Ég fór í Ikea í dag og það væri nú ekki frásögufærandi nema afþví að ég lentí í því skemmtilega atviki að vera hurðaður á meðan ég sat í bílnum og ræddi við konuna.
Það var ungur drengur sem hurðaði mig, líklega ný kominn með bílprófið, það var haug nóg af plássi á milli bílana en hann þurfti auðvitað að opna hurðina eins mikið og hann gat og skella hurðinni sinni í bílinn minn.
Ég horfði á hann en hann labbaði inn í ikea vitandi hvað hann hafði gert, ég fór út og skoðaði bílinn minn og fann þar dæld sem ég taldi vera eftir hann. Eftir stutta leit fann ég hann inn í ikea og fór með honum aftur út að sýna honum beygluna. Ég komst að því að þessi beygla er líklega eftir aðra hurðun nýlega(á seinsutu 3 vikum) en hann hafði samt sem áður beyglað lista á bílnum mínum og lakkið var smá rispað(ekkert sem smá touch-up paint lagar ekki) en strákurinn þrætti fyrir að hafa gert þetta og sagði að hann hefði ekkert rekist í bílinn þegar hann keyrði í stæðið. En það passaði að ég hefði verið hurðaður akkurat þar sem hurðin hans hefði snert mína og höggið sem ég og konan fundum inní bílnum staðfesti það að hann hefði hurðað mig.
Hann gat ekki viðurkennt þetta, hann vildi ekkert gera.
Það var eldri maður með honum líklega pabbi hans, hann var almennilegur og vildi endilega sjá hvað hefði gerst en það er erfitt að tala við fólk sem heyrir 2 sögur um hvað gerðist og við enduðum á að fara ekki með þetta neitt lengra enda erfitt að eiga við þá.
Stærð rispunnar og annað finnst mér vera aukaatriði í þessari sögu, það sem pirraði mig mest var að drengurinn skyldi hoppa út án þess að passa sig á annara manna hlutum, að hann hafi labbað í burtu vitandi hvað hann hafi gert(það getur varla annað verið) og að hann hafi ekki viðurkennt þetta/beðist afsökunar

myndin sýnir plássið á milli bílana, ég er á bílnum vinstra megin(volvonum)