Vinnsluminni - hvað skal velja?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vinnsluminni - hvað skal velja?

Póstur af Nemesis »

Nú er ég að fara að uppfæra í ágætis tölvu og valið varðandi vinnsluminni stendur fyrst og fremst á milli þessara þriggja:
  • * Corsair ValueSelect pöruð 2 stk. 256MB, DDR400 184pin, PC3200, 400MHz, CL2,5, Lífstíðarábyrgð - att.is - 11.960 kr.
    * PC3200 Mushkin Basic Green 256mb x2 - 9.500 kr.
    * 256MB DDR400 184pin, PC3200, 400mhz x2 - att.is - 7.700
Er einhver rosalegur munur á þessum minnum í frammistöðu, eða er þetta bara merkjavaran sem ég er að kaupa? Ef ég kaupi ódýrasta noname minnið, gæti það orðið flöskuháls í uppfærslunni minni? Ég vil helst ekki taka dýrasta minnið þarna ef t.d. Mushkin eða jafnvel noname minnið skilar næstum jafn góðum árangri. Eru til einhverjar samanburðartöflur? Hvað ætti ég að gera í stöðunni? :l
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Ég er með Mushkin Basic Green (1x512Mb) og það er Default CL 2.5 3-3-8 (ef ég man rétt) í BIOS, en ekki búinn að prófa að breyta timeings (eða hvernig sem það er skrifað) á því.

Þolir FSB upp í 220 (í 225 koma villur í Prime95.. á eftir að prófa þar á milli og hærri volt).

Hef ekki reynslu af hinum tveimur..
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Ef Mushkin minnið er með sömu timings og Corsair minnið, er ég þá að borga 2.500 krónur fyrir lífstíðarábyrgð eða? Þá tek ég frekar Mushkin minnið.

Er annars hægt að lesa sér til um timings einhvers staðar?

Steini
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 358
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 22:36
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Póstur af Steini »

er samt ekki einhver ábyrgð á mushkin? 2-3 ár
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Júbb. Þess vegna finnst mér kjánalegt að borga 2500 kall fyrir ábyrgð sem kemur líklegast aldrei að notum.

Steini
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 358
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 22:36
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Póstur af Steini »

Ég efa að þú verðir ekki búinn að uppfæra eftir 3 ár, ef minnið á þá eftir að klikka

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

aðalmunurinn á named og noname minnunum er endingartíminn.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

En hvað þá svona .. bestbuy ?

hvað er þá best fyrir peninginn ?
Svara