Nú hef ég aldrei þrifið heatsink eða örgjörva áður, þannig ég spyr ykkur.
Hvernig finnst ykkur best að þrífa þetta ? Notiði hreint bensín í klút eða bómul ? Þarf ég að passa eitthvað sérstakt þegar ég er að þrífa örgjörvann ?
Fyrst ég ætla að þrífa þetta, ætti ég ekki að pússa heatsinkið í leiðinni ? Notiði fyrst grófann og svo fínann sandpappír ?
Endilega deilið smá af reynslu ykkar
Með fyrirfram þökk, Hólmar.
Þrífa heatsink og örgjörva
Ég segi bara..sleppa því að þvo örgjörvann, setja bara hitaleiðandi efni á "core" , og svo með heatsinkið er nóg að ná sér í pensil og ryksugu og þrífa rykið bara í burtu.
Svo ef þú ætlar að pússa botninn á heatsinkinu, það þarf ekki nema hann sé sléttur (engar rispur), farinn að tærast eða álíka, en það er svosem í lagi að taka yfir þetta með P800 til P1600 sandpappír.
Svo ef þú ætlar að pússa botninn á heatsinkinu, það þarf ekki nema hann sé sléttur (engar rispur), farinn að tærast eða álíka, en það er svosem í lagi að taka yfir þetta með P800 til P1600 sandpappír.
Hlynur
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1629
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Staða: Ótengdur
Re: Þrífa heatsink og örgjörva
Drulli skrifaði:Hvernig finnst ykkur best að þrífa þetta ? Notiði hreint bensín í klút eða bómul ? Þarf ég að passa eitthvað sérstakt þegar ég er að þrífa örgjörvann ?
Fyrst ég ætla að þrífa þetta, ætti ég ekki að pússa heatsinkið í leiðinni ? Notiði fyrst grófann og svo fínann sandpappír ?
"Best" er afstætt hugtak, en það er líklega gott að hafa ryksugu (með plast röri.. ekki járni ef þú skyldir reka hana í eitthvað) við hendina og brúsa af þrýstilofti eins og fæst í Start og Pennanum (hef ekki séð það annarstaðar). Þú blæst sem sagt inn í kassan með þrýstiloftinu og reynir að ná sem mestu ryki með ryksugunni. Ryksugan má bara ekki koma nálægt neinu því ef hún er nógu öflug þá gæti eitthvað smá dót losnað af móðurborðinu. Svo gæti líka verið ágætt að fara bara með kassann út og blása úr honum þar. Og þar sem ég er með ál heatsink á örgjörvanum hef ég bara tekið það af og skolað með köldu vatni ef það er komið mikið ryk inn í það, veit ekki hvort það væri sniðugt með kopar heatsink.
Ef þú ert þarft að þrífa gamla thermal paste-ið af örgjörvanum er líklega best að nota sama efni og er notað til að þrífa td. les hausa í videó tækjum, man bara ekki hvað það heitir..
Og að slípa botnin á heatsinki.. flöturinn sem snertir örgjörvan á helst að vera alveg sléttur. Ef þú ætlar að slípa hann myndi ég ekki nota neitt sem kallast gróft.. nota vatnspappír(bílapappír) og byrja í svona p400 sem er alveg sæmilega fínt.
Nokkrar greinar sem ég fann á google (leitar orð: heatsink sanding lapping):
http://www.pcviper.net/kit/LappingKitInstructions.htm
http://www.8ballshardware.com/articles/lapping/page1.cfm
http://www.bigbruin.com/html/lapping-guide.htm
Sýndist svona í fljótubragði vera svipaður texti á þeim öllum..
kannski þetta hjálpi: http://arcticsilver.com/arctic_silver_instructions.htm
þarna er eitthvað minnst á isopropol alcohol og aceton og með klút sem leysist ekki upp.
Jafnframt er sagt að það sé gífurlega mikilvægt að hafa báða fletina mjög hreina.
þarna er eitthvað minnst á isopropol alcohol og aceton og með klút sem leysist ekki upp.
Jafnframt er sagt að það sé gífurlega mikilvægt að hafa báða fletina mjög hreina.
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Staða: Ótengdur