Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Skjámynd

KrissiK
vélbúnaðarpervert
Póstar: 902
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 00:43
Staðsetning: In le matrix
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af KrissiK »

nonesenze skrifaði:vera með einu sinni, ekki 5 árum á eftir eins og venjulega með þetta NET, hvað eru mörg % af landinu sem eru með eða geta jafnvel fengið 50mb í dag hvað þá 100mb?

það er fullt af fólki enþá fast á 12mb max
Hérna hjá mér er enþá 12MB Max, og ég er að verða sturlaður á því. Var áður á 50MB Ljósleiðara en ekki lengur.
Svo er sagt að síminn verði búinn að redda ljósneti hingað í kringum ágúst soo.. :no
TURN:
- InWin GRone - Intel Core i7 6700K @ 4.0GHz - 16GB DDR4 2133Mhz - Gigabyte GA-Z170-HD3P (LGA1151) - EVGA Geforce GTX1070 8GB - 250GB Samsung EVO SSD - 3TB Seagate HDD
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af dori »

rango skrifaði:Töff töff, einhvað Eta á þessu? og ef ég má spyrja eruð þið að uppfæra í 1Gbs port eða 10Gbs?
Má ég vera rosa forvitinn og spurja hvað í andskotanum þú ert að gera sem þú telur þig þurfa svona mikla bandvídd fyrir?

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af einarth »

AntiTrust skrifaði:GPON stendur í rauninni fyrir Gigabit Passive Optical Network. Í daglegu tali er talað um GPON þegar hús er með FTTH (Fiber to the Home) tengingu, eða ljósleiðara alla leið inn í hús. GR er leiðandi í FTTH tengingum hérlendis, Síminn er bara með FTTH í örfá hverfi. Ljósnet símans er mestu leyti byggt upp af því sem kallast FTTC (Fiber to the Curb), eða ljósleiðara að götuskáp og svo eru notaðar fyrirliggjandi símalínur þaðan í hús.
GPON er tækni sem Síminn (míla) nota í þeim hverfum þar sem þeir taka ljósleiðara alla leið inní hús (FTTH) og snýst um að samnýta 1 ljósleiðara fyrir mörg heimili á kostnað afkasta (tengingarnar verða t.d. asymetrískar - ekki jafn hraði upp og niður).

GR notar ekki GPON í sínum FTTH tengingum - heldur er 1 ljósleiðari frá hverju heimili og að virkum netbúnaði (P2P).

Kv, Einar.

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af einarth »

rango skrifaði: Töff töff, einhvað Eta á þessu? og ef ég má spyrja eruð þið að uppfæra í 1Gbs port eða 10Gbs?
Ef þið eruð að fara yfir í 1Gbs þá kemst ég aldrei yfir þann hraða rétt? Spurning út í þessa setningu.
einarth skrifaði: svo lítið mál að bæta við meiri hraða seinna.
Kv, Einar.

Við munum færa viðskiptavini af 100Mb portum yfir á 1Gb port. Þegar ég talaði um að hægt væri að auka hraðan með því að ýta á takka þá á ég við aukningu uppí 1Gb.
Þegar það kemur svo að því að 1Gb er ekki lengur nóg þá er einfaldlega skipt aftur um endabúnað - sett netaðgangstæki sem styðja 10Gb og tengt í 10Gb port í tengistöð.

Kv, Einar.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af Icarus »

Hringiðan er byrjuð að taka við pöntunum fyrir 200 og 400Mb ljósleiðara.

http://hringidan.is/is/ljosleidari
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af AntiTrust »

Icarus skrifaði:Hringiðan er byrjuð að taka við pöntunum fyrir 200 og 400Mb ljósleiðara.

http://hringidan.is/is/ljosleidari
Fucking proper áskriftir í boði hjá þeim. 400Mb / 400GB. Skítt með verðið, þetta er þó amk í boði ef menn vilja.

Væri ákaflega gaman að fá upplýsingar frá háttsettum Einari um hvar þessi hraði er mögulegur.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af Icarus »

Einar veit eflaust meira um þetta en ég, en að því best við vitum er þetta í boði í eftirtöldum póstnúmerum: 108, 109, 110, 113 og 203.

Þarft að hafa Genexis aðgangstæki, það lítur svona út:

Mynd

Annars þarf að skipta út netaðgangstækinu og þarf notandi að standa skil á þeim kostnaði.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af AntiTrust »

Icarus skrifaði:Einar veit eflaust meira um þetta en ég, en að því best við vitum er þetta í boði í eftirtöldum póstnúmerum: 108, 109, 110, 113 og 203.

Þarft að hafa Genexis aðgangstæki, það lítur svona út *mynd*

Annars þarf að skipta út netaðgangstækinu og þarf notandi að standa skil á þeim kostnaði.
Hmm..

1. Það þykir mér ákaflega undarleg þjónusta, að rukka VV fyrir útskipti á búnaði sem þeir þurfa fyrir þjónustu hjá GR sjálfum. Þetta er eins og Síminn og Vodafone myndu rukka fyrir útskipti/mann heim til skipta á beini við uppfærslu í VDSL - Sem þeir gera vitaskuld ekki. (Geri mér grein fyrir því að GR rukka það, ekki ISP)

2. Afhverju þarf að skipta yfir í Genexis þegar Telsey 3 er með Gbit WAN porti (og þ.a.l. væntanlega spekkað fyrir e-rju meira en 100mbit) ?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af Icarus »

AntiTrust skrifaði:
Icarus skrifaði:Einar veit eflaust meira um þetta en ég, en að því best við vitum er þetta í boði í eftirtöldum póstnúmerum: 108, 109, 110, 113 og 203.

Þarft að hafa Genexis aðgangstæki, það lítur svona út *mynd*

Annars þarf að skipta út netaðgangstækinu og þarf notandi að standa skil á þeim kostnaði.
Hmm..

1. Það þykir mér ÁKAFLEGA undarleg þjónusta, að rukka VV fyrir útskipti á búnaði sem þeir þurfa fyrir þjónustu hjá GR sjálfum. Þetta er eins og Síminn og Vodafone myndu rukka fyrir útskipti/mann heim til skipta á beini við uppfærslu í VDSL - Sem þeir gera vitaskuld ekki.

2. Afhverju þarf að skipta yfir í Genexis þegar Telsey 3 er með Gbit WAN porti (og þ.a.l. væntanlega spekkað fyrir e-rju meira en 100mbit) ?
Þarna kemur Einar inn, ég er einmitt persónulega með Telsey 3 heima hjá mér og myndi vilja sleppa þessum kostnaði.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af chaplin »

Þurfa öflugri tengingu en 100Mbps? Ég var einmitt að pæla í þessu fyrir stuttu. Ég er að leigja með tveimur strákum, erum allir 24 ára gamli og hefur 100Mbps dugað okkur svo miklu meira en nóg. Við erum nokkrar sekúndur að sækja sjónvarpsþætti og um nokkrar mínútur að sækja Blu-Ray myndir og leiki (við auðvita gerum ekkert af þessu, eingönguviðmið).

Rango, hvað er þetta nákvæmlega það sem þú ert að gera á netinu?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af Plushy »

chaplin skrifaði:Þurfa öflugri tengingu en 100Mbps? Ég var einmitt að pæla í þessu fyrir stuttu. Ég er að leigja með tveimur strákum, erum allir 24 ára gamli og hefur 100Mbps dugað okkur svo miklu meira en nóg. Við erum nokkrar sekúndur að sækja sjónvarpsþætti og um nokkrar mínútur að sækja Blu-Ray myndir og leiki (við auðvita gerum ekkert af þessu, eingönguviðmið).

Rango, hvað er þetta nákvæmlega það sem þú ert að gera á netinu?
Porn. A LOT of Porn :guy

snjokaggl
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 10. Júl 2010 00:51
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af snjokaggl »

Chaplin, það ÞARF enginn hraðari tengingu en 100 mb/s, en það ÞARF heldur enginn stærra sjónvarp, hraðskreiðari bíl eða betri tölvu.
Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af rango »

snjokaggl skrifaði:Chaplin, það ÞARF enginn hraðari tengingu en 100 mb/s, en það ÞARF heldur enginn stærra sjónvarp, hraðskreiðari bíl eða betri tölvu.
Einmitt ég vill fá þetta því ég er með mikið af burst traffík sem tekur ekkert endilega mikla bandvídd.

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af einarth »

Sæl.

Ég get staðfest með póstnúmerin - þeta eru þau svæði sem við bjóðum þjónustuna á í fyrsta fasa.

Fyrir þá sem eru með Telsey netaðgangstæki þá þarf að senda mann á heimili viðkomandi og uppfæra þau eða skipta út (í Telsey-3 er skipt um ljósmódúl í tækinu).
Uppfærslan kostar 18.825 kr.

Kv, Einar.
Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af rango »

einarth skrifaði:Sæl.

Ég get staðfest með póstnúmerin - þeta eru þau svæði sem við bjóðum þjónustuna á í fyrsta fasa.

Fyrir þá sem eru með Telsey netaðgangstæki þá þarf að senda mann á heimili viðkomandi og uppfæra þau eða skipta út (í Telsey-3 er skipt um ljósmódúl í tækinu).
Uppfærslan kostar 18.825 kr.

Kv, Einar.
Hvað ef tæki bilar? Fæ ég því þá útskipt í nýrri gjaldlaust? Ég er með óstöðugt rafmagn í húsinu.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af Gúrú »

rango skrifaði:Hvað ef tæki bilar? Fæ ég því þá útskipt í nýrri gjaldlaust? Ég er með óstöðugt rafmagn í húsinu.
:face

"bilar"
Modus ponens

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af einarth »

Það er skipt um með samskonar tæki ef það er til.
Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af rango »

einarth skrifaði:Það er skipt um með samskonar tæki ef það er til.
Afkverju eru allir nágranarnir mínir með nýrra og flottara tæki þá?

Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af Arkidas »

einarth skrifaði:Sæl.

Ég get staðfest með póstnúmerin - þeta eru þau svæði sem við bjóðum þjónustuna á í fyrsta fasa.

Fyrir þá sem eru með Telsey netaðgangstæki þá þarf að senda mann á heimili viðkomandi og uppfæra þau eða skipta út (í Telsey-3 er skipt um ljósmódúl í tækinu).
Uppfærslan kostar 18.825 kr.

Kv, Einar.
Hefurðu einhverja hugmynd um hvenær þetta verður í boði í 170?

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af einarth »

rango skrifaði:
einarth skrifaði:Það er skipt um með samskonar tæki ef það er til.
Afkverju eru allir nágranarnir mínir með nýrra og flottara tæki þá?
Nú veit ég ekki - ef þú vilt meina að tækin þeirra hafi öll bilað og verið skipt um með nýrri tækjum þá voru eldri tækin líklega ekki til.

Kv, Einar.

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Meiri hraða enn 100Mb´s? á ljósleið

Póstur af einarth »

Arkidas skrifaði:
einarth skrifaði:Sæl.

Ég get staðfest með póstnúmerin - þeta eru þau svæði sem við bjóðum þjónustuna á í fyrsta fasa.

Fyrir þá sem eru með Telsey netaðgangstæki þá þarf að senda mann á heimili viðkomandi og uppfæra þau eða skipta út (í Telsey-3 er skipt um ljósmódúl í tækinu).
Uppfærslan kostar 18.825 kr.

Kv, Einar.
Hefurðu einhverja hugmynd um hvenær þetta verður í boði í 170?

Nei - ekki komið neitt plan um framhaldið.
Svara