"Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Allt utan efnis
Læst
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

"Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af hakkarin »

Var að hlusta á Harmageddon þar sem að það var tekið viðtal við Guðmund Franklín frá Hægri-grænum.

Þetta var svosem ágæt viðtal, en það var eitt sem að Harmageddon gauranir sögðu sem að fékk mig til þess að facepalma ](*,)

Þeir voru að tala um flöttu skattshugmyndina hans Franklínar og þá fara þeir að halda því fram að auðmenn séu svo þakkláttir fyrir að vera ríkir að þeim sé sama þótt að þeir borgi háa skatta eða eitthvað í þannig dúr, og segja að skatta hækkanir á ríkt fólk séu orðnar algengar í heimunum og benda á dæmi eins og Frakklandsforsetan sem að vill að auðmenn borgi yfir 75% í skatt!

Hér er viðtalið og parturinn þar sem að þetta er sagt er á akkúrat 22:00 http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP17380" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvernig fá þeir það út að ríku fólki sé alveg sama hversu háir skattanir séu að því að það er ríkt? Ef að eitthver myndi leggja 75% skatt á mig þá myndi ég forða mér burt og taka allan aurinn með mér! :mad

Eruð þið sammála því að auðmönnum séu sama um skatta?
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af gardar »

Prósentur eru svo sniðugar að það borga allir hlutfallslega jafnt, þeir sem eiga lítið borga lítið og þeir sem eiga mikið borga mikið. Allt í réttu hlutfalli.

Hátekjuskattur er mesta þvæla sem til er.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Gúrú »

gardar skrifaði:Prósentur eru svo sniðugar að það borga allir hlutfallslega jafnt, þeir sem eiga lítið borga lítið og þeir sem eiga mikið borga mikið. Allt í réttu hlutfalli.
Hátekjuskattur er mesta þvæla sem til er.
Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun þar sem að það eiga ekki allir allt sem þarf til þess að lifa sómasamlegu lífi.
Ef það væri núllpunkturinn og allar tekjur eftir það bara "auka" fyrir viðbótarneyslu þá myndi þessi hugsun hafa forsendu, hún hefur það samt ekki þegar að
10% skattur á einn einstakling getur svelt hann en 90% skattur á einn myndi ekki hafa nokkur áhrif á líf hans að öðru leyti til en að hann á minna af fjárfestingum.
Modus ponens
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af gardar »

Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:Prósentur eru svo sniðugar að það borga allir hlutfallslega jafnt, þeir sem eiga lítið borga lítið og þeir sem eiga mikið borga mikið. Allt í réttu hlutfalli.
Hátekjuskattur er mesta þvæla sem til er.
Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun þar sem að það eiga ekki allir allt sem þarf til þess að lifa sómasamlegu lífi.
Ef það væri núllpunkturinn og allar tekjur eftir það bara "auka" fyrir viðbótarneyslu þá myndi þessi hugsun hafa forsendu, hún hefur það samt ekki þegar að
10% skattur á einn einstakling getur svelt hann en 90% skattur á einn myndi ekki hafa nokkur áhrif á líf hans að öðru leyti til en að hann á minna af fjárfestingum.

Að refsa fólki fyrir að ganga vel er bull. Þú leggur meira á þig, færð fleiri aura og svo er þér refsað með skatti.
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af hakkarin »

Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:Prósentur eru svo sniðugar að það borga allir hlutfallslega jafnt, þeir sem eiga lítið borga lítið og þeir sem eiga mikið borga mikið. Allt í réttu hlutfalli.
Hátekjuskattur er mesta þvæla sem til er.
Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun þar sem að það eiga ekki allir allt sem þarf til þess að lifa sómasamlegu lífi.
Af hverju á það að vera réttur að ríkið sjái þér fyrir sómasamlegu lífi?
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Gúrú »

gardar skrifaði:
Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:Prósentur eru svo sniðugar að það borga allir hlutfallslega jafnt, þeir sem eiga lítið borga lítið og þeir sem eiga mikið borga mikið. Allt í réttu hlutfalli.
Hátekjuskattur er mesta þvæla sem til er.
Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun þar sem að það eiga ekki allir allt sem þarf til þess að lifa sómasamlegu lífi.
Ef það væri núllpunkturinn og allar tekjur eftir það bara "auka" fyrir viðbótarneyslu þá myndi þessi hugsun hafa forsendu, hún hefur það samt ekki þegar að
10% skattur á einn einstakling getur svelt hann en 90% skattur á einn myndi ekki hafa nokkur áhrif á líf hans að öðru leyti til en að hann á minna af fjárfestingum.
Að refsa fólki fyrir að ganga vel er bull. Þú leggur meira á þig, færð fleiri aura og svo er þér refsað með skatti.
Hunsaðu allt sem ég sagði og svaraðu með einhverju væli. Ok.
Modus ponens
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af gardar »

Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:
Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:Prósentur eru svo sniðugar að það borga allir hlutfallslega jafnt, þeir sem eiga lítið borga lítið og þeir sem eiga mikið borga mikið. Allt í réttu hlutfalli.
Hátekjuskattur er mesta þvæla sem til er.
Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun þar sem að það eiga ekki allir allt sem þarf til þess að lifa sómasamlegu lífi.
Ef það væri núllpunkturinn og allar tekjur eftir það bara "auka" fyrir viðbótarneyslu þá myndi þessi hugsun hafa forsendu, hún hefur það samt ekki þegar að
10% skattur á einn einstakling getur svelt hann en 90% skattur á einn myndi ekki hafa nokkur áhrif á líf hans að öðru leyti til en að hann á minna af fjárfestingum.
Að refsa fólki fyrir að ganga vel er bull. Þú leggur meira á þig, færð fleiri aura og svo er þér refsað með skatti.
Hunsaðu allt sem ég sagði og svaraðu með einhverju væli. Ok.

Þú ert að tala um einhverja stefnu þar sem allir eru jafnir, þar sem settur er standard yfir það hvað hver og einn þarf til þess að lifa af og það sem fólk vinnur sér inn umfram það sé hirt af ríkinu.
Eina jafnréttið sem ég sé er það að eins sé komið fram við alla, allir borga somu skattprósentu.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Gúrú »

gardar skrifaði:Þú ert að tala um einhverja stefnu þar sem allir eru jafnir, þar sem settur er standard yfir það hvað hver og einn þarf til þess að lifa af og það sem fólk vinnur sér inn umfram það sé hirt af ríkinu.
Nei. Ég er að segja að eini heimurinn í hverjum þessi hugsun þín er ásættanleg - að það sé réttlátt eða sambærilegt að skattleggja alla sömu prósentu,
er heimur þar sem að allir eru nú þegar með allt sem þeir þurfa til að lifa. Við búum ekki í þessum heimi og því finnst mér þessi hugsun þín mjög heimskuleg.
gardar skrifaði:Eina jafnréttið sem ég sé er það að eins sé komið fram við alla, allir borga somu skattprósentu.
Það væri svo heimskulegt að skattleggja fólk sem er með 65 þúsund krónur í mánaðartekjur 45%, eða það sama og einhvern með 2 milljónir á mánuði, að ég á ekki orð.

Ertu ósammála því?

Er það "eina réttláta" virkilega það að taka sama hlutfall af bláfátækum einstakling með 30 þúsund krónur á mánuði og þeim sem er með 2 kúlur á mánuði
ellegar taka einnig ekkert af einstakling með 2 kúlur á mánuði ef þú vilt ekki skattleggja bláfátæka manninn?

Enginn millivegur? Ertu að reyna að hámarka fáránleikann?

Maður á nefnilega annaðhvort ekki þak yfir höfuðið eða mat (kannski hvorugt nú þegar) ef að maður er með lág laun og er skattlagður jafnt og allir hinir.
Modus ponens
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af hakkarin »

Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði: Maður á nefnilega annaðhvort ekki þak yfir höfuðið eða mat (kannski hvorugt nú þegar) ef að maður er með lág laun og er skattlagður jafnt og allir hinir.
Þú ert að einfalda þetta mjög mikið.

Hvað með fólk sem er á bótum? Fær það þær ekki akúrat að því að það er í vandræðum?

Og af hverju finnst þér það vera sjálfgefið að fólk sem að ekki sé á háum launum geti ekki séð fyrir sér? Þetta er mjög mikið spurning um lífstíl. Það er til fullt af fólki sem að lifir dýrara lífi en það hefur efni á og vælir svo um að það eigi ekki penning.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Gúrú »

hakkarin skrifaði: Og af hverju finnst þér það vera sjálfgefið að fólk sem að ekki sé á háum launum geti ekki séð fyrir sér?
Ég er að tala um fólk sem væri þá með heildarlaunatekjur upp á minna fjármagn en neyslulágmarkið;
af því að það væri bókstaflega ómögulegt að lifa á minni tekjum en neyslulágmarkinu án þess að fá ölmusu.

Er ég að segja að það sé ekki hægt að lifa á Íslandi á x þúsund krónum á mánuði? Það fer eftir x.
Snýst þessi umræða um það? Nei.
hakkarin skrifaði:Það er til fullt af fólki sem að lifir dýrara lífi en það hefur efni á og vælir svo um að það eigi ekki penning.
Og hvernig kemur þetta nokkru sem ég var að segja við?
hakkarin skrifaði:Hvað með fólk sem er á bótum? Fær það þær ekki akúrat að því að það er í vandræðum?
?????



Við erum að tala um prinsippið hans gardars - að allir eigi að vera skattlagðir nákvæmlega það sama.

Honum finnst það það "eina réttláta", mér finnst það fáránlegt með meiru.
Modus ponens
Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1115
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af g0tlife »

Ég er nú á sjó mánuð í senn. Vinn 12 tíma á dag í 30 daga. Ekkert helgarfrí, vinn 6 tíma vaktir og oft í snar klikkuðu veðri. Sé ekki vini mína, fjölskyldu eða skemmti mér á meðann. Þegar ég er í landi í mánuð í fríi þá fæ ég engin laun þann mánuð. Að fara stundum yfir launaseðilinn minn og sjá hvað ég er að borga í skatt þá verður maður bara reiður. Tala nú ekki um hin gjöldin sem við sjómenn fáum á okkur. Svo vilja þeir bæta við gjöldum á okkur

Svo er maður á skrifstofu að pikka á tölvu með sömu laun fer heim á hverjum degi kl 17:00.

Það má alveg fara breyta þessu kerfi !
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af urban »

Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:Þú ert að tala um einhverja stefnu þar sem allir eru jafnir, þar sem settur er standard yfir það hvað hver og einn þarf til þess að lifa af og það sem fólk vinnur sér inn umfram það sé hirt af ríkinu.
Nei. Ég er að segja að eini heimurinn í hverjum þessi hugsun þín er ásættanleg - að það sé réttlátt eða sambærilegt að skattleggja alla sömu prósentu,
er heimur þar sem að allir eru nú þegar með allt sem þeir þurfa til að lifa. Við búum ekki í þessum heimi og því finnst mér þessi hugsun þín mjög heimskuleg.
gardar skrifaði:Eina jafnréttið sem ég sé er það að eins sé komið fram við alla, allir borga somu skattprósentu.
Það væri svo heimskulegt að skattleggja fólk sem er með 65 þúsund krónur í mánaðartekjur 45%, eða það sama og einhvern með 2 milljónir á mánuði, að ég á ekki orð.

Ertu ósammála því?

Er það "eina réttláta" virkilega það að taka sama hlutfall af bláfátækum einstakling með 30 þúsund krónur á mánuði og þeim sem er með 2 kúlur á mánuði
ellegar taka einnig ekkert af einstakling með 2 kúlur á mánuði ef þú vilt ekki skattleggja bláfátæka manninn?

Enginn millivegur? Ertu að reyna að hámarka fáránleikann?

Maður á nefnilega annaðhvort ekki þak yfir höfuðið eða mat (kannski hvorugt nú þegar) ef að maður er með lág laun og er skattlagður jafnt og allir hinir.
Skattprósentan á einfaldlega að vera sú sama.
við erum með persónuafslátt sem að veitir launalægra fólki uppbætur, uppbætur sem að hinir launahærri verða vart varir við (einfaldlega vegna þess að það er lægri prósenta af þeirra launum)

En já, síðan er annað, þú virðist alveg gleyma því að sá sem að er með 2 millur á mánuði (úr því að þú nefnir þær tölur) á ekkert endilega meiri pening en maðurinn sem að er með 150 þús á mánuði.

fólk sem að er með hærri laun eyðir einfaldlega meiru, það leggur (almennt) sitt fé út í þjóðfélagið aftur og það er eitthvað sem að allir þurfa.

Ef að ekki væri fyrir fólk með hærri laun þá væri mun minna að gera hjá annsi mörgum stéttum í þjóðfélaginu
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af dori »

Í fyrsta lagi. Þessir "trollþræðir" frá OP eru að verða smá þreyttir. Lélegt fisk. Er þetta ekki fimmti þráðurinn sem OP býr til um eitthvað kjaftæði þar sem það er ekkert nema væl í fyrsta innleggi sem á að espa fólk upp í vitleysu?
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Kristján »

dori skrifaði:Í fyrsta lagi. Þessir "trollþræðir" frá OP eru að verða smá þreyttir. Lélegt fisk. Er þetta ekki fimmti þráðurinn sem OP býr til um eitthvað kjaftæði þar sem það er ekkert nema væl í fyrsta innleggi sem á að espa fólk upp í vitleysu?
x2
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af chaplin »

Gúrú skrifaði: Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun
Þrátt fyrir að ég sé sammála þér að vissu leiti þetta skiptið, að þá finnst mér það alveg frábært að ef einhver vogar sér að koma með athugasemd eða skoðun sem þú ert ekki sammála, að þá er skoðun hans undantekningarlaust heimskuleg, fáranleg, kjánaleg osfrv.

Sjálfsagt alveg ömurlegt að eiga í samræðum við þig hversdagslega, því ef maður myndi voga sér að segja sína skoðun, að þá ferð þú í þann aðila eins og hákarl, eins og þú getir ekki bara sagt á léttu nótunum "Nei ég er ósammál af því að..".

Hugsa að þú ættir að anda rólega, svona rétt áður en þú tjáir þig. Mönnum er það frjálst að hafa sínar skoðanir, algjör óþarfi að koma með kjaft og stæla í hvert einasta skipti.

Annars verð ég að taka undir það sem dori sagði, þessi þráður mun bara enda í leiðindum eins og hinir þræðirnir hjá honum.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Templar
Gúrú
Póstar: 541
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Templar »

Tek undir með Garðari, ein prósenta, maður refsar ekki fólki sem leggur meira á sig, vinnur í lottó eða er heppið, það drepur samfélagið og eyðileggur fyrir öllum, eitt stórt meðalmennsku bæli þar sem allir eru blankir komma style.

það er ekkert sjálfsagt að innheimta skatt, skattur er í raun ein tegund eignartöku, t.d. skattur er notaður til að greiða barnastyrki, þú getur ekki bara farið í veskið hjá næsta manni sem á ekki börn og ætlast til að hann borgi tannviðgerð náungans eða splæsi bleyjupakka gegnum skatt sem að ríkið tekur af honum til að blæða á fíflið sem notar ekki smokk. Við erum með ákveðna lendingu samt í skatt innheimtu til að tryggja ákveðin lífsskjör öllum til hags en þeir sem gera meira eða erfa meira mega það bara alveg, hver og einn er sinn gæfu smiður og frelsi fylgir ábyrgð, þetta er ástæðan að maður refstar ekki þeim sem eiga eitthvað. Peningar fara svo í hringi og þeir sem hamast á fullu eru þeir sem búa til aukin verðmæti og þessi verðmætasköpun er það mikilvægasta í þessari hringrás.

Ofan á það eru sárafáir virkilega ríkir, flestir vinna á sig gat bara til að komast í efri millistétt og það lang oftast fyllilega skilið.
--
Ryzen 5950X - ASRock Taichi X570 - Palit 3090 Game Rock OC - G.Skill 32GB (4x8) DDR4 3733 CL14 - Samsung 970 Pro 1TB, 970 Evo Plus 1TB - PSU Corsair AXi 860W || DAC: Schiit Modi Multibit + Dimensions of Sound Speakers - LG CX 48" OLED || Lian Li Der Bauer Edition
Skjámynd

Domnix
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mán 05. Mar 2012 23:51
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Domnix »

Templar skrifaði:Tek undir með Garðari, ein prósenta, maður refsar ekki fólki sem leggur meira á sig, vinnur í lottó eða er heppið, það drepur samfélagið og eyðileggur fyrir öllum, eitt stórt meðalmennsku bæli þar sem allir eru blankir komma style.

það er ekkert sjálfsagt að innheimta skatt, skattur er í raun ein tegund eignartöku, t.d. skattur er notaður til að greiða barnastyrki, þú getur ekki bara farið í veskið hjá næsta manni sem á ekki börn og ætlast til að hann borgi tannviðgerð náungans eða splæsi bleyjupakka gegnum skatt sem að ríkið tekur af honum til að blæða á fíflið sem notar ekki smokk. Við erum með ákveðna lendingu samt í skatt innheimtu til að tryggja ákveðin lífsskjör öllum til hags en þeir sem gera meira eða erfa meira mega það bara alveg, hver og einn er sinn gæfu smiður og frelsi fylgir ábyrgð, þetta er ástæðan að maður refstar ekki þeim sem eiga eitthvað. Peningar fara svo í hringi og þeir sem hamast á fullu eru þeir sem búa til aukin verðmæti og þessi verðmætasköpun er það mikilvægasta í þessari hringrás.

Ofan á það eru sárafáir virkilega ríkir, flestir vinna á sig gat bara til að komast í efri millistétt og það lang oftast fyllilega skilið.
off topic- vinningar frá íslenskri getspá eru ekki skattlagðir
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af natti »

chaplin skrifaði:
Gúrú skrifaði: Þetta er gríðarlega heimskuleg hugsun
Þrátt fyrir að ég sé sammála þér að vissu leiti þetta skiptið, að þá finnst mér það alveg frábært að ef einhver vogar sér að koma með athugasemd eða skoðun sem þú ert ekki sammála, að þá er skoðun hans undantekningarlaust heimskuleg, fáranleg, kjánaleg osfrv.

Sjálfsagt alveg ömurlegt að eiga í samræðum við þig hversdagslega, því ef maður myndi voga sér að segja sína skoðun, að þá ferð þú í þann aðila eins og hákarl, eins og þú getir ekki bara sagt á léttu nótunum "Nei ég er ósammál af því að..".

Hugsa að þú ættir að anda rólega, svona rétt áður en þú tjáir þig. Mönnum er það frjálst að hafa sínar skoðanir, algjör óþarfi að koma með kjaft og stæla í hvert einasta skipti.

Annars verð ég að taka undir það sem dori sagði, þessi þráður mun bara enda í leiðindum eins og hinir þræðirnir hjá honum.
Einmitt búinn að vera að hugsa þetta sama án þess að koma orðum að þessu.
(Fyrir utan að ég er ekki endilega sammála Gúrú.)
Mkay.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af vesley »

urban skrifaði:
Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:Þú ert að tala um einhverja stefnu þar sem allir eru jafnir, þar sem settur er standard yfir það hvað hver og einn þarf til þess að lifa af og það sem fólk vinnur sér inn umfram það sé hirt af ríkinu.
Nei. Ég er að segja að eini heimurinn í hverjum þessi hugsun þín er ásættanleg - að það sé réttlátt eða sambærilegt að skattleggja alla sömu prósentu,
er heimur þar sem að allir eru nú þegar með allt sem þeir þurfa til að lifa. Við búum ekki í þessum heimi og því finnst mér þessi hugsun þín mjög heimskuleg.
gardar skrifaði:Eina jafnréttið sem ég sé er það að eins sé komið fram við alla, allir borga somu skattprósentu.
Það væri svo heimskulegt að skattleggja fólk sem er með 65 þúsund krónur í mánaðartekjur 45%, eða það sama og einhvern með 2 milljónir á mánuði, að ég á ekki orð.

Ertu ósammála því?

Er það "eina réttláta" virkilega það að taka sama hlutfall af bláfátækum einstakling með 30 þúsund krónur á mánuði og þeim sem er með 2 kúlur á mánuði
ellegar taka einnig ekkert af einstakling með 2 kúlur á mánuði ef þú vilt ekki skattleggja bláfátæka manninn?

Enginn millivegur? Ertu að reyna að hámarka fáránleikann?

Maður á nefnilega annaðhvort ekki þak yfir höfuðið eða mat (kannski hvorugt nú þegar) ef að maður er með lág laun og er skattlagður jafnt og allir hinir.
Skattprósentan á einfaldlega að vera sú sama.
við erum með persónuafslátt sem að veitir launalægra fólki uppbætur, uppbætur sem að hinir launahærri verða vart varir við (einfaldlega vegna þess að það er lægri prósenta af þeirra launum)

En já, síðan er annað, þú virðist alveg gleyma því að sá sem að er með 2 millur á mánuði (úr því að þú nefnir þær tölur) á ekkert endilega meiri pening en maðurinn sem að er með 150 þús á mánuði.

fólk sem að er með hærri laun eyðir einfaldlega meiru, það leggur (almennt) sitt fé út í þjóðfélagið aftur og það er eitthvað sem að allir þurfa.

Ef að ekki væri fyrir fólk með hærri laun þá væri mun minna að gera hjá annsi mörgum stéttum í þjóðfélaginu

Einmitt það sem margir virðast ekki gera sér grein fyrir. Það að ríkara fólk eyðir hlutfallslega meira af tekjunum sínum og fer því margt af því hvort eð er til baka í samfélagið.
massabon.is
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af rapport »

Ríkt fólk v.s. fátækt fólk... er ekki alveg réttur samanburður.

Það er sáralítill eignaskattur s.s. á þær eignir sem þú átt, það eru þó einhver gjöld sbr. biðfreiðagjöld, fasteignagjöld o.þ.h.

Skattar eru lagðir á tekjur og arð.


Að vera ríkur er ekki endilega að eiga mikið sbr. marga af þessum ríkustu, heldur að stjórna eignum sem eru mikils viði.

Um leið og þeir svo casha út, þá borga þeir skattinn.

En fyrirtæki sem skv. sinni argðreiðslustefnu greiðir aldrei út arð heldur fjárfestir í sjálfu sér eða öðrum fyrirtækjum, verður ætíð verðmætara og verðmætara en greiðir jafnvel lítinn sem engan skatt.

Einhver veðsetur svo eign sína í fyrirtækinu og tekur lán (s.s. í stað þess að selja eignina) þá fær viðkomandi pening fyrir eignina en sleppur við að greiða skatt.

Með svona leikjum er verðmæti fyrirtækja sogað út í samfélagið í gegnum lánastarfsemi bankana og framhjá skattkerfinu.

Viðkomandi getur þá keypt meiri fyrirtæki sem hann getur svo veðsett og koll af kolli svo lengi sem að bankarnir vilja lána honum.

Þetta er í hnotskurn það sem setti okkur á hausinn 2008.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af intenz »

g0tlife skrifaði:Ég er nú á sjó mánuð í senn. Vinn 12 tíma á dag í 30 daga. Ekkert helgarfrí, vinn 6 tíma vaktir og oft í snar klikkuðu veðri. Sé ekki vini mína, fjölskyldu eða skemmti mér á meðann. Þegar ég er í landi í mánuð í fríi þá fæ ég engin laun þann mánuð. Að fara stundum yfir launaseðilinn minn og sjá hvað ég er að borga í skatt þá verður maður bara reiður. Tala nú ekki um hin gjöldin sem við sjómenn fáum á okkur. Svo vilja þeir bæta við gjöldum á okkur

Svo er maður á skrifstofu að pikka á tölvu með sömu laun fer heim á hverjum degi kl 17:00.

Það má alveg fara breyta þessu kerfi !
Góði besti. Þetta er oftast fólk sem er búið að fara í gegnum 3-5 ára háskólanám og er búið að vinna sig upp í þessa stöðu. Ekki að ég sé á móti því að sjómenn fái betri kjör, þá aftur á móti getur þú alveg farið í 3-5 ára háskólanám og eftir það fengið vinnu við að "pikka á tölvu".

En ég er sammála Garðari, með hátekjuskatti er verið að mismuna þeim sem vegna vel. Velgengni er sjaldnast gefins, þeir sem njóta hennar hafa oftast unnið fyrir því.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af hakkarin »

dori skrifaði:Í fyrsta lagi. Þessir "trollþræðir" frá OP eru að verða smá þreyttir. Lélegt fisk. Er þetta ekki fimmti þráðurinn sem OP býr til um eitthvað kjaftæði þar sem það er ekkert nema væl í fyrsta innleggi sem á að espa fólk upp í vitleysu?
Kristján skrifaði:
x2
Það er ekki mér að kenna ef að þið verðið að froðufellandi brjálæðingum í hverst skipti þegar eitthver segir eitthvað sem að þið eruð ekki sammála. Ef eitthvað þá eru ykkar innleg tröllapostar en ekki mitt.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: "Ríku fólki er sama þótt að það borgi háa skatta"

Póstur af Moldvarpan »

Ég skal svara þessum þræði mjög einfaldlega.

Nei, ríku fólki er ekki sama þótt það sé með háa skatta. Þetta skiptir öllum máli, því er engum sama um það, ríkur eða fátækur.



Svarið komið, loka þræði.
Læst