Svo ég var að ljúka við það að versla mér fyrsta snjallsímann minn og þó ég kunni eitthvað á þessi tæki veit ég ekki alveg hvernig er best að byrja.
Hvaða öpp finnst ykkur vera must að hafa á símanum? Er eitthvað sem ég ætti að vita sem er kannski ekki alveg sjálfgefið?
Öll almenn "tips" og þvíumlíkt eru líka vel þegin
P.s. Þetta er Galaxy S3 ef það skiptir máli.
Fyrirfram þökk fyrir alla hjálp
CurlyWurly//HB
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD - CurlyWurly//HB
Svo er ég að prófa nýjann launcher sem heitir Yandex Shell, kostar ekkert og er mjög hraður. (Mæli með að diseibla phone launcherinn, efst til hægri þegar þú smellir á síma-iconið.)
Fyrstu öppin sem ég set yfirleitt upp á nýjum síma; Kindle, AppyGeek, IMDB, Jefit Pro, NetflixQ, OpenSignal, PC Monitor, PlayTo, Plex, Pulse, RedditIsFun, SoundCloud, Subsonic, Tapatalk, Tasker og Unified Remote.
Og fyrst ég er að þessu, þið sem hafið fengið svona IEM heyrnatól með símunum ykkar. Hvernig í veröldinni treður maður þessu inn?
Ég er með minnstu endana á og það virðist ekkert virka. Búinn að prufa að nota google og það virðast fáir eiga við þetta vandamál að stríða og ég fann engar lausnir. hjálp?
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD - CurlyWurly//HB
CurlyWurly skrifaði:Og fyrst ég er að þessu, þið sem hafið fengið svona IEM heyrnatól með símunum ykkar. Hvernig í veröldinni treður maður þessu inn?
Ég er með minnstu endana á og það virðist ekkert virka. Búinn að prufa að nota google og það virðast fáir eiga við þetta vandamál að stríða og ég fann engar lausnir. hjálp?
Sama hér, kem þeim ómögulega inn í eyrnagötin á mér, kannski á maður að bora aðeins úr til þess að það passi.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
CurlyWurly skrifaði:Og fyrst ég er að þessu, þið sem hafið fengið svona IEM heyrnatól með símunum ykkar. Hvernig í veröldinni treður maður þessu inn?
Ég er með minnstu endana á og það virðist ekkert virka. Búinn að prufa að nota google og það virðast fáir eiga við þetta vandamál að stríða og ég fann engar lausnir. hjálp?
Ég bara TRÓÐ mínu inn
þurfti að vísu nota smá "tækni" til þess að þau færu almennilega inn, ég
þurfti að hálfpartin skrúa þau inn, S3 orginal headphones.
CurlyWurly skrifaði:Og fyrst ég er að þessu, þið sem hafið fengið svona IEM heyrnatól með símunum ykkar. Hvernig í veröldinni treður maður þessu inn?
Ég er með minnstu endana á og það virðist ekkert virka. Búinn að prufa að nota google og það virðast fáir eiga við þetta vandamál að stríða og ég fann engar lausnir. hjálp?
Ég bara TRÓÐ mínu inn
þurfti að vísu nota smá "tækni" til þess að þau færu almennilega inn, ég
þurfti að hálfpartin skrúa þau inn, S3 orginal headphones.
Ég er búinn að reyna það. Annaðhvort er ég að ofmeta hversu vel þau eiga að sitja í eyrunum eða þá að ég er með einhverjar ofurþröngar holur þarna.
Minuz1 skrifaði:Sama hér, kem þeim ómögulega inn í eyrnagötin á mér, kannski á maður að bora aðeins úr til þess að það passi.
Ef þú meinar hreinsa eyrun þá er það fullreynt hjá mér... en kannski væri alvöru bor bara ekkert svo klikkuð hugmynd.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD - CurlyWurly//HB