Það á að loka öllum þessum B, C og D sölum og hafa alla sali að A sölum. Þetta eru vörusvik annars.
Fór á Man of Steel í Egilshöll, í sal 2, og var ánægður með salinn þar. Fannst reyndar of hátt í hljóðkerfinu, og þurfti að halda fyrir eyrun stundum því mér bara verkjaði í þau!
En overall þá finnst mér langbest að horfa á góða kvikmynd heima hjá mér. Maður getur verið í æfingabuxunum, sokkunum og legið í sófanum einsog köttur, þambað bjór og prumpað af vild. Líka getur maður pásað af vild, tekið jafnmargar pissurpásur og maður þambar af bjór, og hækkað og lækkað í hljóðkerfinu.
Að smala fólki í bíósali til að horfa á eitthvað jafn ómerkilegt og hollywood kvikmynd er "beyond me"
