Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Svara

Höfundur
Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Farella »

Netflix er stundum með 30% af allri netumferð í Bandaríkjunum.
Hér á Íslandi klárast 80 Gb niðurhal heimilisins orðið upp úr miðjum mánuði, nær eingöngu vegna Netflix.
Sparnaðurinn af því að segja upp Stöð 2 fer bráðum að hverfa ef VodaTalSíminn rukka svona grimmt fyrir erlent niðurhal og hafa þakið svona lágt.
Nú boðar Netflix local cache í Bandaríkjunum - líklega er það helst hugsað til að skila HD mynd alla leið þegar umferðin er hæg. En sama hugmynd mundi redda erlendu niðurhali hjá mjög mörgum íslenskum heimilum.

Spurningin sem allir ættu að beina að sínum Internet-þjóni er því þessi:
Hvenær kemur local cache fyrir Netflix á Íslandi? Sá Internet-þjónn sem býður þetta fyrstur, fær mín viðskipti samdægurs. Koma svo netverjar - allir að senda póst á VodaTalSímann og Co. og heimta local cache fyrir Netflix sem allra fyrst.
Sá sem býður þetta fyrstur mun amk. fá mín viðskipti samdægurs.
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af hfwf »

Netflix er ekki á Íslandi nema gegnum klókaleiðir, þ.a.l. munu engir cache þjónar koma upp, og sérstaklega ekki hjá þeim sem bjóða upp á vod.

playman
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af playman »

Bara fá sér VPN
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af CendenZ »

Ég held að það fari að koma að því að við sjáum "ótakmarkað" niðurhal aftur og stærri pakka. Annars þarf að athuga hvort samkeppniseftirlitið sé ekki til í að kíkja á þetta.
Ótrúlegt að sjá að þessi fyrirtæki eru í góðum hagnaði ár eftir ár, samt geta þau ekki uppfært sig til 2013. Youtube í HD og allt það, 100 gb eru fljót að fara á heimili með 4 tölvum, ipad og öðru stream-i
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af hfwf »

CendenZ skrifaði:Ég held að það fari að koma að því að við sjáum "ótakmarkað" niðurhal aftur og stærri pakka. Annars þarf að athuga hvort samkeppniseftirlitið sé ekki til í að kíkja á þetta.
Ótrúlegt að sjá að þessi fyrirtæki eru í góðum hagnaði ár eftir ár, samt geta þau ekki uppfært sig til 2013. Youtube í HD og allt það, 100 gb eru fljót að fara á heimili með 4 tölvum, ipad og öðru stream-i
Heyr heyr.
Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1072
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af BugsyB »

hringdu er með 250gb á mánuði ef þú ert tilbúinn að sætta þig við óstabilt net og vesen - annars mæli ég með lokun og setja það upp á routernum (þarft þá að versla þe´r router sem styður það sem routerar frá símanumTalVoda gera það ekki)
Símvirki.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af AntiTrust »

Byrjum á því að fá Netflix til Íslands. Svo getum við farið að biðlast um cache - Netflix er og verður nær ónothæft fyrir stórnotendur á Íslandi þangað til þetta gagnamagnskjaftæði er komið í raunhæfar tölur.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af wicket »

Netflix er ekki löglegt á Íslandi sem stendur, Netflix myndi aldrei setja upp cache-ing græju á Íslandi fyrr en það breytist.

Það er margt annað sem ég vildi líka sjá gert áður en cache fyrir Netflix færi í gang.

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af braudrist »

Hvernig eiga skítafyrirtækin að fá sinn ofsagróða þá? Þetta er örugglega ekki að fara að gerast á næstunni. Kannski geta þeir skattpínt okkur fyrir svona 100 kall fyrir hvern niðurhalinn þátt.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af roadwarrior »

http://www.emax.is/?page_id=82" onclick="window.open(this.href);return false;

Hættið svo þessu væli að það sé ekki aðili hér á Íslandi sem bjóði ekki uppá ótakmarkað niðurhal.
Ég er orðin leiður á því (vælinu) :sleezyjoe

Höfundur
Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Farella »

Ólöglegt á Íslandi, my ass!

Ég borga fyrir þjónustu sem gefur mér færi á að nota bandaríska IP tölu. Ekkert ólöglegt við það, eða hvað?
Ég borga Netflix fyrir löglegt efni sem þeir selja með löglegum hætti. Ekkert ólöglegt við það, eða hvað?
Ég borga Vodafone fyrir Internettenginguna mína. Ekkert ólöglegt þar.
Ég borga Gagnaveitunni fyrir að nota ljósleiðarann þeirra. Ekkert ólöglegt þar.

Það eina sem ég geri ekki er að borga 365 fyrir að vera algerlega ónauðsynlegur milliliður sem skammtar mér efnið á sínum tíma.

Ég væri glaður ef Smáís eða einhver tæki slaginn og kærði mig fyrir að kaupa þessa þjónustu. Þá sýndu þeir sitt rétta andlit og hverja þeir eru í raun og veru að vernda. Það eru sem sagt ekki höfundarrétthafar heldur milliliðirnir.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af worghal »

Farella skrifaði:Ólöglegt á Íslandi, my ass!

Ég borga fyrir þjónustu sem gefur mér færi á að nota bandaríska IP tölu. Ekkert ólöglegt við það, eða hvað?
Ég borga Netflix fyrir löglegt efni sem þeir selja með löglegum hætti. Ekkert ólöglegt við það, eða hvað?
Ég borga Vodafone fyrir Internettenginguna mína. Ekkert ólöglegt þar.
Ég borga Gagnaveitunni fyrir að nota ljósleiðarann þeirra. Ekkert ólöglegt þar.

Það eina sem ég geri ekki er að borga 365 fyrir að vera algerlega ónauðsynlegur milliliður sem skammtar mér efnið á sínum tíma.

Ég væri glaður ef Smáís eða einhver tæki slaginn og kærði mig fyrir að kaupa þessa þjónustu. Þá sýndu þeir sitt rétta andlit og hverja þeir eru í raun og veru að vernda. Það eru sem sagt ekki höfundarrétthafar heldur milliliðirnir.
þetta er ólöglegt samhvæmt copyright lögum.
það eru mismunandi lög milli landa.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Vectro
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Vectro »

Ég nota bara vél með openvpn.is tengingu, ics úr henni yfir í ps3, og getum horft á netflix allan sólarhringinn og þurfum ekki að hafa áhyggjur af gagnamagni.

Höfundur
Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Farella »

OpenVPN - þarf að skoða það betur. Þekki ekkert til þess.

Og worghal - skil þig og þetta er rétt hjá þér, per se.
Ég er að benda á absúrd heitin í því hvernig milliðirnir geta hólfað okkur niður og lokað fyrir heilbrigð alþjóðleg viðskipti.
Sama rugl og DVD regions - sýnir hvernig neytendur eru alltaf þeir sem tapa á hagsmunagæslunni - hvort sem verið er að vernda íslenska landbúnaðarmafíu (ég er ekki að tala um bændurna sjálfa) - milliðir í skemmtiefni eða slíkt.

Höfundur
Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Farella »

Á síðu OPenVPN.is eru allt uppselt.
Svo segir síðan þetta um Netflix og PS3 sem er einmitt set up sem ég nota:
3. Virkar Netflix í gegnum þetta?
Þar sem netþjónninn er á Íslenskri IP tölu þá er þetta ekki mögulegt.
5/2 2013. Mögulegt er að nota Netflix þjónustuna (og væntanlega aðrar líka) með því að vera tengdur VPN þjónustunni og nota amerískan HTTP Proxy. Þetta virkar vel á PC/Mac tölvum sem geta nýtt sér HTTP Proxy stillingu í vafra viðkomandi. Prófanir á þessari leið í PS3 hafa ekki virkað vegna þess að Netflix appið í PS3 notar ekki internal http proxy fídusinn. Prófanir á fleiri tækjum hafa ekki verið gerðar. Aðgangur í Proxy fylgir með VPN áskrift. Sendið póst fyrir nánari upplýsingar.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af AntiTrust »

worghal skrifaði:
Farella skrifaði:Ólöglegt á Íslandi, my ass!

Ég borga fyrir þjónustu sem gefur mér færi á að nota bandaríska IP tölu. Ekkert ólöglegt við það, eða hvað?
Ég borga Netflix fyrir löglegt efni sem þeir selja með löglegum hætti. Ekkert ólöglegt við það, eða hvað?
Ég borga Vodafone fyrir Internettenginguna mína. Ekkert ólöglegt þar.
Ég borga Gagnaveitunni fyrir að nota ljósleiðarann þeirra. Ekkert ólöglegt þar.

Það eina sem ég geri ekki er að borga 365 fyrir að vera algerlega ónauðsynlegur milliliður sem skammtar mér efnið á sínum tíma.

Ég væri glaður ef Smáís eða einhver tæki slaginn og kærði mig fyrir að kaupa þessa þjónustu. Þá sýndu þeir sitt rétta andlit og hverja þeir eru í raun og veru að vernda. Það eru sem sagt ekki höfundarrétthafar heldur milliliðirnir.
þetta er ólöglegt samhvæmt copyright lögum.
það eru mismunandi lög milli landa.
Þið eruð held ég báðir á villigötum, það er ekki verið að brjóta nein innlend höfundarréttarlög með því að notfæra sér Netflix, það er eingöngu verið að brjóta skilmála Netflix þar sem Netflix er ekki opinberlega í boði á Íslandi.
Farella skrifaði:Á síðu OPenVPN.is eru allt uppselt.
Svo segir síðan þetta um Netflix og PS3 sem er einmitt set up sem ég nota:
3. Virkar Netflix í gegnum þetta?
Þar sem netþjónninn er á Íslenskri IP tölu þá er þetta ekki mögulegt.
5/2 2013. Mögulegt er að nota Netflix þjónustuna (og væntanlega aðrar líka) með því að vera tengdur VPN þjónustunni og nota amerískan HTTP Proxy. Þetta virkar vel á PC/Mac tölvum sem geta nýtt sér HTTP Proxy stillingu í vafra viðkomandi. Prófanir á þessari leið í PS3 hafa ekki virkað vegna þess að Netflix appið í PS3 notar ekki internal http proxy fídusinn. Prófanir á fleiri tækjum hafa ekki verið gerðar. Aðgangur í Proxy fylgir með VPN áskrift. Sendið póst fyrir nánari upplýsingar.
Það þarf bara setja inn erlenda DNS þjóna, sem þú getur fengið í gegnum þjónustur eins og UnoTelly á VPN adapterinn, og þá ertu kominn með aðgang að Netflix, Hulu, Pandora etc.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af worghal »

http://smais.is/hugverk/SM%C3%81%C3%8DS%20Netflix.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Af gefnu tilefni, vill SMÁÍS árétta, áskrift af erlendum þjónustuveitum á
við Netflix er ekki lögleg hér landi, þ.e.a.s. Netflix hefur ekki leyfi til að
selja efni til þeirra sem búsettir eru á Íslandi.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af AntiTrust »

worghal skrifaði:http://smais.is/hugverk/SM%C3%81%C3%8DS%20Netflix.pdf
Af gefnu tilefni, vill SMÁÍS árétta, áskrift af erlendum þjónustuveitum á
við Netflix er ekki lögleg hér landi, þ.e.a.s. Netflix hefur ekki leyfi til að
selja efni til þeirra sem búsettir eru á Íslandi.
Já ég vissi af þessu, svo kom akkúrat komment á þetta sem Snæbjörn svaraði svo á þann hátt að það væri í raun bara verið að brjóta Netflix skilmála. Man bara ekki hvar ég sá þessa umræðu, svo ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það í augnablikinu.

Anywas, Snæbjörn má .. aj, þið vitið - mín vegna. Persónulega dettur mér ekki í hug að láta mína landfræðilegu staðsetningu og e-rja pappakassa-bjúrókrata-græðgistarda ráða því hvort ég skemmti mér heima fyrir eða ekki.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Höfundur
Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Farella »

Get ég bæði sett upp erlent DNS (ég nota PlaymoTV) OG notað VPN til að breyta erlendu niðurhali í innlent?
Eða rekst þetta á hvort annað?
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Sallarólegur »

Frítt erlent nidurhal? Fylgist tid ekki med fréttum? (DK lyklabord)

http://www.visir.is/farice-haekkar-verd ... 2121028878" onclick="window.open(this.href);return false;
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af AntiTrust »

Farella skrifaði:Get ég bæði sett upp erlent DNS (ég nota PlaymoTV) OG notað VPN til að breyta erlendu niðurhali í innlent?
Eða rekst þetta á hvort annað?
Ég er að nota DNS frá UnoTelly með OpenVPN tengingu. Setur bara inn DNSinn á VPN adapterinn sem verður til og voila.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Staða: Ótengdur

Re: Heimtum allir Netflix local cache - hver verður fyrstur?

Póstur af Haxdal »

CendenZ skrifaði: Youtube í HD og allt það, 100 gb eru fljót að fara á heimili með 4 tölvum, ipad og öðru stream-i
Ég veit ekki betur en að Vodafone, Síminn og Hringdu séu allir með Akamai og Google caching þjóna svo ef það er bara verið að horfa á þetta vinsæla á þessum síðum þá ætti flest af því að vera innlent.

Annars kemur aldrei Netflix caching þjónn hingað fyrr en Netflix kemur hingað opinberlega til landsins, nema eftir því sem ég veit þá hefur Smáís/stef/whateverþettaheitir sett svo þroskaheftar kröfur á svona aðila að þeir munu seint nenna að standa í því að koma hingað útaf því hvað við erum fáránlega lítill markaður.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Svara