Örgjörvar í ferðavélum..

Svara

Höfundur
DippeR
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 07. Okt 2002 20:00
Staða: Ótengdur

Örgjörvar í ferðavélum..

Póstur af DippeR »

Daginn..

Einsog svo margir þá er ég að leita mér að fartövlu fyrir skólann. Mig vantar vél í öflugri kantinn svo ég geti spilað eitthvað af leikjum líka og kíkt með vélina á eitta og eitt lan svona.. en ég tími ekki miklu meira en 200-230k í hana.

Þá er spurningin.. Hvaða örgjörva er best að velja? Ég er búinn að finna 2 vélar, báðar á 219k (ef ég sleppi winxp og fæ vélina óuppsetta ætti verðið að lækka um ca. 10k)

Svo hér kemur það ..

Fartölva - IBM ThinkPad T42 ferðatölva
Örgjörvi - 1.7 GHz Intel Pentium M - Centrino með 2MB cache
Vinnsluminni - 512MB 333MHz DDR PC2700 - stækkanlegt í 2GB
Harðdiskur - 40 GB Ultra ATA100 5400rpm harðdiskur
Geisladrif - 24x Skrifari sem er líka DVD geisladrif
Hljóðkort - Innbyggðir stereo hátalarar og hljóðnemi
Módem / netkort - 10/100/1000 netkort og 56K mótald
Skjákort - 64MB ATI Mobility Radeon 9600 skjákort m/ TV-Out
Skjár - 15" TFT SXGA með 1400x1050dpi og 16.7 milljón liti
Lyklaborð - 85 hnappa lyklaborð
Stýrikerfi - Windows XP Professional
Þráðlaust - Innbyggt þráðlaust netkort 54Mbps 802.11g
Tengingar - 2x USB 2.0, 2xPCMCIA, VGA,, Infrared o.fl
Þyngd og mál - frá 2.4kg, H 38mm x W 333mm x D 269mm
Rafhlaða - Lithium-Ion, ending allt að 4.5 klst.
Verð aðeins kr. 237.490.
Eða staðgreitt kr. 219.900. með vsk

Eða ..

Fartölva - Acer Aspire 1802WSMI ferðatölva
Örgjörvi - 3.0 GHz Intel P4 - með 1MB cache, 800MHz FSB og HT
Vinnsluminni - 512 MB DDR 333MHz 200pin - Stækkanlegt í 2GB
Harðdiskur - 80 GB Ultra ATA100 harðdiskur 4200 RPM
Combodrif - DVD+-RW Skrifari sem einnig skrifar CD-RW diska
Skjár - 17" Widescreen WXGA með 1440x900dpi og 16.7 milljón liti
Skjákort - 64MB ATI Mobility Radeon X600 skjákort m/ TV-Out
Hljóð - Innbyggt 2.1 hátalarakerfi með innbyggðu bassaboxi
Lyklaborð - 85 lykla lyklaborð í fullri stærð
Mús - Innbyggð snertinæm músarstýring
Netbúnaður - 10/100/1000 netkort og 56K mótald
Þráðlaust - Innbyggt þráðlaust netkort 54Mbps 802.11g
Stýrikerfi - Windows XP Home Edition
Annað - 4xUSB 2.0, FireWire, Parallel, Infrared, Type II PC Card o.fl.
Annað - Þyngd 4.5Kg, W 402 x D 278 x H 450mm
Rafhlaða - 8cell Li-ion rafhlaða, ending 1 tími
Annað - Innbyggður kortalesari fyrir flestar gerðir minniskorta

Eða sú 3. ...

Fartölva - Acer Ferrari 3200 ferðatölva
Örgjörvi - Mobile Amd 2800XP með 640K í flýtiminni - 0.13micron
Vinnsluminni - 512 MB DDR 333MHz 200pin - Stækkanlegt í 2GB
Harðdiskur - 80 GB Ultra ATA100 harðdiskur 4200 RPM
Combodrif - DVD+-RW Skrifari sem einnig skrifar CD-RW diska
Skjár - 15" TFT SXGA með 1400x1050dpi og 16.7 milljón liti
Skjákort - 128MB ATI Mobility Radeon 9700 skjákort m/ TV-Out
Hljóð - Innbyggðir stereo hátalarar og hljóðnemi
Lyklaborð - 85 lykla lyklaborð í fullri stærð
Mús - Innbyggð snertinæm músarstýring með skrun hjóli í allar áttir
Netbúnaður - 10/100/1000 netkort og 56K mótald
Þráðlaust net - Innbyggt þráðlaust netkort 54Mbps 802.11g
Bluetooth - Innbyggt Bluetooth kort
Annað - Windows XP Home Edition
Annað - 4xUSB 2.0, FireWire, Infrared, Parallel, Type II PC Card o.fl.
Annað - Innbyggður kortalesari fyrir flestar gerðir minniskorta
Annað - Aðeins 3.0Kg, W 330 x D 272 x H 31mm
Annað - 8 cell Li-ion rafhlaða, ending allt að 2.5 tímar
Verð aðeins kr. 237.490.
Eða staðgreitt kr. 219.900. með vsk

Einhver sem getur gefið mér góð ráð? Þau væru mjög vel þegin :)
kv,
DippeR

Höfundur
DippeR
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 07. Okt 2002 20:00
Staða: Ótengdur

Póstur af DippeR »

Vó.. síðan spottaði ég hálfri mín eftir að ég póstaði þessu einni sem lítur veeeeel út líka og er 20k ódýrari en hinar..

Fartölva - MSI Mega notebook M510c með TV(SVHS) út
Örgjörvi - 1.7 GHz Intel Pentium M - Centrino með 2MB cache
Vinnsluminni - 1 GB DDR 333Mhz með lífstíðarábyrgð (stæk.í 2GB)
Harðdiskur - 60 Gb Ultra ATA100 harðdiskur 7200RPM
Combodrif - 24x Skrifari sem er líka DVD geisladrif
Skjár - 15" TFT XGA með 1024x768dpi og 16milljón liti
Skjákort - 64MB ATI Mobility Radeon 9600 skjákort m/ TV-Out
Hljóð - Hljóðkort, mjög góðir hátalarar og hljóðnemi
Lyklaborð - 88 lykla lyklaborð í fullri stærð með 3 Win og 12 flýtihnöppum
Mús - Innbyggð snertinæm músarstýring með skrun hjóli
Netbúnaður - 10/100 netkort, 56K módem og þráðlaust netkort 802.11g
Þráðlaust - Innbyggt þráðlaust netkort 54Mbps 802.11g
Stýrikerfi - Windows XP PRO
Annað - 3xUSB2, 1xFireWire, Parallel, PCMCIA, ofl...
Rafhlaða - 8 sellu 4400mAh Li-ion rafhlaða, ending allt að 7 tímar
Þyngd - Aðeins 2.9Kg, W 329 x D 280 x H 32.9mm
Annað - 4-í-1 lesari fyrir MMC, SD, MS og SM minniskort
Verð aðeins kr. 215.890.
Eða staðgreitt kr. 199.900. með vsk
kv,
DippeR

zream
Ofur-Nörd
Póstar: 205
Skráði sig: Fim 01. Apr 2004 15:42
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Staða: Ótengdur

Póstur af zream »

Hvað með þessa?

Fartölva - Acer Aspire 1511LMi ferðatölva
Örgjörvi - Amd Athlon 64 3000+ með 1MB cache og HyperTransport
Vinnsluminni - 512 MB DDR 333MHz 200pin - Stækkanlegt í 1GB
Harðdiskur - 60 GB Ultra ATA100 harðdiskur 4200 RPM
Combodrif - DVD+-RW Skrifari sem einnig skrifar CD-RW diska
Skjár - 15" TFT XGA með 1024x768dpi og 16.7 milljón liti
Skjákort - 64MB DDR Geforce FX Go5700 m/TV Out
Hljóð - Innbyggðir stereo hátalarar og hljóðnemi
Lyklaborð - 85 lykla lyklaborð í fullri stærð
Mús - Innbyggð snertinæm músarstýring með skrun hjóli í allar áttir
Netbúnaður - 10/100/1000 netkort og 56K mótald
Þráðlaust net - Innbyggt þráðlaust netkort 54Mbps 802.11g
Annað - Windows XP Home Edition
Annað - 4xUSB 2.0, FireWire, Infrared, Parallel, Type II PC Card o.fl.
Annað - Innbyggður kortalesari fyrir 3 gerðir minniskorta
Annað - 3.8Kg, W 334 x D 287 x H 49mm
Annað - 8 cell Li-ion rafhlaða, ending allt að 2 tímar


Verð aðeins kr. 161.890.
Eða staðgreitt kr. 149.900. með vsk

Einhvern vegin líst mér á hana

Höfundur
DippeR
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 07. Okt 2002 20:00
Staða: Ótengdur

Póstur af DippeR »

Eru Athlon 64 að gera sig í fartölvum?
kv,
DippeR

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ég held að þessi Athlon64 örgjörvi sé bara desktop örgjörvinn aðeins breyttur til að passa í ferðatölvur.

Athlon64 eru bestir fyrir leiki, en bestu ferðatölvuörgjörvarnir eru Intel Centrino. Þeir eyða mjög litlu rafmagni og eru mjög kröftugir.

Nýjustu Centrino örgjörvarnir heita Dothan og eru alveg upp í 2.0GHz og með 2MB L2 Cache.

Það er að koma nýtt Radeon skjákort fyrir ferðatölvur, minnir að það heiti Radeon Mobile 9800 og það er byggt á nýju X800 kortunum. Það er besta skjákortið fyrir ferðatölvur í dag.

Kannski smá tími í að það komi á markað, ég veit ekki.

Annars ættirðu bara að lesa umfjallanir á netinu, það er ráðlagt áður en að þú eyðir svona miklum pening. Leitaðu bara að "review" á tölvunni á http://www.google.com

Þú yrðir vafalaust mjög sáttur með 1.7GHz Intel Centrino örgjörva, passaðu samt að hann heiti Dothan en ekki Banias. Dothan er nýrri og betri.

Höfundur
DippeR
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 07. Okt 2002 20:00
Staða: Ótengdur

Póstur af DippeR »

Takk fyrir það kristjanm

Ég var að skoða bæði 9800, 9700 og 9600 mobile á tomshardware fyrr í dag. Finn ekkert um hvenær 9800 kemur út en umfjöllunin um það er skrifuð þann 27. júlí.

Ég myndi alveg sætta mig við 9600, en ætla að sjá hvort ég geti fengið að sleppa að kaupa stýrikerfið með vélinni og skipta því út fyrir 9700, þá er maður kominn með alvöru græju :)
kv,
DippeR
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Ég var að skoða svona MSI tölvu um daginn, fyrir 158 þúsund fær maður 1,7 mhz dothan (2 mb cache) 512 mb minni radeon 9600 og 40 gb 5400 rpm disk. Þessi tölva er XP laus reyndar en ætti að duga sæmilega í leiki, fyrir utan að vera frekar ódýr.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég myndi allaveganna pottþétta taka annaðhvort Rx600 eða R9700.
þau eru bæði með 4 pixelpipeline alveg eins og mobile 9600 reydnar, en x600 er lang hraðasta mobile kortið frá ATI. annars veit ég ekki alveg með nVidia kortin. en ég efast um að þeir séu með þetta hraðvirk DX9 kort.

http://www.vr-zone.com/?i=1064&s=3
"Give what you can, take what you need."
Svara