Hringiðan

Svara

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Hringiðan

Póstur af k0fuz »

Sælir vaktarar,

Hefur einhver hérna reynslu af Hringiðunni? Ég er eins og stendur hjá hringdu og þeir já sjúga b*ll þannig að ég er að velta fyrir mér hvað gæti verið góður kostur?

kveðja
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af steinarorri »

Ég er með ljósnet hjá Hringiðunni og mjög sáttur. Það kom á tímabili upp að netið varð hægt á kvöldin en þeir buðu okkur strax að skipta um router.
Hef hinsvegar ekki enn skipt en ég hef heldur ekki tekið eftir þessu undanfarið.
Held að við höfum aldrei orðið netlaus eftir að hafa farið yfir til Hringiðunnar.
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Saber »

Ég er með VDSL frá þeim ("ljósnet") og er bara mátulega sáttur. Röflaði aðeins í þeim út af aukakostnaði sem mér var ekki sagt frá við kaup, sem þeir svöruðu bara fullum hálsi og ég fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni, en að öðru leiti hefur þetta bara verið nokkuð gott. Þeir virðast setja "ofurnotendur" aftast í QoS þegar gagnamagnið klárast í stað þess að cappa eins og stóru símafyrirtækin, sem ég er bara helvíti sáttur við. Bróðir minn spilar svolítið af online leikjum og kvartar stundum í mér yfir lélegu pingi, en það gæti samt bara verið vegna QoS eða tengingar.

Nú fyrst að ljósleiðarinn er kominn í götuna þá er ég farinn að hugsa að færa mig samt aftur til Vodafone...
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af tdog »

Hvaða kostnaði greindu þeir ekki frá?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af steinarorri »

janus skrifaði:Ég er með VDSL frá þeim ("ljósnet") og er bara mátulega sáttur. Röflaði aðeins í þeim út af aukakostnaði sem mér var ekki sagt frá við kaup, sem þeir svöruðu bara fullum hálsi og ég fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni, en að öðru leiti hefur þetta bara verið nokkuð gott. Þeir virðast setja "ofurnotendur" aftast í QoS þegar gagnamagnið klárast í stað þess að cappa eins og stóru símafyrirtækin, sem ég er bara helvíti sáttur við. Bróðir minn spilar svolítið af online leikjum og kvartar stundum í mér yfir lélegu pingi, en það gæti samt bara verið vegna QoS eða tengingar.

Nú fyrst að ljósleiðarinn er kominn í götuna þá er ég farinn að hugsa að færa mig samt aftur til Vodafone...
Já, ég hef ekki verið cappaður hjá þeim þó maður fari óvart aðeins yfir... það er mjög vel séð.

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af sigurfr »

janus skrifaði:Ég er með VDSL frá þeim ("ljósnet") og er bara mátulega sáttur. Röflaði aðeins í þeim út af aukakostnaði sem mér var ekki sagt frá við kaup, sem þeir svöruðu bara fullum hálsi og ég fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni, en að öðru leiti hefur þetta bara verið nokkuð gott. Þeir virðast setja "ofurnotendur" aftast í QoS þegar gagnamagnið klárast í stað þess að cappa eins og stóru símafyrirtækin, sem ég er bara helvíti sáttur við. Bróðir minn spilar svolítið af online leikjum og kvartar stundum í mér yfir lélegu pingi, en það gæti samt bara verið vegna QoS eða tengingar.

Nú fyrst að ljósleiðarinn er kominn í götuna þá er ég farinn að hugsa að færa mig samt aftur til Vodafone...
Vil bara benda á að það er hægt að fá ljósleiðaratengingu hjá Hringiðunni líkt og Vodafone, ef þú vilt vera á Ljósleiðaranum og hafa Hringiðuna áfram sem þjónustuveitu.

Kv. Sigurður
Starfsmaður GR.

Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af k0fuz »

Já ég er aðallega að pæla í ljósleiðara. Ef einhver er með svoleiðis.
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af FriðrikH »

Ég er með ljósleiðara hjá Hringiðunni og er ósköp sáttur bara, stabílt og fínt.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Icarus »

Sælir piltar,

gaman að heyra að flestir hérna séu sáttir, svona fyrir utan janus, það ætti ekki að vera neinn falinn aukakostnaður, við reynum að taka allt fram þegar fólk kemur í viðskipti. Helstu hlutirnir þar eru línuleiga og svo routerleiga, eitthvað sem allir átta sig kannski ekki á. Fyrir utan það áttu ekki að vera fá neina aukareikninga frá okkur eða aukagjöld.

Janus: ég hér með bið þig innilegrar afsökunar á þessu samskiptaleysi til að byrja með og vona að það hafi ekki orsakað mikil vandræði fyrir þig, ef þú villt skoða þær leiðir sem við höfum í ljósleiðaranum er ég meira en tilbúinn að fara yfir það með þér ef þú óskar þess.

Ef þið hafið einhverjar spurningar sem ég get svarað þá endilega skjótið.

Við höfum lagt svolítið uppúr að hafa góða þjónustu, persónulegri en kannski gengur og gerist, höfum mætt heim til fólks ef það er eitthvað vesen án þess að vera að rukka það sérstaklega fyrir það, er okkur mikilvægt að netið hjá öllum virki og að þeir séu sáttir með þá þjónustu sem þeir fá.

Ingvar Linnet
Markaðs- og sölustjóri Hringiðunnar
ingvar@vortex.is

stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af stefan251 »

þarna með vdsl allt upp að 60 eru þið þá með custum prófila er hjá símonum er og að sync með 80mb er eitthvað um að plana að hækka hraðan eða?

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af coldcut »

stefan251 skrifaði:þarna með vdsl allt upp að 60 eru þið þá með custum prófila er hjá símonum er og að sync með 80mb er eitthvað um að plana að hækka hraðan eða?
Mynd
Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Farcry »

Ég get mælt með hringiðuni buin að vera hjá þeim í 3-4 ár á ljósleiðara ekkert vesen og alltaf í sambandi. :D

stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af stefan251 »

hahaha er bara að pæla hvort þeir ætla að bjóða upp á meiri hraða á vdsl þegar það kemur eða ef þú syncar vél
Skjámynd

astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af astro »

Ég er að pæla í að fara í VDSL (60Mb), hvernig er hraðin utanlands hjá þeim sem eru með þessar tengingar hjá Hringiðjunni ? góður til útlanda? stabíll ? verra á kvöldin en morgnanna ? álag ? dettur niður ?

:)
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Icarus »

stefan251 skrifaði:hahaha er bara að pæla hvort þeir ætla að bjóða upp á meiri hraða á vdsl þegar það kemur eða ef þú syncar vél
Default hraðar eru 50/25, svona það sem línan ætti alltaf að bera, ef hún ber það ekki, þá á VDSL ekki að vera í boði.

Þvert á móti hef ég séð línur sem eru að bjóða yfir 120Mb/s, fræðilegt hámark.

En þá, rétt eins og hjá Símanum er línað cöppuð þar fyrir neðan.

Svo fræðilega séð undir ákveðnum aðstæðum gætirðu fengið 80Mb/s, hverjar þær aðstæður þyrftu að vera er ég ekki viss um, og hvernig Síminn stjórnar hraðanum á línunum þekki ég ekki nógu vel þó til að fullyrða neitt um þetta.
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Saber »

tdog skrifaði:Hvaða kostnaði greindu þeir ekki frá?
Línugjald fyrir tengingu án heimasíma, sem er greidd mánaðarlega og stofngjald fyrir tengingu, sem er greitt einu sinni. Þetta er hvergi tekið fram á heimasíðunni þeirra. Tengingin er auglýst á 6.900 kr. á mánuði á síðunni þeirra, reikningurinn sem ég fæ um hver mánaðarmót hljóðar upp á 9.050 kr. (lína og routerleiga eins og Ingvar nefnir)

En á meðan þeir cappa mig ekki, þá borga ég bara og brosi.
Icarus skrifaði:Sælir piltar,

gaman að heyra að flestir hérna séu sáttir, svona fyrir utan janus, það ætti ekki að vera neinn falinn aukakostnaður, við reynum að taka allt fram þegar fólk kemur í viðskipti. Helstu hlutirnir þar eru línuleiga og svo routerleiga, eitthvað sem allir átta sig kannski ekki á. Fyrir utan það áttu ekki að vera fá neina aukareikninga frá okkur eða aukagjöld.

Janus: ég hér með bið þig innilegrar afsökunar á þessu samskiptaleysi til að byrja með og vona að það hafi ekki orsakað mikil vandræði fyrir þig, ef þú villt skoða þær leiðir sem við höfum í ljósleiðaranum er ég meira en tilbúinn að fara yfir það með þér ef þú óskar þess.

Ef þið hafið einhverjar spurningar sem ég get svarað þá endilega skjótið.

Við höfum lagt svolítið uppúr að hafa góða þjónustu, persónulegri en kannski gengur og gerist, höfum mætt heim til fólks ef það er eitthvað vesen án þess að vera að rukka það sérstaklega fyrir það, er okkur mikilvægt að netið hjá öllum virki og að þeir séu sáttir með þá þjónustu sem þeir fá.

Ingvar Linnet
Markaðs- og sölustjóri Hringiðunnar
ingvar@vortex.is
Sæll Ingvar. Ánægjulegt að sjá hvað símafyrirtækin eru farin að taka þátt í netmenningunni hér og að þið skulið vera þar á meðal. Varðandi ljósleiðarann, þá er ég líklega að fara að selja íbúðina svo það er on hold í bili. Ég spjalla við ykkur betur áður en maður ákveður að færa sig aftur.

Ein spurning þó og tvær beiðnir:

Varðandi vefsvæðið (ftp aðganginn) sem fylgir internettengingum hjá ykkur. Það kemur ekkert fram á síðunni ykkar hversu mikið pláss, hversu mikla bandvídd og/eða hvort það sé yfir höfuð http aðgangur að gögnunum fyrir notendur. Vodafone (svo við ræðum smá samkeppni :D) býður 2GB pláss með tengingum sínum og það er algerlega opin "hefbundinn" http aðgangur að gögnunum (Ég hýsi heimasíðuna mína, DJ mix og frumsamda tónlist þar, ásamt temporary gögnum sem ég þarf að hafa aðgang að from time to time.)
Gætir þú gefið okkur einhverjar meiri upplýsingar um þessa þjónustu hjá ykkur?

Svo vil ég endilega biðja ykkur um að bæta þessum upplýsingum sem ég hef nefnt hér í þessum pósti inn á heimasíðuna ykkar ásamt því að biðja ykkur um að setja sundurliðun á reikninginn sem þið sendið viðskiptavinum í hverjum mánuði. Það stendur alltaf bara "Mánaðargjald" og svo bara ein upphæð á reikningnum sem ég fæ.

(Biðst afsökunar á þessari langloku.)
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Icarus »

janus skrifaði:Sæll Ingvar. Ánægjulegt að sjá hvað símafyrirtækin eru farin að taka þátt í netmenningunni hér og að þið skulið vera þar á meðal. Varðandi ljósleiðarann, þá er ég líklega að fara að selja íbúðina svo það er on hold í bili. Ég spjalla við ykkur betur áður en maður ákveður að færa sig aftur.

Ein spurning þó og tvær beiðnir:

Varðandi vefsvæðið (ftp aðganginn) sem fylgir internettengingum hjá ykkur. Það kemur ekkert fram á síðunni ykkar hversu mikið pláss, hversu mikla bandvídd og/eða hvort það sé yfir höfuð http aðgangur að gögnunum fyrir notendur. Vodafone (svo við ræðum smá samkeppni :D) býður 2GB pláss með tengingum sínum og það er algerlega opin "hefbundinn" http aðgangur að gögnunum (Ég hýsi heimasíðuna mína, DJ mix og frumsamda tónlist þar, ásamt temporary gögnum sem ég þarf að hafa aðgang að from time to time.)
Gætir þú gefið okkur einhverjar meiri upplýsingar um þessa þjónustu hjá ykkur?

Svo vil ég endilega biðja ykkur um að bæta þessum upplýsingum sem ég hef nefnt hér í þessum pósti inn á heimasíðuna ykkar ásamt því að biðja ykkur um að setja sundurliðun á reikninginn sem þið sendið viðskiptavinum í hverjum mánuði. Það stendur alltaf bara "Mánaðargjald" og svo bara ein upphæð á reikningnum sem ég fæ.

(Biðst afsökunar á þessari langloku.)
Vefsvæðið, þú færð ftp aðgang sem hægt er að nálgast á notandi.vortex.is. Þetta er opið svæði, veit ekki til þess að það sé sérstök bandvíddartakmörkun á því enda hefur ekki komið til vandamál þar að ég best viti en það fylgja 100MB með þessu svæði.

Við höfum síðustu vikur unnið að því að taka í gegn verðskrána okkar á heimasímaþjónustu og þessari línuleigu. Nú í dag kláruðum við loksins að koma þeim breytingum í gagnið í okkar kerfum og búið er að uppfæra heimasíðuna.

Nú er tekið fram að þörf sé annaðhvort á því að hafa virkan heimasíma á línunni eða borga þessa línuleigu. Eins og sést til dæmis á http://hringidan.is/is/vdsl

Þeir notendur sem hafa ekki virkan heimasíma og borga línuleigu til okkar munu sjá verðlækkun uppá 160kr frá og með næstu mánaðarmótum.

kv. Ingvar
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Hringiðan

Póstur af Saber »

Icarus skrifaði:Vefsvæðið, þú færð ftp aðgang sem hægt er að nálgast á notandi.vortex.is. Þetta er opið svæði, veit ekki til þess að það sé sérstök bandvíddartakmörkun á því enda hefur ekki komið til vandamál þar að ég best viti en það fylgja 100MB með þessu svæði.

Við höfum síðustu vikur unnið að því að taka í gegn verðskrána okkar á heimasímaþjónustu og þessari línuleigu. Nú í dag kláruðum við loksins að koma þeim breytingum í gagnið í okkar kerfum og búið er að uppfæra heimasíðuna.

Nú er tekið fram að þörf sé annaðhvort á því að hafa virkan heimasíma á línunni eða borga þessa línuleigu. Eins og sést til dæmis á http://hringidan.is/is/vdsl

Þeir notendur sem hafa ekki virkan heimasíma og borga línuleigu til okkar munu sjá verðlækkun uppá 160kr frá og með næstu mánaðarmótum.

kv. Ingvar
Þetta er flott. :happy

k0fuz, mér sýnist vera óhætt að mæla með Hringiðunni.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Svara