Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að gera?


Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að gera?

Póstur af Varasalvi »

Ég er búinn að vera spila Planetside 2 undanfarið og hef tekið eftir að hann keyrir ekkert rosalega vel. Vinur minn sem er með töluvert verri tölvu náði að spila hann jafn vel og ég, ef ekki betur. Svo mig fór að gruna að eitthvað væri að tölvunni. Inní leiknum geturu séð hvort það sé skjákortið eða CPU sem er að valda slæmri keyrslu, og leikurinn seigir að það sé CPU.
Ég hafði samband við customer support hjá leiknum og þeir mældu með að ég færi í "msconfig" og láta tölvuna starta sér upp clean, bara með Microsoft services i gangi. Ég gerði það og lét reyndar Nvidia display services i gang, og hann keyrir betur, en samt ekki vel. Einnig skiptir rosalegu littlu máli hvort graffíkin sé stillt á low eða high, munar bara um 5-8fps.

Ég er farinn að gruna að eitthvað sé að örgjörfanum, svo ég er að pæla hvað getur valdið því og hvernig sé hægt að finna út hvað, og hvað þarf að gera til að laga það.
Örgjörfinn er overclockaður, þó mér finnist ólíklegt að það sé vandamálið, þá er ég samt til í að skoða allt.
Það að örgjörfinn sé sökudólgurinn er bara ég að giska, það gæti verið eitthvað allt annað, ég er bara einfaldlega ekki nógu góður í tölvum til að seiga til um það.

Hérna er tölvan (Copy úr dxdiag)

Windows 7 Ultimate 64-bit (6.1, Build 7601) Service Pack 1 (7601.win7sp1_gdr.110622-1506)
Language: Icelandic (Regional Setting: Icelandic)
System Manufacturer: Gigabyte Technology Co., Ltd.
System Model: P55A-UD3
BIOS: Award Modular BIOS v6.00PG
Processor: Intel(R) Core(TM) i5 CPU 760 @ 2.80GHz (4 CPUs), ~2.8GHz
Memory: 8192MB RAM
Available OS Memory: 8184MB RAM
Page File: 9670MB used, 6694MB available
Windows Dir: C:\Windows
DirectX Version: DirectX 11
DX Setup Parameters: Not found
User DPI Setting: Using System DPI
System DPI Setting: 96 DPI (100 percent)
DWM DPI Scaling: Disabled
DxDiag Version: 6.01.7601.17514 64bit Unicode

Í 2 ár hefur mér fundist tölvan vera að standa sig verr en hún á að geta, langar að finna útúr þessu once and for all.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af KermitTheFrog »

Er nokkur stilling í BIOS hjá þér sem klukkar örgjörvann niður?
Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af NonniPj »

Spurning hvort það geti verið eitthvað annað, myndi prófa harða diskinn og minninn. (Memtest og t.d. Crystaldisk)
Hvernig disk ertu með ?
if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

NonniPj skrifaði:Spurning hvort það geti verið eitthvað annað, myndi prófa harða diskinn og minninn. (Memtest og t.d. Crystaldisk)
Hvernig disk ertu með ?
Ég er að keyra leikinn á 7200rpm disk, stýrikerfið er á 120gb SSD. Ef þessi forrit sem þú mældir með eru ekki of flókin að nota, þá mun ég prófa það.
KermitTheFrog skrifaði:Er nokkur stilling í BIOS hjá þér sem klukkar örgjörvann niður?
Nú veit ég ekki, þú ert að tala um hluti sem ég bara skil ekki. Hvernig færi ég að því að gá að þessu?
Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af NonniPj »

Varasalvi skrifaði:
NonniPj skrifaði:Spurning hvort það geti verið eitthvað annað, myndi prófa harða diskinn og minninn. (Memtest og t.d. Crystaldisk)
Hvernig disk ertu með ?
Ég er að keyra leikinn á 7200rpm disk, stýrikerfið er á 120gb SSD. Ef þessi forrit sem þú mældir með eru ekki of flókin að nota, þá mun ég prófa það.

http://release.crystaldew.info/redirect ... Shizuku-en" onclick="window.open(this.href);return false;
Hérna er linkur á crystal disk, installar því og það segir þér einfaldlega hvernig staðan er á diskunum þínum (good, bad og þess háttar).
if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

NonniPj skrifaði:
Varasalvi skrifaði:
NonniPj skrifaði:Spurning hvort það geti verið eitthvað annað, myndi prófa harða diskinn og minninn. (Memtest og t.d. Crystaldisk)
Hvernig disk ertu með ?
Ég er að keyra leikinn á 7200rpm disk, stýrikerfið er á 120gb SSD. Ef þessi forrit sem þú mældir með eru ekki of flókin að nota, þá mun ég prófa það.

http://release.crystaldew.info/redirect ... Shizuku-en" onclick="window.open(this.href);return false;
Hérna er linkur á crystal disk, installar því og það segir þér einfaldlega hvernig staðan er á diskunum þínum (good, bad og þess háttar).
Ég opnaði forritið og þurfti ekki að runna neitt scan, passar það?
En forritið sagði að báðir diskarnir voru "Good"

Varðandi Memtest, þá hef ég heyrt að það taki langan tíma og þú getur ekki notað tölvuna á meðan, svo það verður að bíða aðeins.
Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af NonniPj »

Varasalvi skrifaði: Varðandi Memtest, þá hef ég heyrt að það taki langan tíma og þú getur ekki notað tölvuna á meðan, svo það verður að bíða aðeins.
Já passar, crystal disk checkar bara á smart logginn á disknum.
Memtest runnast þangað til þú stoppar það, einn hringur getur verið nokkrir klst, mæli með nokkrum hringjum.
if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();
Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af NonniPj »

Það er tvennt sem ég myndi prófa næst, fara yfir stillingar í BIOS og svo að prófa að setja hreina uppsetningu á nýjan disk. (Eða búa til backup af stýrikerfis disknum og prófa hreina uppsetningu)
KermitTheFrog skrifaði:Er nokkur stilling í BIOS hjá þér sem klukkar örgjörvann niður?
KermitTheFrog skrifaði:Er nokkur stilling í BIOS hjá þér sem klukkar örgjörvann niður?
Nú veit ég ekki, þú ert að tala um hluti sem ég bara skil ekki. Hvernig færi ég að því að gá að þessu?[/quote]
Í flestum borðvélum er DEL takkinn á lyklaborðinu notaður til að komast inn í BIOS-inn, restartar vélinni og strax á móðurborðs lógói/uppls um tölvu ýtiru (nokkrum sinnum til að vera öruggur) á DEL takkann og þú ert kominn í BIOS-inn.
Ef þú treystir þér ekki til að fikta í honum þá ekki gera það!

Ef þú sért ekkert athugavert í BIOSnum geturu prófað að loada setup defaults og athuga hvort það leysi vandann. (Skráðu niður hjá þér þær stillingar sem búið er að breyta fyrst örrinn er overclockaður).
if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

NonniPj skrifaði:Það er tvennt sem ég myndi prófa næst, fara yfir stillingar í BIOS og svo að prófa að setja hreina uppsetningu á nýjan disk. (Eða búa til backup af stýrikerfis disknum og prófa hreina uppsetningu)
KermitTheFrog skrifaði:Er nokkur stilling í BIOS hjá þér sem klukkar örgjörvann niður?
KermitTheFrog skrifaði:Er nokkur stilling í BIOS hjá þér sem klukkar örgjörvann niður?
Nú veit ég ekki, þú ert að tala um hluti sem ég bara skil ekki. Hvernig færi ég að því að gá að þessu?
Í flestum borðvélum er DEL takkinn á lyklaborðinu notaður til að komast inn í BIOS-inn, restartar vélinni og strax á móðurborðs lógói/uppls um tölvu ýtiru (nokkrum sinnum til að vera öruggur) á DEL takkann og þú ert kominn í BIOS-inn.
Ef þú treystir þér ekki til að fikta í honum þá ekki gera það!

Ef þú sért ekkert athugavert í BIOSnum geturu prófað að loada setup defaults og athuga hvort það leysi vandann. (Skráðu niður hjá þér þær stillingar sem búið er að breyta fyrst örrinn er overclockaður).
[/quote]
Ég er svolítið hræddur við að fara í BIOS, það mun vera plan Z, ég get kannski haft samband við þann sem yfirklukkaði örgjorfann og fengið hann til að kíkja á þetta, ef hann nennir. Einnig vil ég forðast það að formatta eða setja stýrikerfið upp uppá nýtt, það tekur mig yfirleitt vikur að setja upp drivers þar sem ég man aldrei hvaða drivers ég þarf, þeir eru svo margir.
En ef ekkert annað virkar þá neyðist ég til að prófa.
þangað til þá er ég opinn fyrir fleirum uppástungum :)
Skjámynd

NonniPj
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 05. Mar 2013 23:06
Staðsetning: Íslandi
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af NonniPj »

Þessvegna, ef þú átt til disk sem þú ert ekki að nota eða getur tæmt til að prófa. Að aftengja gamla og setja stýrikerfi upp á þennan, ef vandamálið er enn til staðar þá bara skipta aftur yfir :)
if (human.mass > earth.mass)
earth.explode();

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

NonniPj skrifaði:Þessvegna, ef þú átt til disk sem þú ert ekki að nota eða getur tæmt til að prófa. Að aftengja gamla og setja stýrikerfi upp á þennan, ef vandamálið er enn til staðar þá bara skipta aftur yfir :)
Það er góð hugmynd, en ég á bara tvo diska og þeir eru báðir í tölvunni :(
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af rapport »

Hvers heitur verður örgjörvinn þegar þú ert að spila?

Hljómar einsog hitavandamál og þá klukkar hann sig líka niður.

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

rapport skrifaði:Hvers heitur verður örgjörvinn þegar þú ert að spila?

Hljómar einsog hitavandamál og þá klukkar hann sig líka niður.
Ég er ekki viss, ef hann væri að hitna þá myndi viftan fara í botn, ekki satt? Hún gerir það ekki, allir vifturnar eru frekar hljóðlátar þegar ég spila þennan leik.

En ég skal gá, edita þegar ég er búinn.

Edit: Þú munt ekki trúa því, en tölvan blue screenaði þegar ég opnaði speedfan... Ég vona að sú staðreynd að viftan sé róleg þegar ég er í leiknum sé nóg sönnum fyrir því örgjörfinn sé ekki að hitna :sleezyjoe
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Daz »

Það gæti gefið til kynna að það sé ekki sjálfvirk stjórnun á hraðanum á viftunni.
Prófaðu Core temp til að fylgjast með hitanum á örgjörvanum. Eða eitthvað forrit sem getur gefið þér línurit yfir fleiri hluti, t.d. Rivatuner. Þar geturðu fengið graf með hitastiginu af GPU og CPU sem og % notkun á báðum. EF þú getur fengið Graf sem sýnir klukkuhraðann á CPU líka þá ertu kominn nokkuð nálægt því að hafa nothæfar upplýsingar í höndunum.

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

Daz skrifaði:Það gæti gefið til kynna að það sé ekki sjálfvirk stjórnun á hraðanum á viftunni.
Prófaðu Core temp til að fylgjast með hitanum á örgjörvanum. Eða eitthvað forrit sem getur gefið þér línurit yfir fleiri hluti, t.d. Rivatuner. Þar geturðu fengið graf með hitastiginu af GPU og CPU sem og % notkun á báðum. EF þú getur fengið Graf sem sýnir klukkuhraðann á CPU líka þá ertu kominn nokkuð nálægt því að hafa nothæfar upplýsingar í höndunum.
Viftan fer hraðar í öðrum leikjum, Crysis 3 t.d. En ég skoða þetta, takk :)
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Klemmi »

Hvernig skjákort ertu með?
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

Klemmi skrifaði:Hvernig skjákort ertu með?
gtx680
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Klemmi »

Er mikið mál fyrir þig að prófa að setja upp hreina uppsetningu á stýrikerfi, annað hvort með því að strauja SSD diskinn eða setja nýja uppsetningu á 7200rpm diskinn?

Getur búið til sér partition á honum fyrir það og eytt því svo eftir á. Þægilegast til þess að greina fyrst hvort þetta sé hugbúnaðar eða vélbúnaðarvandamál, þykir ólíklegt að SSD diskurinn sé að valda því að hún sé hæg í leikjum.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Daz »

Klemmi skrifaði:Er mikið mál fyrir þig að prófa að setja upp hreina uppsetningu á stýrikerfi, annað hvort með því að strauja SSD diskinn eða setja nýja uppsetningu á 7200rpm diskinn?

Getur búið til sér partition á honum fyrir það og eytt því svo eftir á. Þægilegast til þess að greina fyrst hvort þetta sé hugbúnaðar eða vélbúnaðarvandamál, þykir ólíklegt að SSD diskurinn sé að valda því að hún sé hæg í leikjum.
Ég myndi nú byrja á því að reyna að greina vandamálið aðeins betur áður en farið er í nýja uppsetningu, skoða CPU og GPU usage, CPU clock rate undir álagi (hvort hann er að klukka sig niður), hitastig undir álagi, skoða hvaða önnur forrit eru að keyra osfrv.
Nema OP treysti sér í að strauja stýrikerfið, þá er það örugglega fljótlegasta leiðin til að greina þetta.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Klemmi »

Daz skrifaði:Ég myndi nú byrja á því að reyna að greina vandamálið aðeins betur áður en farið er í nýja uppsetningu, skoða CPU og GPU usage, CPU clock rate undir álagi (hvort hann er að klukka sig niður), hitastig undir álagi, skoða hvaða önnur forrit eru að keyra osfrv.
Nema OP treysti sér í að strauja stýrikerfið, þá er það örugglega fljótlegasta leiðin til að greina þetta.
Því byrjaði innlegg mitt á því "er mikið mál fyrir þig" :)

Það er svo ótrúlega oft sem fólk er búið að gefa sér að vandamálið sé vélbúnaðartengt og eyðir hellings tíma í að reyna að finna út hvaða íhlutur sé að valda vandræðum, kemur svo í ljós að eitthvað í uppsetningunni er sökudólgurinn.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af hjalti8 »

Varasalvi skrifaði:Ég er búinn að vera spila Planetside 2 undanfarið og hef tekið eftir að hann keyrir ekkert rosalega vel. Vinur minn sem er með töluvert verri tölvu náði að spila hann jafn vel og ég, ef ekki betur. Svo mig fór að gruna að eitthvað væri að tölvunni. Inní leiknum geturu séð hvort það sé skjákortið eða CPU sem er að valda slæmri keyrslu, og leikurinn seigir að það sé CPU.

Einnig skiptir rosalegu littlu máli hvort graffíkin sé stillt á low eða high, munar bara um 5-8fps.

Í 2 ár hefur mér fundist tölvan vera að standa sig verr en hún á að geta, langar að finna útúr þessu once and for all.
Ég held að málið sé bara að örgjörvinn er ekki alveg nógu góður fyrir þennan leik.

Mynd

að droppa niður fyrir 40 ramma á sek þegar mikið er að gerast er að mínu mati óspilanlegt og ég held að þú sjáir mikinn mun að uppfæra í öflugri örgjörva.

Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

hjalti8 skrifaði:
Varasalvi skrifaði:Ég er búinn að vera spila Planetside 2 undanfarið og hef tekið eftir að hann keyrir ekkert rosalega vel. Vinur minn sem er með töluvert verri tölvu náði að spila hann jafn vel og ég, ef ekki betur. Svo mig fór að gruna að eitthvað væri að tölvunni. Inní leiknum geturu séð hvort það sé skjákortið eða CPU sem er að valda slæmri keyrslu, og leikurinn seigir að það sé CPU.

Einnig skiptir rosalegu littlu máli hvort graffíkin sé stillt á low eða high, munar bara um 5-8fps.

Í 2 ár hefur mér fundist tölvan vera að standa sig verr en hún á að geta, langar að finna útúr þessu once and for all.
Ég held að málið sé bara að örgjörvinn er ekki alveg nógu góður fyrir þennan leik.

Mynd

að droppa niður fyrir 40 ramma á sek þegar mikið er að gerast er að mínu mati óspilanlegt og ég held að þú sjáir mikinn mun að uppfæra í öflugri örgjörva.
Þessi leikur er CPU þungur, ég veit það. Ástæðan fyrir að ég gruna örgjörfann er útaf því að vinur minn sem er með lélegri örgjörfa en ég er að leyra leikinn betur.
Klemmi skrifaði:Er mikið mál fyrir þig að prófa að setja upp hreina uppsetningu á stýrikerfi, annað hvort með því að strauja SSD diskinn eða setja nýja uppsetningu á 7200rpm diskinn?

Getur búið til sér partition á honum fyrir það og eytt því svo eftir á. Þægilegast til þess að greina fyrst hvort þetta sé hugbúnaðar eða vélbúnaðarvandamál, þykir ólíklegt að SSD diskurinn sé að valda því að hún sé hæg í leikjum.
Ég var vonast til að geta forðast það eins lengi og hægt er og skoða alla aðra möguleika áður en ég fer í format. Ég er með gögn sem ég má ekki missa á HDD, og þau eru of stór til að geyma á 120gb SSD ef ég færi í að formatta aðeins HDD. Ég þyrfti að fá flakkara frá ættingjum að sunnan þar sem ég þekki engar hér sem á flakkara. Svo þó að ég myndi ákveða að formatta þá tæki það svona viku að koma því i gang.
Daz skrifaði:Það gæti gefið til kynna að það sé ekki sjálfvirk stjórnun á hraðanum á viftunni.
Prófaðu Core temp til að fylgjast með hitanum á örgjörvanum. Eða eitthvað forrit sem getur gefið þér línurit yfir fleiri hluti, t.d. Rivatuner. Þar geturðu fengið graf með hitastiginu af GPU og CPU sem og % notkun á báðum. EF þú getur fengið Graf sem sýnir klukkuhraðann á CPU líka þá ertu kominn nokkuð nálægt því að hafa nothæfar upplýsingar í höndunum.
Ég náði í Rivatuner og skildi ekkert í þessu, fann engin grafs eða hitastig. Ég er greinilega alveg rosalega tækniheftur :-k


Edit: Ég ætla að keyra memtest í nótt, ég vona að maður meigi skilja þetta eftir í gangi ánþess að fylgjast með þessu, það er varla búist við því að maður sitji við tölvuna í marga klukkutíma.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af kizi86 »

sæktu bara coretemp http://www.alcpu.com/CoreTemp/" onclick="window.open(this.href);return false; færð þar strax upplýsingar um hitastig á örgjörvanum.. átt ekkert að þurfa að breyta neinum stillingum eða neitt, bara um leið og forritið opnast gefur það þér upp hitatölur á öllum kjörnum á örgjörvanum
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Daz »

Ég er reyndar enginn sérfræðingur í hvaða monitoring tól eru best eða auðveldust, ég setti bara upp rivatuner fyrir mörgum öldum síðan og það hefur gert allt það fyrir mig sem mig hefur vantað.

Mynd
Fann þessa mynd á netinu, hún er næstum því hjálpleg, nema það á alls ekki að velja þessa mynd sem er rauður kassi utan um, heldur akkúrat á hinum endanum (stækkunargler á filmu). Þá færðu upp allskonar gröf sem er hægt að customize-a.
Færð eitthvað svona
Mynd

Kannski hægt að fá nánari hjálp um stillingar hér
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Klemmi »

Varasalvi skrifaði:Ég var vonast til að geta forðast það eins lengi og hægt er og skoða alla aðra möguleika áður en ég fer í format. Ég er með gögn sem ég má ekki missa á HDD, og þau eru of stór til að geyma á 120gb SSD ef ég færi í að formatta aðeins HDD. Ég þyrfti að fá flakkara frá ættingjum að sunnan þar sem ég þekki engar hér sem á flakkara. Svo þó að ég myndi ákveða að formatta þá tæki það svona viku að koma því i gang.
Þú þarft ekkert endilega að formatta. Eins og ég nefndi þá geturðu líklegast búið til nýtt partition ef þú átt ca. 30-40GB laus á 7200sn disknum og sett stýrikerfi upp á það, eytt því svo eftir prófanir, bezt væri þá að taka SSD diskinn úr sambandi á meðan.
En ef þú ert ekki vanur slíku ferli að þá mæli ég ekki með því að fara út í svona æfingar.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Svara