Verð hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Tek Hröðustu tengingarnar hjá hverjum aðila og miða við 80gb nettengingu, ódýrasta heimasímann og háskerpu myndlykli.
Raðað eftir verði á pakka, hæsta efst og lægsta neðst.
Vodafone
Nýtt 13/6: Breytingarnar sem taka gildi 1. júlí eru
feitletraðar
- Internet um Ljósleiðara 80gb / 100gb - 5570kr / 5770kr
- Leigugjald HD Myndlykils - 790kr / 1280kr
- Leiga á router - 599kr
- Heimasími 0 - 1190kr / 1390kr
- GR línugjald - 2610kr
Kostir: Tenging 100mb/s upp og niður, 1000 fríar mínútur í heimasíma ef þú ert í Vodafone gull, hægt að bæta við 6 erlendum sjónvarpsstöðvum ef þú ert í Vodafone gull á 395kr, engin binditími og ekkert stofngjald.
Ókostir:
Ekkert tímaflakk, engar innifaldar erlendar sjónvarpsstöðvar,
dýrara að leigja háskerpumyndlykil heldur en SD myndlykil, ekkert tímaflakk á SD myndlykli.,
bæta sjálfkrafa við 10gb aukaniðurhali ef gagnamagn klárast og gera það allt að 3 sinnum.
Samtals: 10759kr /
11649kr
Síminn:
Nýtt 13/6: Setti inn nýju verðin sem tóku gildi 1.júní. Þau eru
feitletruð.
- Ljósnet 3 - 6790kr - 6990kr
- Leigugjald beinis - 490kr - 590kr
- Línugjald - 1490kr - 1590kr
- Leigugjald HD Myndlykils: 1490kr
- Heimasímaleið Vinur - 490kr
Kostir: Innifaldar 8 erlendar stöðvar í grunnleigu á myndlykli, tímaflakk á myndlykli.
Ókostir: Tenging aðeins 50mb/s download og 25mb/s upload, 6080kr stofngjald ef þú bindur þig ekki í 6 mánuði.
Bæta sjálfkrafa við 10gb aukaniðurhali ef gagnamagnið klárast.
Samtals:
10750kr -
11150kr
Tal
Nýtt 13/6: Uppfærði verð á myndlykli samanborið við hækkanir hjá Vodafone 1. júlí.
- Ljósleiðari 80gb - 5190kr
- Heimasími yfir ljós - 1190kr
- Leigugjald routers - 499kr
- GR línugjald - 2610kr
- Myndlykill - 790kr / 1280kr
Kostir: Tenging 100mb/s upp og niður, 1200mínútur innifaldar í heimasíma,
Ókostir: Engar innifaldar sjónvarpsstöðvar, 500kr hærra verð á interneti ef þú ert ekki með allar þjónustur hjá þeim,
ekkert tímaflakk(
tímaflakk kemur á HD myndlykla í næsta mánuði), 6 mánaða binditími með 15 þúsund króna riftunargjaldi, myndlykill í gegnum Vodafone á ljósleiðara.
bæta sjálfkrafa við 10gb aukaniðurhali ef gagnamagn klárast og gera það allt að 3 sinnum.
Samtals: 10279kr /
10769kr
Hringdu
Nýtt 13/6: Uppfærði verð á myndlykli samanborið við hækkanir hjá Vodafone 1. júlí.
- Ljósleiðari 80 - 4895kr
- Heimasími - 795kr
- Myndlykill - 790kr / 1280kr
- GR línugjald - 2610kr
Kostir: Tenging 100mb/s upp og niður, frítt að hringja í heimasíma, frítt að hringja innan kerfis, enginn binditími og ekkert stofngjald, stærsta mögulega þjónustuleið 250gb samanborið við 140gb hjá öðrum.
Ókostir: Engar innifaldar sjónvarpsstöðvar, slæmt orðspor á útlandasambandi, engin router innifalinn heldur verðuru að kaupa hann frá hringdu, fann ekkert verð á router á heimasíðunni þeirra,
ekkert tímaflakk(
tímaflakk kemur á HD myndlykla í næsta mánuði), myndlykill í gegnum Vodafone á ljósleiðara.
Samtals: 9090kr /
9580kr
Skrifa þetta með fyrirvara. Fann allar þessar upplýsingar á heimasíðu þjónustuaðilanna. Einnig miðaði ég alltaf við hröðustu tengingu í boði, Tal og Hringdu bjóða líka upp á ljósnet/adsl og myndlykl frá símanum og ég er nokkuð vissum að hjá báðum aðilum er það sama innifalið, þ.e.a.s sömu sjónvarpsstöðvar og tímaflakkið(ekki tekið fram á heimasíðu Hringdu en stendur hjá Tal). Hinsvegar tók ég bara fyrir ljósleiðara og það er aðeins hægt að vera með sjónvarp vodafone ef þú ert á honum og því tel ég ekki sjónvarp símans með sem kostir/ókostir hér fyrir ofan hjá þessum fyrirtækjum.
EDIT: Bætti aðeins við fyrirvarann.
EDIT 2 - 13/6: Uppfærði ný verð hjá símanum og bætti við nýju verðunum hjá Vodafone. Uppfærði sömuleiðis verðin hjá Tal og Hringdu þar sem þeir eru báðir með Vodafone myndlykla á ljósleiðara. Allar breytingar eru feitletraðar.