Vaktari skrifaði:Það er enginn að neyða neinn í að fá þetta sjálfvirka niðurhal. Þeir sem eru hjá vodafone hljóta að geta beðið um að þau fái ekki viðbótar gagnamagn sjálfkrafa á tengingarnar síðan.
Það á ekki að þurfa að biðja um það! Kúnninn á að biðja um að þá þessa þjónustu virkjaða ef hann vill hana af fyrra bragði.
Þeir geta látið nýja viðskiptavini skrifa undir svona skilmála, en ekki breytt gildandi skilmálum þannig að fólk sé sjálfkrafa að fá einhverja vöru eða þjónustu án þess að biðja um hana. Það er ekki löglegt að setja á þjónustu í áskrift og ætlast til þess að fólk sem aldrei bað um hana segji henni upp af fyrra bragði. Þetta ætti Vodafone að vera ljóst. Það virðist vera of mikið af EXCEL hausum í vinnu hjá þessu stóru fyrirtækjum.
Gamli Íslandssími var með svona dirty-trick á sínum tíma, var þar í þjónustu og fékk bréf þess efnis að það væri komin vírusvörn á email þjóninn þeirra og það væri komið mánaðargjald upp á kr. 1990.- fyrir það gjald átti pósturinn minn að vera vírusfrír.
Ef ég myndi ekki segja þessari nýju "þjónustu" upp þá myndi gjald fyrir hana koma á næsta greiðsluseðil.