Vantar álit vegna sjónvarpskaupa

Svara
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Vantar álit vegna sjónvarpskaupa

Póstur af vesi »

Sælir vaktarar,, sá að það er orðið langt síðann að kom svona tv, þráður svo ég ákvað að fá mer nýtt. En þvílíkur frumskógur þetta er orðið. Svo ykkar hjálp yrð vel þeginn..

það sem ég er að leita að er:

Stærð 42" +
net tengt
ekki 3D.
3-4 hdmi
3-4 usb.

Verð ca. 200.000 þús.

er soldið á villigötum með þennan mun á Hz, 100,200 og allt uppí 600,, veit að maður sá mun á milli 50 og 100 en frá 200 uppí 600hz


það sem ég er að skoða.

http://sm.is/product/42-led-ambilight-sjonvarp

http://sm.is/product/46-led-sjonvarp

http://sm.is/product/42-fhd-led-smart-sjonvarp-hvitt

http://ht.is/product/47-smart-led-sjonvarp Líst mjög vel á

mynduð þið velja eithvert af þessu eða eithvað allt annað,,

bestu kv.
Vesi
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna sjónvarpskaupa

Póstur af mind »

Sterkasti hluturinn sem þú getur gert er að fara skoða.

Sannleikurinn er sá að sjónvörp geta verið nauðlík á pappír en hrikalega mismunandi í raunveruleikanum, það er meira bakvið þau en bara contrast tölur, riðafjöldi o.s.f.
Einn af mikilvægari hlutunum í sjónvarpinu er t.d. tölvan í því sem sér um myndvinnsluna sjálfa, ef hún er ekki nógu öflug kemur það niður á öllu.

Mættu bara á staðinn og byrjaðu að finna hvar mörkin liggja hjá þér í hvað er ásættanlegt og hvað ekki, getur meirasegja tekið efnið með þér á USB lykil ef þú þekkir eitthvað sjálfur mjög vel sem þú myndir sjá auðveldlega ef eitthvað væri að.

Mjög öflugt er t.d. að horfa á "pan" senur, þar sér maður nokkuð vel hvernig riðin og myndvinnslan blandast saman.
Í ferlinu þá flokkast hratt út hvað maður er tilbúinn að sætta sig við og ekki, þá endar maður yfirleitt í einni eða tveimur týpum.

Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna sjónvarpskaupa

Póstur af Gilmore »

Sammála síðasta pósti.

Ég var á höttunum eftir 50" tæki fyrir 2 árum og var búinn að velja Samsung tæki eftir speccum á netinu og fór í Elko til að kaupa það, en sá svo LG tæki með nánast sömu speccum, en myndgæðin allt önnur og bara mikið flottari tæki í raun, en ég var búin að skoða bæði tækin online.

En djöfull eru þessi nýju Samsung Smart TV flott, verst hvað þau alltof dýr ennþá.
Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Hauksi
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 28. Mar 2008 15:12
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna sjónvarpskaupa

Póstur af Hauksi »

Eins og sagt er hér á undan þá er lang best að fara í verslanirnar og bera saman
tækin og hafa það í huga að þegar þú ert búinn að stilla tækið í sínu rétta umhverfi
þá geta myndgæðin orðið betri nú eða verri!

100 Hz og 200 Hz Perfect motion rate frá Philips er í rauninni 50 Hz
það er að segja endurnýjunartíðnin er 50 Hz
Hin Hz-in koma frá blikkandi baklýsingu.
400 Hz PMR er með endurnýjunartíðnina 100 Hz

Nettengt.
Ef þú átt við til að komast inn á t.d youtube og twitter sem sagt einhverskonar smart tV
Þá er betra að vera smartari en sjónvarpið og tengja tölvu við það :)
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit vegna sjónvarpskaupa

Póstur af Kristján »

Á blaði eru öll tvin sem þú linkaðir rosalega svipuð og á blaði mundiru vera að fá fínt tv ef þú mundir kaupa eitthvað af þessu.

en... á blaði segir ekki hvernig þessi tæki væru i stofuni hjá þér.

Ég ráðlegg þér að taka allavega helgi í þetta, virðist vera langur tími en vá hvað tíminn flýgur þegar maður er að skoða tv og tala við sölumenn.

Mæli með að þú farir í sjónvarpsmiðstöðina, samsung setrið, sony center, hátækni, örugglega að gleyma einhverju en það er bókað að sölumennirnir þarna viti hvað þeir eru að tala um, allavega færð sjónvarpsmiðstöðin mitt atkvæði.

svo áður en þú ferð í búðirnar þá er gott að vera með lista með sér yfir fítusa sem maður vill vera með í tvinu.

Mjög góð lesning herna líka um tv og hvað fittar fyrir þig.

http://reviews.cnet.co.uk/tvs/tv-buying-guide-50005874/" onclick="window.open(this.href);return false;

PS: það er svo sem enginn buinn að segja þér hvað af þessum tvum sem þú linkar þú ættir að kaupa en eins og ég segi þá eru þau nauðalík og aftur á blaði mundiru vera með fint tv sama hvað þú mundir velja þarna.
Svara