upg8 skrifaði:Kinect með það næma skynjara að þeir nema hjartslátt og búið að útrýma því mikla delay sem var á upprunalega Kinect. 1080p myndavél fyrir Skype og fleira.
Búið að laga allt á Xbox stýripinnanum, virðist vera með frábært D-pad núna og feedback í trigger takkana sjálfa í stað þess að láta stýripinnan bara titra. Rafhlaðan ekki lengur fyrir fingrunum, hvað meira vildi fólk sjá?
Microsoft eru að byggja upp grunn með Windows Blue að því sem verður líklega stærsta ecosystemið eftir nokkur ár miðað við þann mikla vöxt sem hefur orðið og þeir eiga enn eftir að birta heildarmyndina. Xbox One, Windows Phone, Windows 8.1, allt á sama kernel og verður tiltölulega auðvelt að samnýta forrit á öll þessi kerfi.
Með 8 ár á milli consoles? Miklu meira. NFL/UFC dæmið er rusl og eingöngu nýtanlegt í USA, LiveTV integration verður það líklega sömuleiðis. Af óskiljanlegum ástæðum ennþá rukkað fyrir Live þjónustuna, 500GB diskur frekar lítill m.v. að það þarf að installa öllum leikjum og sala á gömlum/notuðum leikjum er úr sögunni með þessu nýja systemi. Ekkert cloud-based streaming play-system fyrir eldri leiki líkt og Sony ætlar að gera.
Ekkert sem var tilkynnt sem maður gat ekki sagt sér sjálfur, og ekkert sem kom skemmtilega á óvart. Varð frekar fyrir vonbrigðum en annað. Ég hefði t.d. viljað sjá mikið stærri HDD, sambærilega tækni og WiDi og 802.11ac.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.