kbg skrifaði:urban skrifaði:
7-800 mans fá laun ~480 í sjálfu álverinu, restin í störfum tengd álverinu
stór hluti algerlega nýstörf
ný störf í landsfjórðungi sem að var deyjandi fyrir.
5,4% af vinnandi fólki á austurlandi árið 2010 vann fyrir alcoa (þá ekki talin með afleidd störf)
ætlaru virkilega að segja að þetta skili engum peningum í kassann ?
Þú getur endalaust talað um einhver afleidd störf og reynt að tengja það við álverið, en það er nú bara þannig að öll störf eru tengd öðrum störfum og það er ekkert endilega álverið sem býr til þau störf frekar en þeir starfsmenn væru að vinna annarstaðar. Fólk t.d. þarf alltaf að borða sama hvar það vinnur.
nú sagði ég nú fyrr í þræðinum, afleidd störf, sem að eru beint vegna álversins, þá tel ég ekki með stelpuna sem að vinnur í matvörubúðinni sem að væri með vinnu þar hvort eð er.
það er slatti af fyrirtækjum með starfsstöðvar þarna fyrir austan eingöngu vegna álversins.
það er hellingur um það að fyrirtæki bættu við sig mannskap.
það er slatti af fyrirtækjum sem að voru stofnuð alfarið vegna þessa álvers.
held að þú ættir að kynna þér hvað afleidd störf eru.
kbg skrifaði:En þú greinilega ert tilbúinn að fórna allri náttúru Íslands fyrir 480 störf.
ekki gera mér upp skoðanir og endilega benntu mér á það hvar ég hef haldið þessu fram.
kbg skrifaði:Ég hugsa nú samt að það hefði verið viturlegra að nota þessa 130 milljarða sem fóru í að búa til Kárahnjúkavirkjun og nota það til að hlúa að nýsköpun t.d tengdum hugbúnaði eða öðru sem krefst ekki þess að við fórnum náttúrunni. Sem dæmi þá vinna 300 manns hjá CCP á Íslandi. Geturðu ímyndað þér hvað það væru til mörg störf ef settir hefðu verið 130 milljarðar í nýsköpun?
Þú virðist alveg gleyma því að það var ekki kveikt í þessum peningum, þetta var talið (og er enn) þjóðhagslega hagkvæmt, það er, peningarnir skila sér til baka.
og guðjónR, ég er alls ekki virkjunarsinni og einsog ég margtók fram í þessum þræði fyrir 4 árum, þá er ég ekkert sérstaklega hlynntur álverum.
En álverið og virkjunin eru hvort tveggja komin og í staðin fyrir að austurlandið sé deyjandi og atvinnuleysi töluvert og tiltölulega einhæfur vinnumarkaður, þá eru komin þarna störf fyrir menntafólk í heimabygð, atvinnuleysi með því minnsta á landinu og síðast en ekki síst töluverður hluti af þessu hálaunastörf