði: Debian Base kerfið og með Mate Desktop sem er byggt upp á KDE.
Mate er ekki byggt á KDE! [-(

@appel: hefurðu skoðað Unity Tweak Tool?
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af Swooper »

Linux er bara ókeypis ef þú metur tíma þinn einskis. Það þarf að eyða smá tíma í að gera það fallegt - reyndar alveg eins og með windows. Ef maður vill gera windows almennilegt þarf maður að eyða tíma í að setja upp og stilla alls konar dót eins og Rainmeter, Rocketdock osfrv, það er bara nákvæmlega eins með linux, nema ef eitthvað er þá er auðveldara að customisa það.

Sjálfur er ég að keyra Linux Mint 15 með Cinnaomn WM á fartölvunni minni og í vinnunni. Tók mér smá tíma í að setja upp themes og stilla til og frá, og þetta er afraksturinn (not pictured: hinn skjárinn, ekkert merkilegt á honum):
PRIME_BBCODE_SPOILER_SHOW PRIME_BBCODE_SPOILER: Stór mynd
Mynd
Mínímalískt og stílhreint, eins og ég vil hafa það. Smá hnökrar hér og þar (eins og að skype og launchy iconin hægra megin á taskbarnum fá ekki icon þemað), en í heildina er ég sáttur við þetta. Ekki reyna að segja mér að þetta sé ljótt, amk.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af Talmir »

Ég held að sumir séu að rugla á "linux" og "window manager".

"linux" lýtur ekki illa út. Það lýtur bara alls ekkert út því það hefur ekkert útlit. Hinir ýmsu window managerar, theme managerar, litaþemur, skjáir, upplausnir og svoleiðis eru þeir hlutir sem hafa áhrif á útlitið. T.d. er mikið hamrað hérna á að "ubuntu" sé ljótt.. Er það ekki bara "unity" window managerinn sem honum finnst ljótur?

edit: Ég nota XFCE bæði heima og í vinnuni á borðtölvunum. Á laptop nota ég awesome wm. Allt frekar groovy að mínu mati.
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af Swooper »

Talmir skrifaði:Ég held að sumir séu að rugla á "linux" og "window manager".

"linux" lýtur ekki illa út. Það lýtur bara alls ekkert út því það hefur ekkert útlit. Hinir ýmsu window managerar, theme managerar, litaþemur, skjáir, upplausnir og svoleiðis eru þeir hlutir sem hafa áhrif á útlitið. T.d. er mikið hamrað hérna á að "ubuntu" sé ljótt.. Er það ekki bara "unity" window managerinn sem honum finnst ljótur?
Mjög valid ábending... :lol:
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af appel »

Þetta er viðloðandi við öll þessi Linux distro, mér er sama hvað þú vilt nefna það. Ljótleiki, og fyrirhöfn við að breyta hlutunum.

Þegar menn hafa það frumkvæði að búa til nýtt Linux distro þá setja þeir sér einhver markmið (væntanlega) um að gera besta "end-user" distroið.

En "end-user" er mjög huglægt í huga þessa samfélags, því "end-user" í Linux heiminum eru nefnilega ekki sömu "end-user" og í Makka og Windows heiminum, þ.e. venjulegt fólk og fólk sem vill bara að hlutirnir virki "out of the box".
"End-user" í Linux heiminum er nefnilega sérfræðingurinn sem kunni allt fyrir, kerfiskallinn, skeljarnördinn, sem veit nákvæmlega hvaða pakka hann er með uppsetta, hvaða version of kernel hann er með, og hvað nákvæmlega hann þarf að gera til að tweaka útlitið til.

Sorglegast er að hlusta á Linux mann tala um hvað Linux er frábært og hann skilur ekki afhverju fleiri eru ekki að nota Linux. Svo þegar maður nefnir þessir atriði við hann þá fer hann í vörn og ásakar mig um að vera bara vitlaus og vill helst ekkert hlusta.

@coldcut: já, búinn að fikta mikið í unity tweak tool, og öðrum tweak toolum.
@Swooper: lookar fínt, en doldið framúrstefnulegt fyrir mig :)



Hið fyndna við þetta Unity er... þetta er mun síðra heldur en það sem er í Gnome 3, usability-lega séð.
*-*
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af tlord »

sammála því að linux sem desktop sé ekki að gera sig fyrir venjulegt fólk (því miður)
ágætt eflaust fyrir masokista og þá sem ganga með tvíkfetis

hef reyndar tekið eftir því að þeir sem nota, eru varla í neinu nema browser/email/textedit
þeir sem þrífast í svo þröngum ramma hafa það alveg fínt....

það þyrfti að vera hægt að tvíka þetta í spað með einni xml skrá og hoppa á milli skráa á 0,1 sek
(er það kanske hægt ?)
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af dori »

Ég held einmitt að Canonical sé allt of upptekið að þessu usecase sem við sem ölumst upp við tölvur (með öðrum stýrikerfum) könnumst ekkert við. Kerfi sem er tiltölulega auðvelt fyrir fólk sem notar tölvuna í ekkert annað en svona basic dót.

Ef þú myndir gleyma öllu sem þú kannt á tölvur gæti ég alveg trúað að Ubuntu með Unity sé ekkert verra en Windows/OSX í notkun fyrir þennan venjulega gæja sem vill bara skoða netið, horfa á myndbönd, hlusta á tónlist og svo kannski smá ritvinnsla/tölvupóstur inn á milli. Jafnvel mun skárra.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af appel »

Satt. Target usecase er einhver einföld notkun, sorglegt, en í þeim ramma er enginn munur á windows og ubuntu
*-*
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af tlord »

jamm, kjánalegt þetta one-size-fits-all dæmi!! þetta eru jú fo***ing tölvur!!

þetta er líka soldið í w7 það vantar 'expert mode'

hfinity
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 23:17
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af hfinity »

coldcut skrifaði:
hfinity skrifaði: Debian Base kerfið og með Mate Desktop sem er byggt upp á KDE.
Mate er ekki byggt á KDE! [-(

@appel: hefurðu skoðað Unity Tweak Tool?
Afsakið en sorrry ef það er rangt. Ég veit að það keyrir upp gnome á bakvið en það lítur út eins og KDE var forðum áður en bara betra.
Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af Talmir »

appel skrifaði:Þetta er viðloðandi við öll þessi Linux distro, mér er sama hvað þú vilt nefna það. Ljótleiki, og fyrirhöfn við að breyta hlutunum.

Þegar menn hafa það frumkvæði að búa til nýtt Linux distro þá setja þeir sér einhver markmið (væntanlega) um að gera besta "end-user" distroið.
Það er rétt, en það fer líka algerlega eftir end usernum hvort það sé yfir höfuð pælt eitthvað í útlitinu. Tökum sem dæmi Arch sem er ætlað sem desktop user distro (oftast), þar er gert ráð fyrir að notandinn sé ekki það óþolinmóður að hann nenni ekki að breyta smá window managernum sínum heldur er algerlega gert ráð fyrir að notandinn setji upp sitt eigið útlit. Ef við töku Ubuntu sem dæmi þá er þar gefið notandanum default gluggakerfi en það er algerlega gert ráð fyrir að flestir breyti frá unity yfir í eitthvað annað. Flest distro eru eins vel uppsett fyrir sinn ætlaða end-user og hægt er. Þeir geta voða lítið gert ráð fyrir að windows gaur hoppi inn og tilkynni svo heiminum að honum finnist þetta ljótt og nenni ekki að breyta því.
appel skrifaði: En "end-user" er mjög huglægt í huga þessa samfélags, því "end-user" í Linux heiminum eru nefnilega ekki sömu "end-user" og í Makka og Windows heiminum, þ.e. venjulegt fólk og fólk sem vill bara að hlutirnir virki "out of the box".
"End-user" í Linux heiminum er nefnilega sérfræðingurinn sem kunni allt fyrir, kerfiskallinn, skeljarnördinn, sem veit nákvæmlega hvaða pakka hann er með uppsetta, hvaða version of kernel hann er með, og hvað nákvæmlega hann þarf að gera til að tweaka útlitið til.
Heilmikil ályktun í síðustu setningu. End userar eru eins margir og distroin. Sumir vilja bara spila tölvuleiki, aðrir vilja bara skoða e-mailin sín og svo framvegis. Ef tekinn er heildar fjöldinn af linux notendum (í fyrirtækjum, fikturum, forvitnum einstaklingum o.s.frv) þá býst ég við að "sérfræðingurinn sem kann allt" er í minnihluta. Ég hef engar tölur fyrir það, en það er nógu mikið af stofnunum út í heim og nískum tölvunotendum út um allt með allskonar áhugamál til að ég sé nokkuð öruggur með það.
appel skrifaði: Sorglegast er að hlusta á Linux mann tala um hvað Linux er frábært og hann skilur ekki afhverju fleiri eru ekki að nota Linux. Svo þegar maður nefnir þessir atriði við hann þá fer hann í vörn og ásakar mig um að vera bara vitlaus og vill helst ekkert hlusta.
Sorglegasta er að hlusta á Windows mann tala um hvað Linux er hörmulega ljótt. Svo þegar maður nefnir ástæður/sögu og aðferðir til að breyta hlutunum þá vill hann helst ekkert hlusta.

Ef þú pælir í því, flestir windows notendur eru aldir upp með default þema og default gluggaviðmót. Um leið og eitthvað öðruvísi kemur þá er það talið vesen, erfitt og ljótt. Nákvæmlega sama aðstaðan kæmi upp ef maður alinn upp með Unity færi yfir í windows, hann myndi flippa yfir hvað það meikaði ekkert sense.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Póstur af appel »

Linux hefur haft eitthvað um 2% markaðshlutdeild á desktop í áratug eða svo. Þetta er ekkert að breytast, jafnvel þó margir telji að Windows sé að tapa markaðshlutdeild. Linux fólk skilur ekki afhverju markaðshlutdeild þeirra eykst ekki, þar sem jú Linux er ókeypis! Öll þessi nýju Linux distro eru bara fyrir þennan 2% markhóp. Eini aðilinn sem reynir að stækka kökuna eitthvað er Canonical með Ubuntu, en það þarf miklu meira til.

Fólk vill frekar borga fyrir hluti sem eru í lagi en að fá upp í hendurnar stýrikerfi sem þeir geta ekkert gert með.

Ég vildi t.d. setja inn aðra mouse cursora en voru default í Ubuntu. Ubuntu er með einhverja eldgamla X cursora, sem minna mig á 1990. Það er engin leið til að breyta þessum mouse cursors í default Ubuntu.

Á ubuntu:
Fyrst þurfti ég að setja upp eitthvað Unity Tweak Tool.
Sótti einhverja zip skrá frá gnome-look.org eða álíka, mjög vinsælir cursorar á þeirri vefsíðu.
Vissi ekkert hvert ég átti að extracta þessu, en eftir google leit þá virtist það vera í /usr/share/icons.
En það virkaði ekki að kópera folderið þangað yfir, fengin engin villuskilaboð eða neitt, ekkert gerðist. Ég vissi reyndar hvað var málið, ég hafði ekki réttindi til að skrifa í /usr/share/icons.
Þannig að ég þurfti að fara í terminal og kópera með sudo icon folderið á réttan stað.
Ég hefði átt að fá viðvörun um að ég hefði ekki réttindi. Reyndar er það þannig að ég fæ aldrei viðvarnir á skrár sem ég hef ekki réttindi á. Virkilega fatlað kerfi.
Svo valdi ég cursorinn úr þessu Unity Tweak Tool, en það virkaði ekki alveg, því cursorinn breyttist bara í gluggum, t.d. inni í Firefox, en annarsstaðar var hann ennþá sá gamli.
Svo skv. leiðbeiningum á einhverri síðu þurfti ég að keyra eitthvað "compiz --replace" og vona það besta. Ég gerði það og það virkaði, að mestu leyti. Suma cursora vantaði! Þannig að cursor themið sem ég sótti var incomplete og kerfið notaði gamla X cursora by default. Prófaði reyndar að logga mig út og aftur inn áður. Var reyndar búinn að prófa að keyra eitthvað "sudo update-alternatives --config x-cursor-theme" til að sjá hvort það virkaði betur, en það gerði það ekki.
Ég gafst upp á þessu cursor themi og sótti annað, og fór í gegnum allt ferlið aftur.

Á windows:
Hægri click á desktop, velja personalize.
Velja "Change mouse cursor pointer".
Velja nýjan cursor, smella á OK.
Búið.


Þannig að ég tek því ekki illa að vera kallaður windows gæji, þ.e. ef windows gæjar vilja hafa hlutina einfalda og í lagi.


Ég setti Ubuntu upp á gömlu ferðatölvuna hennar mömmu minnar. Ég valdi sérstaklega að það ætti ekki að vera neitt login, hún ætti sjálfkrafa að vera í sama account alltaf. Svo læt ég mömmu mína fá tölvuna, og eftir 2 daga hringir hún og spyr mig hvað hún á að gera, það kemur upp nefnilega login skjárinn!!! Þá er það þannig að ef þú lokar skjánum þá læsist tölvan, og það þarf að unlocka með passwordi. Hinsvegar ef ég boota henni upp þá þarf ekki að logga inn.
Nú þarf tæknifatlaða mamma mín að muna eitthvað password, sem er sem betur fer hennar eigið nafn, til þess að nota Ubuntu. Eitthvað sem hún þurfti ekki að pæla í á Windows.


Svo eru menn að tala um hvað pakkastjórnunin er frábær í Linux, hvað er auðvelt að installera hugbúnaði. Já, vissulega, flott að installera, en hefuru reynt að uninstallera einhverju? Ég er búinn að menga Ubuntu installið mitt með allskonar "apt-get install" skipunum sem ég fundið hér og þar á vefnum, búinn að setja upp Gnome skel og hvaðeina, líklega hundruðir pakka sem er búið að setja upp aukalega ofan á default Ubuntu installið. EN ég vil byrja að eyða einhverju af þessu út, þar sem ég mun ekkert nota það. En hef ekki græna glóru hvernig ég geri það. Ubuntu Software Center er ágætt eins langt og það nær, en fyrir annan hugbúnað er varla hægt að nota það. Líklega þarf ég að byrja "fresh".
Windows má þó eiga það að öll forrit eru með uninstaller, og þú getur uninstallað öllu sem þú installerar.

Ég gæti nefnt yfir hundrað svona smáatriði, sem öll safnast upp og gera notendaupplifunina bara leiðinlega!


Look og feel er bara einn faktor sem má gera betur, ef menn bara nenna því.
Allt hitt er usability issue.
EN það er líka margt sem er betra í Linux heldur en Windows.


ÉG er ekkert anti-Linux, ég er pro-Linux, en ég er ekki hræddur við að gagnrýna það sem er í ólagi. Stundum finnst mér einsog Linux menn séu með hausinn upp í rassinum á sér þegar kemur að umræðu um svona mál. :)

Hérna er ókeypis stýrikerfi, en það þarf bara að drullast til að gera almennilegt default viðmót ofan á þetta. Gnome 3 hefur réttu hugmyndina, en er incomplete.


Jæja, búinn að skapa mér nægilega marga óvini hérna núna :) Læt þetta duga.
*-*
Svara