Hvaða smá myndavél mælið þið með

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Hvaða smá myndavél mælið þið með

Póstur af fedora1 »

Sælir Vaktarar
Ég og konan mín eigum Canon EOS 600 og áttum með henni Canon Ixus 860 minnir mig. Skjárinn á henni er að deyja þannig að okkur langar í einhverja frekar billega myndavél með EOS 600 vélinni.
Eitthvað sem konan getur haft í veskinu fyrir tækifæris myndir. Við erum auðvitað með myndavélar í símunum eins og allir en værum til í einhverja handhæga vél með.
Einhver sem þekkir smávéla markaðinn og vill gefa mér sín 5 cent ?

ps. Stefni á að kaupa vélina í New York.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða smá myndavél mælið þið með

Póstur af GuðjónR »

Ég á EOS 600 líka, snilldarvél fyrir peninginn. En auðvitað nennir maður ekki alltaf að vera með þennan hlunk, þá er myndavélin í iPhone 4s frábær.
Fá sér góðan síma með góðri myndavél.
Skjámynd

°°gummi°°
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
Staðsetning: rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða smá myndavél mælið þið með

Póstur af °°gummi°° »

Fór nýlega í gegnum þessar pælingar
valdi á endanum Ixus 125HS, merkilega góð vél miðað við verð (fannst hún actually betri en Ixus 140 og Ixus 240)
Fékk mína í Nýherja á fínu verði
coffee2code conversion
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða smá myndavél mælið þið með

Póstur af dori »

Bróðir minn á Canon S90 sem ég hef stundum fengið lánaða og það er alveg æðisleg vél. Rosalega compact en samt góðar myndir, hefur alla möguleika og getur líka tekið hana upp fyrir point and shoot.

Ég er svosem ekki mikið inní þessu en ég myndi skoða þessa (eða arftakana frekar væntanlega, S95/S100).
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða smá myndavél mælið þið með

Póstur af Stuffz »

fedora1 skrifaði:Sælir Vaktarar
Ég og konan mín eigum Canon EOS 600 og áttum með henni Canon Ixus 860 minnir mig. Skjárinn á henni er að deyja þannig að okkur langar í einhverja frekar billega myndavél með EOS 600 vélinni.
Eitthvað sem konan getur haft í veskinu fyrir tækifæris myndir. Við erum auðvitað með myndavélar í símunum eins og allir en værum til í einhverja handhæga vél með.
Einhver sem þekkir smávéla markaðinn og vill gefa mér sín 5 cent ?

ps. Stefni á að kaupa vélina í New York.

kannski bara fá sér nokia 808 eða 920 mjög góðar compact myndavélar með innbyggðum síma ;)

svo er það "2 cent" ekki "5 cent" :)
Mynd
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða smá myndavél mælið þið með

Póstur af fedora1 »

2 cent er bara of lítið, verðbólgan og allt það. Mig vantaði meira :)
Takk annars fyrir svörin, þetta er ca. það sem ég var að spá. Konan á Samsung S3 en vill samt nýja compact myndavél ](*,) .
Svara