Að kaupa góða fartölvu

Svara

Höfundur
reyndar
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 02. Maí 2013 15:53
Staða: Ótengdur

Að kaupa góða fartölvu

Póstur af reyndar »

Nú ætlar pabbi minn að kaupa sér fartölvu. Hann gerir ekkert annað en að vafra um á netinu og skoða tölvupóstinn sinn, heimabanki og svo framvegis. Hann langar að kaupa vél á 70 þús (B vara, sýningavél). En mér lýst illa á það vegna þess að bæði ég og litla systir mín ódýrar basic tölvur (undir 100þús 500gb diskur, 1,4 ghz og svo framvegis) Bara mjög basic og ætti að duga vel fyrir vefráp EN nú eru tölvurnar okkar beggja (báðar innan við 2 ára) orðnar fullar af ryki og drepa á sér nema ég setji undir tölvuna vhs hulstur til að hún nái að kæla sig.

Basicly vil ég ekki að pabbi minn brenni sig á því að kaupa sér tölvu sem endist ekki neitt og er ódýr þannig að ég vil ráðleggja honum að kaupa MacBook pro. hann hefur í sjálfu sér ekkert við hana að gera en hún endist og endist og er mjög góð. Amk væri það vélin sem ég myndi kaupa. Ég vil eiga tölvu sem ég get legið með uppi í rúmi (ég veit að það er bannað) en það er t.d hægt á mac. Allir í kring um mig hafa svo brjálað góða reynslu af mac en allir sem hafa farið á dílinn sem ég valdi s.s ódýr og bara það sem maður þarf eru allir ósáttir við að hafa ekki keypt eitthvað dýrara.

Hvað segið þið, á ég ekki að plata kallinn til að kaupa þessa: http://www.epli.is/tolvur/macbookpro/ma ... hz-i5.html" onclick="window.open(this.href);return false; ?

Mynduð þið ráðleggja að bæta einhverju við hana? Það eru þarna möguleikar á einhverjum stækkunum. Eða ætti ég að fara ofar í gæðum eða hvað segið þið?

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af steinarorri »

Það er náttúrulega ekkert að því að rykhreinsa tölvuna sína endrum og sinnum ;)
Algjör óþarfi að fara í rándýra macbook pro fyrir basic vefráp

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af littli-Jake »

70K er leiðinlega lítið fyrir vél sem á að endast eitthvað nema náttúrulega að þú kaupir B vöru eða notað. En það er alveg út í hött að láta kallinn kaupa einhvern 200K maca til að skoða tölvupóstinn sinn. Það er næstum þreföldun á budget. 100K fartölva er svona sirka það sem hann ætti að vera að miða á. T.d. http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=2022" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef að hann er virkilega bara í að browsa mbl og skoða tölvupóst er þá ekki spjaldtölva rétta svaið? Það er til alveg slatti af ágætis spjaldtölvum á þessu verði og þá er ég ekki bara að hugsa um Ipad.

Beilaðu á þessum maca pælingum. Þær meika ekkert sens miðað við verð vs. tilvonandi notkun.

PS. Láttu rykhreinsa fartölvuna þína. Æskilegt að gera það á árs til 18 mánaða fresti.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af Bjosep »

Ending tækja ræðst ekki bara af gæðum heldur einnig af meðferð þeirra. Flestar fartölvur sem ég veit um eru mikið á ferðinni og endast eftir því. Fartölvur sem ferðast minna endast alveg merkilega vel.
Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af tveirmetrar »

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=54830" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta væri að kaupa góða fartölvu ;)
Er eins og ný.
Tveirmetrar* |Rmpg 6 Extr |7900x@4,8ghz |H150i Pro |1080ti Seahawk |32gb@4,0ghz |2x1tb m.2 960 Pro raid 0 |AX 1200i |View 71 |X34A Einnmeter* |Z97-K |4690k@4,5ghz |H150i |GTX 1080 |16gb@2,6ghz |1tb m.2 960 Pro |Crstl 570X |XR3501 Vinnumeter |4 Formula |3930k |970 |16gb |Q32 |BL32 Ferðameter: |MS Book 2 |i7 |GTX 1060 |16gb Hálfurmeter |NUC 7 |TV

Hvað? Skírir þú ekki tölvurnar þínar?
*RGB Mastered

skoffin
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mán 31. Jan 2011 20:21
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af skoffin »

littli-Jake skrifaði:...T.d. http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=2022" onclick="window.open(this.href);return false;
...hún er meira að segja bleik. Skella á hana 2-3 hello kitty límmiðum og kallinn hlýtur að vera sáttur.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af AntiTrust »

Myndi mæla með því að hækka budgetið aðeins og skoða ódýrar Lenovo/Thinkpad línur. Hægt að fá fínar IdeaPad og ThinkPad EDGE vélar á 110-140þús, m.a. hjá Nýherja.

Ef hann vill halda sig í sub 100k skalanum þá er hægt að fá fína Lenovo Essentials vélar, myndi þó ekki stóla á meiri gæði þar en í öðrum vélum. Acer vélarnar hafa líka skánað mikið undanfarin ár og eru orðnar þokkalega solid.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa góða fartölvu

Póstur af littli-Jake »

skoffin skrifaði:
littli-Jake skrifaði:...T.d. http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=2022" onclick="window.open(this.href);return false;
...hún er meira að segja bleik. Skella á hana 2-3 hello kitty límmiðum og kallinn hlýtur að vera sáttur.
Að sjálfsögðu. Það er náttúrulega ekki minsti möguleiki að IdeaPad U310 sé framleidd í nema einum lit....
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Svara