Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á Tælandi í dag þar sem hann var staddur í fríi.
Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, var einn fremsti knattspyrnumaður Íslendinga á árum áður, og spilaði meðal annars með landsliðinu.
Hermann starfaði við fjölmiðla árum saman og náðu sjónvarpsþættir hans, Á tali hjá Hemma Gunn, miklum vinsældum á 9. áratugnum. Einkennisorð Hemma í þáttunum voru: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“
Þá starfaði hann um árabil hjá 365, bæði við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hermann lét af störfum hjá fyrirtækinu í lok apríl og hugðist leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína, Lífshlaup Hemma
Ég er ánægður fyrir hans hönd, að deyja í þokkalegum gír.
Þurfa ekki að vesælast uppí rúmí eldgamall mígandi og skítandi á sig.
Skál og farwell, og til lukku Hemmi með flutninginn.
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Frábær og yndislega jákæður maður sem gaman var að vinna með í gamla daga á RÚV. Það leið sjaldan mínúta á milli þess sem að maður heyri þennan smitandi signature hlátur hans Hemma þegar við vorum á settinu "á tali með Hemma Gunn"
Mun sakna bjartsýni og jákvæðni póstana á facebook sem maður reyndi alltaf að taka sem veganesti inní daginn.
Hemmi átti 2 líf, en 2003 var dó hann í 8 mínútur af völdum hjartaáfalls. Eftir það kallaði hann sig "Nýji Hemmi"