óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Sælir,
Eru ekki einhverjir rafvirkjar hérna eða einhverjir menntaðir í rafmagnsdóti í húsum sem gætu svarað nokkrum spurningum fyrir mig ..
Ég er oft að lenda í því að það slái út hjá mér, gerist liggur við einu sinni í mánuði. Ég er nú með slatta af tölvum og rafmagnstækjum á heimilinu (5 tölvur, 2 fartölvur, sjónvarp, heimabíó, hljómtæki og hin og þessi eldhústæki) og þegar það slær út þá er það alltaf grein 4 og 5, gæti verið að þetta séu of lítil öryggi ? (giska á að B10 standi fyrir 10 amper ?), ef svo er er þá eitthvað hægt að gera í því, skipta um öryggin og setja B12 eða eitthvað í staðinn? og hversu mikið mál yrði það?
Mynd af töflunni hjá mér.
Eru ekki einhverjir rafvirkjar hérna eða einhverjir menntaðir í rafmagnsdóti í húsum sem gætu svarað nokkrum spurningum fyrir mig ..
Ég er oft að lenda í því að það slái út hjá mér, gerist liggur við einu sinni í mánuði. Ég er nú með slatta af tölvum og rafmagnstækjum á heimilinu (5 tölvur, 2 fartölvur, sjónvarp, heimabíó, hljómtæki og hin og þessi eldhústæki) og þegar það slær út þá er það alltaf grein 4 og 5, gæti verið að þetta séu of lítil öryggi ? (giska á að B10 standi fyrir 10 amper ?), ef svo er er þá eitthvað hægt að gera í því, skipta um öryggin og setja B12 eða eitthvað í staðinn? og hversu mikið mál yrði það?
Mynd af töflunni hjá mér.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Hvaða búnaður helduru að sé inná þessum öryggjum ?
massabon.is
-
- spjallið.is
- Póstar: 472
- Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
- Staðsetning: Hef ekki glóru!
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Já B10 þýðir 10A öryggi. Það eru mestar líkur á því að það sé of mkið álag á greinunum þar sem öryggin slá út en ekki lekaliðinn. Það er hægara sagt en gert að stækka upp í 16A öryggi þar sem þú þarft að hafa þykkari koparvír til að geta flutt þessi 16A í staðinn fyrir 10A, yfirleitt er ekki verið að draga í stærri koparvír en mögulega þarf. Öryggi eru í rauninni bara þarna til að sjá til þess að þú sért ekki að yfirkeyra vírinn sem myndi líklega bráðna og hugsanlega kveikja í. Og þar sem bæði öryggin eru að slá út þá er ekki heldur hægt að mæla með að reyna að dreyfa álaginu á milli öryggjana. Þetta er svona snögg greining sem ég get gefið þér.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Basicly allt nema eldavélina og örbylgjuofninn fyrst þetta eru einu non-specific öryggin.Hvaða búnaður helduru að sé inná þessum öryggjum ?
En væri ekki hægt að setja B12 öryggi á sömu vírum ?.. ætti að gefa allavega smá meira leeway fyrst þetta er bara að slá út þegar koma álagstoppar.Já B10 þýðir 10A öryggi. Það eru mestar líkur á því að það sé of mkið álag á greinunum þar sem öryggin slá út en ekki lekaliðinn. Það er hægara sagt en gert að stækka upp í 16A öryggi þar sem þú þarft að hafa þykkari koparvír til að geta flutt þessi 16A í staðinn fyrir 10A, yfirleitt er ekki verið að draga í stærri koparvír en mögulega þarf. Öryggi eru í rauninni bara þarna til að sjá til þess að þú sért ekki að yfirkeyra vírinn sem myndi líklega bráðna og hugsanlega kveikja í. Og þar sem bæði öryggin eru að slá út þá er ekki heldur hægt að mæla með að reyna að dreyfa álaginu á milli öryggjana. Þetta er svona snögg greining sem ég get gefið þér.
Og annað, væri mikið maus að draga Grein 2 (Örbylgjuofninn) út þannig að hún fari líka í kló sem er í sama herbergi og rafmagnstaflan er í og ég gæti þá sett nokkrar tölvur á þá grein til að létta álagið á 4 og 5?
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
- spjallið.is
- Póstar: 472
- Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
- Staðsetning: Hef ekki glóru!
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Ef þú vilt bara fá auka kló við hliðiná töflunni þá ætti að vera auðveldast að bæta bara við öryggi í töfluna sem færi bara í þá kló, alltaf bara spurning hvernig væri hægt að leysa það fallega ef þú vilt yfir höfuð hafa þetta fallegt... það úr hverju húsið er byggt hefur líka smá áhrif. Ef þetta er gips veggur ætti auðveldasta lausnin að vera að setja upp viðgerðarbox undir töflunni og geta þannig leitt upp barka eða extra vel einangraðan kapal í holrúminu í veggnum. Steyptir veggir eru aðeins erfiðari. Einfaldasta leiðin væri náttúrulega bara að bora beint út úr töflunni og í utanáliggjandi innstungu.
Man ekki alveg hvernig reglugerðirnar eru heima lengur en ég er nokkuð viss um að 10A sé max á 1,5q vír í dag. Í denn var leyfilegt að setja 16A á 1,5q ef það var einungis einn tengill á greininni fyrir eitt einstakt tæki s.s. örbylgjuofn, upp/þvottavél eða þurrkara. 2,5q vír þarf fyrir 16A. Ég tengir of mikið bara eftir teikningum nú til dags plús það að vera í öðru landi þannig að þetta er ekki alveg í skyndiminninu.
Man ekki alveg hvernig reglugerðirnar eru heima lengur en ég er nokkuð viss um að 10A sé max á 1,5q vír í dag. Í denn var leyfilegt að setja 16A á 1,5q ef það var einungis einn tengill á greininni fyrir eitt einstakt tæki s.s. örbylgjuofn, upp/þvottavél eða þurrkara. 2,5q vír þarf fyrir 16A. Ég tengir of mikið bara eftir teikningum nú til dags plús það að vera í öðru landi þannig að þetta er ekki alveg í skyndiminninu.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Mátt setja 13A öryggi á 1.5q ídráttarvír. Annars myndi ég bara setja tregt 10A öryggi, G10.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
hver munurinn á tregu öryggi/G og þessu B dóti sem ég er með í töflunni ?tdog skrifaði:Mátt setja 13A öryggi á 1.5q ídráttarvír. Annars myndi ég bara setja tregt 10A öryggi, G10.
Og væri eitthvað maus að skipta því út, bara að slá út rafmagninu og skrúfa gamla úr og nýja í ? eða eitthvað sem ég þyrfti að fá rafvirkja til að gera fyrir mig?
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1306
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
- Staðsetning: <?php
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Tregt öryggi er nokkrum sec lengur að slá út, en annars ætti ekki að vera mikið mál að skipta því út, bara slá út lekaliðanum og losa hlífina frá.Haxdal skrifaði: hver munurinn á tregu öryggi/G og þessu B dóti sem ég er með í töflunni ?
Og væri eitthvað maus að skipta því út, bara að slá út rafmagninu og skrúfa gamla úr og nýja í ? eða eitthvað sem ég þyrfti að fá rafvirkja til að gera fyrir mig?
EDIT: Og ekki vera að snerta skinnurnar inní töflunni þá ættiru að vera góður
A Magnificent Beast of PC Master Race
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
G10 er gamalt, það var gamalt þegar ég lærði fyrir 10 árum (vá hvað ég er gamall). Í dag heitir það C10. Munurinn á B og C er að C leyfir mun meiri straum í skaman tíma, ef það er t.d. verið að notast við stóra mótora en þeir taka mikinn straum við ræsingu. Þannig að ef það slær út þegar þú ert að kveikja á einhverju, t.d. ryksugunni (nokkuð algengt) þá kemur C öryggi til með að laga það. En ef slær út hjá þér upp úr þurru skiptir það engu máli því bæði slá út við 10A. Eins ef að álagið er mjög nálægt 10A, segjum 9A og þú kveikir á einhverju sem tekur 2A í viðbót þá kaupir C öryggi ekki nema nokkrar sekúndur í viðbót (því það leyfir yfirálag í smá stund).Haxdal skrifaði:hver munurinn á tregu öryggi/G og þessu B dóti sem ég er með í töflunni ?tdog skrifaði:Mátt setja 13A öryggi á 1.5q ídráttarvír. Annars myndi ég bara setja tregt 10A öryggi, G10.
Og væri eitthvað maus að skipta því út, bara að slá út rafmagninu og skrúfa gamla úr og nýja í ? eða eitthvað sem ég þyrfti að fá rafvirkja til að gera fyrir mig?
Ef ég man rétt þá stendur í reglugerð að ekki megi setja C öryggi í íbúðarhúsnæði og ég sem rafvirki mundi ekki gera það ef ég væri beðinn um það. Einnig er ekki leyfilegt að setja meira en 10A á ljósagrein. Eins og hefur áður komið tek ég undir að best væri að bæta við tengli við töfluna og bæta þá við öryggi fyrir hann. 2x10A er fremur lítið fyrir svona "stórt" heimili.
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Nýja reglugerðinn sem að er kominn í staðinn fyrir gömlu bláu möppuna leyfa B13 öryggi á ljósgreinar í heimahúsum en alls ekkert stærra en það og alls ekki C öryggi.
Þannig að ég myndi athuga að reyna að skipta út þessum öryggjum fyrir B13.
Annars er eins og einhver minntist á hérna áður hægt að bæta við öryggi í töfluna og leggja utanáliggjandi eitthvert sem að þú vilt fá það en það er náttúrlega ekkert voðalega fallegt.
Síðan mæli ég með því að láta rafvirkja skipta út öryggjunum í töflunni því að það er betra að maður sem veit hvað hann er að gera skipti um þetta heldur en að þú sért að fikta og fáir raflost þessvegna.
Þannig að ég myndi athuga að reyna að skipta út þessum öryggjum fyrir B13.
Annars er eins og einhver minntist á hérna áður hægt að bæta við öryggi í töfluna og leggja utanáliggjandi eitthvert sem að þú vilt fá það en það er náttúrlega ekkert voðalega fallegt.
Síðan mæli ég með því að láta rafvirkja skipta út öryggjunum í töflunni því að það er betra að maður sem veit hvað hann er að gera skipti um þetta heldur en að þú sért að fikta og fáir raflost þessvegna.
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Að setja B13 í staðin skapar stundum önnur vandamál:
Þar sem er B10 er þá eru miklar líkur á því að allir rofar og tenglar séu bara gerðir fyrir 10A
Þar sem er B10 er þá eru miklar líkur á því að allir rofar og tenglar séu bara gerðir fyrir 10A
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Besta leiðin fyrir þig til þess að redda þessu og vera "löglegur" er að setja upp þvottavéla tengi öriggi 16A, overkill? það er rétt en þú ert þó öruggur um að
hafa nægan "safa" fyrir vélbúnaðin.
En auðvitað þíðir þetta það að þú þarft að draga í rörin aftur, það þarf ekkert að vera mikið mál, fer rosalega eftir húsnæðinu.
Svo tengirðu þessa grein bara við innstungur, og innstungur sem eru gerðar fyrir 16A, ekki hafa ljós eða neitt álíka á greininni.
Veit ekkert hverninn húsnæði þú ert í, en þetta myndi ég gera heima hjá mér, nema ef ég þyrfti stærra öriggi þá færi ég frekar í 2*10 eða 2*12.
Annars geturu gert eins og ég gerði heima til að redda mér, þá tók ég bara framleingingar snúru og tengdi hana inná aðra grein til þess að minnka álagið
á hinni greininni. Það er ódýr og fljótvirk lausn, en er ekkert rosalega falleg ef að næsta grein er ekki nálægt.
Endilega leiðréttið mig ef að ég er út á túni.
hafa nægan "safa" fyrir vélbúnaðin.
En auðvitað þíðir þetta það að þú þarft að draga í rörin aftur, það þarf ekkert að vera mikið mál, fer rosalega eftir húsnæðinu.
Svo tengirðu þessa grein bara við innstungur, og innstungur sem eru gerðar fyrir 16A, ekki hafa ljós eða neitt álíka á greininni.
Veit ekkert hverninn húsnæði þú ert í, en þetta myndi ég gera heima hjá mér, nema ef ég þyrfti stærra öriggi þá færi ég frekar í 2*10 eða 2*12.
Annars geturu gert eins og ég gerði heima til að redda mér, þá tók ég bara framleingingar snúru og tengdi hana inná aðra grein til þess að minnka álagið
á hinni greininni. Það er ódýr og fljótvirk lausn, en er ekkert rosalega falleg ef að næsta grein er ekki nálægt.
Endilega leiðréttið mig ef að ég er út á túni.
Last edited by playman on Fös 22. Mar 2013 15:55, edited 1 time in total.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Þakka ykkur fyrir öll svörin, Ég ætla að hafa samband við leigusalann og sjá hvað sé best að gera í þessu.
Næsta innstunga á annarri grein væri Örbylgjuofninn, ég hef áður tengt langt millistykki við hana og tengt aðrar tölvur þar þegar félagarnir koma að lana og það hefur reynst ágætlega.. nema það væri svoldið langt að þræða framlengingarsnúru þvert í gegnum alla íbúðina til að tengja við nokkrar tölvur í geymslunni
Næsta innstunga á annarri grein væri Örbylgjuofninn, ég hef áður tengt langt millistykki við hana og tengt aðrar tölvur þar þegar félagarnir koma að lana og það hefur reynst ágætlega.. nema það væri svoldið langt að þræða framlengingarsnúru þvert í gegnum alla íbúðina til að tengja við nokkrar tölvur í geymslunni
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Ef þú ert með örbylgjuofn á 10A grein þá er eðlilegt að hún sé að slá út. Þeir taka mikið afl í starti. Fyrir utan allt annað sem er á greininni.
En ef hann er á 16A öryggi og þú hefur verið að tengja fjöltengi inn á greinina án vandræða er eðlilegt. En það er ekki gáfulegt að tengja tölvur til frambúðar á greinina ef þú ætlar að nota ofninn áfram, vegna mikilla truflana.
Leiðrétting, sé að örbylgjuofninn er á sér grein.
En ef hann er á 16A öryggi og þú hefur verið að tengja fjöltengi inn á greinina án vandræða er eðlilegt. En það er ekki gáfulegt að tengja tölvur til frambúðar á greinina ef þú ætlar að nota ofninn áfram, vegna mikilla truflana.
Leiðrétting, sé að örbylgjuofninn er á sér grein.
-
- spjallið.is
- Póstar: 472
- Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
- Staðsetning: Hef ekki glóru!
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Ég er sammála því að það að skipta yfir í C/G öryggi er er ekki skynsamlegt, þessi öryggi eru eins og einhver var búinn að segja ætluð fyrir mótora eða álíka sem taka mjög mikinn straum rétt í byrjun en lækka síðan niður eftir sek eða tvær. Það að skipta upp í stærra öryggi finnst mér líka tilgangslaust þar sem að þá er hann að eyða svipuðum pening og það kostar að setja nýja grein með tengli í geymsluna.
Ef hugmyndin hjá playman er að setja upp 16A þvottavélatengil eftir gömlu reglugerðinni (s.s. með 1,5q vír) þá finnst mér það ekki álitlegt heldur, þessir örbylgju og upp/þvottavélatenglar þola ekki viðvarandi 16A álag, einungis í stuttan tíma. Ef það er hinsvegar notaður 2,5q vír þá er það gott og gilt.
Nýr tengill á nýrri grein í geymslunni hljómar auðveldast/ódýrast/best í mínum huga. Tengill, viðgerðarbox, 1,5m af barka, 3x2m af vír, 20-30cm af "töfluvír" og öryggi (þ.e.a.s. ef þetta er gipsveggur). "Ætti" að vera frekar einfallt og fljótgert fyrir rafvirkja.
En núna er komið páskafrí og þá er tími til kominn að kúpla sig útúr vinnunni og hætta að hugsa um rafmagn...
Ef hugmyndin hjá playman er að setja upp 16A þvottavélatengil eftir gömlu reglugerðinni (s.s. með 1,5q vír) þá finnst mér það ekki álitlegt heldur, þessir örbylgju og upp/þvottavélatenglar þola ekki viðvarandi 16A álag, einungis í stuttan tíma. Ef það er hinsvegar notaður 2,5q vír þá er það gott og gilt.
Nýr tengill á nýrri grein í geymslunni hljómar auðveldast/ódýrast/best í mínum huga. Tengill, viðgerðarbox, 1,5m af barka, 3x2m af vír, 20-30cm af "töfluvír" og öryggi (þ.e.a.s. ef þetta er gipsveggur). "Ætti" að vera frekar einfallt og fljótgert fyrir rafvirkja.
En núna er komið páskafrí og þá er tími til kominn að kúpla sig útúr vinnunni og hætta að hugsa um rafmagn...
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Það var reyndar það sem að ég átti við með að draga í rörin aftur, semsagt skipta út 1.5q fyrir t.d. 2.5q vír.odinnn skrifaði: Ef hugmyndin hjá playman er að setja upp 16A þvottavélatengil eftir gömlu reglugerðinni (s.s. með 1,5q vír) þá finnst mér það ekki álitlegt heldur, þessir örbylgju og upp/þvottavélatenglar þola ekki viðvarandi 16A álag, einungis í stuttan tíma. Ef það er hinsvegar notaður 2,5q vír þá er það gott og gilt.
Hefði kanski átt að umorða þetta betur.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Til að gera langa sögu stutta þá færðu fagmann til að setja 13A öryggi í . Það má bara hafa uppí 25A þegar við erum að tala um sértengla enginn ljósabúnaður þar tengdur við og oftast sjást ekki slíkar lagnir í eldri húsum nema við þvottavél eða eldavél/helluborð .
Þegar strákarnir tala um 1.5q vír þá þarf að huga að hvað umlykur rafmagnsrörin og lengdinni . Þegar þeir vitna í reglugerðina þá er verið að tala um lágmarksstaðla styst lengd og miðað við ídrátt rör í steypu .
Þegar strákarnir tala um 1.5q vír þá þarf að huga að hvað umlykur rafmagnsrörin og lengdinni . Þegar þeir vitna í reglugerðina þá er verið að tala um lágmarksstaðla styst lengd og miðað við ídrátt rör í steypu .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
FYI: Þetta er tæplega árs gamall þráður ....jonsig skrifaði:Til að gera langa sögu stutta þá færðu fagmann til að setja 13A öryggi í . Það má bara hafa uppí 25A þegar við erum að tala um sértengla enginn ljósabúnaður þar tengdur við og oftast sjást ekki slíkar lagnir í eldri húsum nema við þvottavél eða eldavél/helluborð .
Þegar strákarnir tala um 1.5q vír þá þarf að huga að hvað umlykur rafmagnsrörin og lengdinni . Þegar þeir vitna í reglugerðina þá er verið að tala um lágmarksstaðla styst lengd og miðað við ídrátt rör í steypu .
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
wtf hehe. Fínt fyrir fólk kannski að lesa þetta ef það lendir í svipuðu böggi .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
viddi skrifaði:Tregt öryggi er nokkrum sec lengur að slá út, en annars ætti ekki að vera mikið mál að skipta því út, bara slá út lekaliðanum og losa hlífina frá.Haxdal skrifaði: hver munurinn á tregu öryggi/G og þessu B dóti sem ég er með í töflunni ?
Og væri eitthvað maus að skipta því út, bara að slá út rafmagninu og skrúfa gamla úr og nýja í ? eða eitthvað sem ég þyrfti að fá rafvirkja til að gera fyrir mig?
EDIT: Og ekki vera að snerta skinnurnar inní töflunni þá ættiru að vera góður
Mér finnst þetta ekki í lagi, að fikta í rafmagnstöflum getur verið lífshættulegt ef maður veit ekki hvað maður er að gera. Einnig er að ólöglegt.
Hef oftar en einu sinni séð svipaða þræði hér og tel að menn þurfi að passa sig hvað þeir eru að segja fólki um hvað það getur gert sjálft. Maður veit aldrei hvað getur gerst!
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Margir hérna eru ekkert að fara splæsa í fagmann þannig að best er að ráðleggja þeim sem best þá
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
lol,hagur skrifaði:FYI: Þetta er tæplega árs gamall þráður ....
Bara til að vera með þá lagði ég sér 10A fyrir tölvubúnaðinn, vildi ekki hafa allt annað í íbúðinni á sömu grein og hann.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Ef þú hefðir tekið þetta hard core þá hefðiru sett tölvubúnaðinn á lekaliðasjálfvar .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Eru menn ekki að grínast hérna? Ég veit alveg hvað þetta er gamall þráður en eruð þið ekki að djóka ? Með því að ráðleggja ófaglærðum um rafmagnstöflur eruð þið bæði að setja viðkomandi í lífshættu,sem og þann fagmann sem sinnir töflunni næst. Vinsamlegast hafið faglegan metnað til að hugsa.
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: óstöðugt rafmagn - of lítið öryggi?
Skipta þessu út fyrir 16A öryggi og málið er dautt
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS