hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af hakkarin »

Fann þessa áhugaverðu síðu http://hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is" onclick="window.open(this.href);return false;

Án þess að ég tjá mig sérstaklega um það sem þarna kemur fram, hver er ykkar skoðun á þeim hlutum sem koma fram?
Skjámynd

andrespaba
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 12:56
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af andrespaba »

Þú veist að þetta er síða um seinustu ríkistjórn, Samfylking - Vinstrigræn...
i7-3770 - Z77X-UD5H - 16GB 1600MHz - GTX670 - SSD 256GB 840Pro - Antec CP-850W & P183 - Dell U2412M 22“Acer - ASUS Xonar Essence STX
unRAID NAS Server 10.5TB
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af GuðjónR »

Ungir jafnaðarmenn aka Samfylkingin með þessa samkvæmt isnic.is
Það vekur athygli mína að "hvað hefur þessi fokking ríkisstjórn gert .is" var stofnuð af Ungum Jafnaðarmönnum 11.11.2011 en þá var Samfylkinginn í ríkisstjórn. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Grín eða kaldhæðni?
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af hakkarin »

andrespaba skrifaði:Þú veist að þetta er síða um seinustu ríkistjórn, Samfylking - Vinstrigræn...
Já ég veit, en hún var nú samt bara að fara.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af beatmaster »

Þessi síða var sett upp til að veita svör um hvað þáverandi ríkisstjórn hefur gert, ekki í gríni heldur alvöru.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af DaRKSTaR »

margt jákvætt í því sem fyrri ríkisstjórn gerði.

t.d með persónuafsláttinn og marga aðra hluti eins og fríar tannlækningar fyrir börn undir 18ára sem er bara sjálfsagt mál, þegar ég var krakki þá voru tannlækningar fyrir börn fríar.

ég bíð spenntur eftir að simmi lækki húsnæðislánið mitt.. ég hef miklu meira en efni á að greiða það. raun ekki nema ca 10% af ráðstöfunartekjum mínum sem fara í lánið en samt.. bíð eftir 20% afslættinum.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af GuðjónR »

DaRKSTaR skrifaði:margt jákvætt í því sem fyrri ríkisstjórn gerði.

t.d með persónuafsláttinn og marga aðra hluti eins og fríar tannlækningar fyrir börn undir 18ára sem er bara sjálfsagt mál, þegar ég var krakki þá voru tannlækningar fyrir börn fríar.

ég bíð spenntur eftir að simmi lækki húsnæðislánið mitt.. ég hef miklu meira en efni á að greiða það. raun ekki nema ca 10% af ráðstöfunartekjum mínum sem fara í lánið en samt.. bíð eftir 20% afslættinum.
Það er ekki fyrri ríkisstjórn að þakka að þú borgar 10% af tekjunum í húsnæðislán, annaðhvort ertu með svona góðar tekjur eða lág lán nema hvorttveggja sé.

Þú nefnir persónuafsláttinn, fyrri ríkisstjórn tók verðtrygginguna af persónuafslættinum finnst þér það jákvætt?
Fríar tannlækningar eru gott mál.
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

Póstur af DaRKSTaR »

GuðjónR skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:margt jákvætt í því sem fyrri ríkisstjórn gerði.

t.d með persónuafsláttinn og marga aðra hluti eins og fríar tannlækningar fyrir börn undir 18ára sem er bara sjálfsagt mál, þegar ég var krakki þá voru tannlækningar fyrir börn fríar.

ég bíð spenntur eftir að simmi lækki húsnæðislánið mitt.. ég hef miklu meira en efni á að greiða það. raun ekki nema ca 10% af ráðstöfunartekjum mínum sem fara í lánið en samt.. bíð eftir 20% afslættinum.
Það er ekki fyrri ríkisstjórn að þakka að þú borgar 10% af tekjunum í húsnæðislán, annaðhvort ertu með svona góðar tekjur eða lág lán nema hvorttveggja sé.

Þú nefnir persónuafsláttinn, fyrri ríkisstjórn tók verðtrygginguna af persónuafslættinum finnst þér það jákvætt?
Fríar tannlækningar eru gott mál.
fyrri ríkisstjórn....

mig minnir að persónuafsláttur hafi verið um 23 þúsund árið 2006.. hann er búinn að fjúka hratt upp.. minni á að framsókn og sjallar voru við stjórnvölinn hérna í hátt nær 20 ár og aldrei datt þeim í hug að hækka
persónuafsláttinn.. jú jú ekki gott mál að verðtrygging var tekin af persónuafsláttinum en hann er 48 þús kall í dag.

jú jú ég er á mjög háum launum viðurkenni það enda finnst mér það svosem allt í lagi miðað við að maður er orðinn 42 ára að maður sé ekki að skrimpa á einhverjum lámarkslaunum hinsvegar er ég einn af þessum sem vinnur mjög mikla yfirvinnu og tek það sem bíðst.

miðað við hvað fyrri ríkisstjórn gerði vs það sem þessi blessaða nýja stjórn hefur gert þá verð ég að viðurkenna að byrjunin hjá bjarna og simma er ekki á þann veg að maður geti verið bjartsýnn með framhaldið.. lækka auðlindargjald til að auka hallann á ríkisstjóð sem endar víst þannig að skattar verði hækkaðir á okkur til að ná þessu til baka er ekki alveg í anda stefnunar heimilin fyrst.. meira að verða kvótagreifarnir fyrst.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
Svara