Ég ákvað því að fara með turninn til tölvulistans á selfossi til þess að láta þá þrífa turninn og kíkja á þessa viftu.
Þegar ég mætti daginn eftir þá sögðu þeir mér að viftan í skjákortinu væri að faila og að þótt svo að tölvan og kortið virki í augnarblikinu að þá sé það bara tímaspurningsmál hvenar að kortið klikki alveg og að þá virki það ekki lengur. Ég spurði hvað nýtt kort myndi kosta. Þá fóru þeir að segja hluti sem að mér finnst hljóma skrítnir...
Þeir segja að það sé ekki hægt að kaupa bara annað eins skjákort að því að það sé ekki til. Þá segja þeir líka að ekki sé hægt að kaupa annað skjákort í staðinn að því að því að þau passi ekki í tölvuna mína. Þeir segja að það eina í boði sé að kaupa bara alveg nýja tölvu...
Vandamálið er þetta: Það eru ekki einu sinni 2 ár síðan ég keypti tölvuna mína (sem að ég keypti frá þeim). Tæknilega séð þá uppfærði ég reyndar gömlu tölvuna mína þannig að þetta var ekki 100% ný tölva, en svona fyrir utan harðadrif og geisladrif þá var eiglega allt uppfært.
Hér eru þær specs sem ég gat fundið um tölvuna mína:

Þá er skjákortið mitt GeForce GTX 560 Ti sem var gefið út seint í janúar eða snemma í mars 2011.
Samt eru þessir gaurar að segja að "ekki sé hægt að kaupa annað kort" og að ný kort passi ekki í tölvuna mína að því að vélbúnaðurinn sé "of gamall", og að ég verði bara að kaupa nýja tölvu...
Mér finnst vera skítalykt af þessu

Rússínan í pulsuendanum er hinsvegar sú að þeir segjast ekkert kannast ekkert við það að ég hafi keypta tölvuna mína frá þeim. Það á að vera 2 ára ábyrgð á kortinu (ég keypti uppfærsluna seint 2011 þannig að ef að skjákortið kom út snemma 2011 þá eru væntanlega ekki liðinn 2 ár) en samt segja þeir að kennitalan mín sé ekki í kerfinu þeirra eða eitthvað þannig og að ef að ég hafi keypt draslið af þeim (sem að þeir sögðust ekkert kannast við) þá sé ábyrgðinn búinn...
Eimitt...
Ég spyr ykkur, er hér svindl í gangi?
